Tap í vítaspyrnukeppni

Liverpool og Man City mættust í leiknum um Samfélagsskjöldinn á Wembley sem lauk 1-1 eftir venjulegan leiktíma en það var Man City sem vann 5-4 í vítaspyrnukeppni en Wijnaldum var sá sem klúðraði sinni spyrnu fyrir Liverpool. Það þarf því að bíða í að minnsta kosti nokkra daga í viðbót eftir vonandi fyrsta bikar tímabilsins.

Leikurinn
Þetta var mjög opinn leikur á báða bóga og mikill hraði í honum. Liverpool byrjaði þokkalega og voru þeir Mo Salah og Firmino mjög beittir í framlínunni en það var Man City sem komst yfir með hálf klaufalegu marki á 12.mínútu þegar Raheem Sterling potaði boltanum í Alisson sem snerti hann örugglega svona þrettán sinnum áður en hann rétt skreið yfir marklínuna. Gremjulegt en nóg eftir. Man City voru kannski með undirtökin í leiknum eftir markið en Liverpool skapaði sér nokkur góð færi í kjölfarið og þá sérstaklega í gegnum Mo Salah.

Í seinni hálfleik voru þeir rauð klæddu sem tóku stjórn á leiknum og voru feykilega öflugir heilt yfir. Sérstaklega eftir að Klopp gerði nokkrar skiptingar þegar aðeins var liðið á hálfleikinn. Naby Keita kom mjög öflugur inn á miðjuna sem var heilt yfir nokkuð bitlaus og Liverpool fékk fullt af tækifærum og í raun ótrúlegt að það hafi ekki tekist að skora fleiri mörk. Sterling átti skot í stöng úr skyndisókn fyrir City en Van Dijk átti skalla í slá sem hafnaði ansi tæplega á marklínu og rétt á eftir átti Salah skot í stöngina. Liverpool átti fast leikatriði og boltinn barst til Van Dijk sem lyfti boltanum inn í teig á Matip sem skallaði boltann inn af stuttu færi og jafnaði metin þegar einhverjar 10-15 mínútur voru eftir. Þá tók Liverpool öll völd, Keita átti fínt skotfæri og Salah fékk fullt af færum sem voru vel varin af markverði Man City. Í blálok leiksins fékk Salah færi sem var varið en hann skallaði frákastið og Kyle Walker leikmaður City náði að bjarga á línu. Þá var ljóst að farið yrði í vítaspyrnukeppni.

Shaqiri, Lallana, Wijnaldum, Salah og Chamberlain tóku spyrnur Liverpool en Wijnaldum var sá sem klúðraði sinni með frekar döpru skoti. Alisson var gremjulega nálægt að verja eina spyrnu City en skotið var nokkuð fast og skoppaði undir hann og inn í markið.

Bestu menn Liverpool
Vörnin var nokkuð shaky á köflum og heilt yfir hefur maður séð hana betri en þeir áttu sín snilldar augnablik. Joe Gomez var bæði nokkuð slakur og á hælunum en líka alveg frábær. Van Dijk var fínn og Matip kom gífurlega flottur inn. TAA og Robertson í bakvörðunum hafa átt töluvert betri leiki.

Miðjan var nokkuð dauf í fyrri hálfleik og var ekki að fúnkera nægilega vel. Fabinho var allt í lagi en hefur verið betri, Wijnaldum sást ekki mikið og Henderson var nokkuð bitlaus. Keita kom inn og þá kom meiri hraði og gredda inn í miðjuspilið. Firmino leit gífurlega vel út fannst mér og virðist vera að detta í ágætis form en lang besti leikmaður Liverpool og leiksins að mínu mati var Mo Salah sem á ótrúlegan hátt tókst samt ekki að skora. Í spili Liverpool var hann frábær og City menn réðu í raun ekkert við hann og geta þakkað markverði sínum og Kyle Walker fyrir það að hann hafi ekki gert út um leikinn.

Næsti leikur
Á föstudaginn hefst deildin þegar Liverpool fær nýliða Norwich í heimsókn og þrátt fyrir tap í dag þá verð ég nú bara að segja að liðið lítur bara nokkuð vel út og ætti að klára þann leik örugglega. Nú er Mane að mæta aftur til æfinga og verður klár í slaginn fljótlega svo þetta er allt að smella sýnist manni. Það hefði verið gaman að næla í smá sigurverðlaun í dag en nú tekur við deildin og svo fær Liverpool tækifæri á að taka Ofurbikar Evrópu fljótlega takist þeim að vinna Chelsea í þeim leik. Byrjum á að setja tóninn í deildinni og leggja Norwich næstu helgi.

7 Comments

  1. Ágætur fyrirhálfleikur þar sem City voru betri en við fengum samt nokkur færi(Salah ég er að horfa á þig). Frábær síðariháfleikur þar sem við stjórnuðum leiknum frá A til Ö.

    The good: Salah 90 mín, Firmino 79 mín, síðarihálfleikur eins og hann leggur sig.
    The Bad: Varnarleikurinn í fyrirhálfleik var bara ekki nógu góður og var pressan ekki alveg að virka en hún virkaði vel í síðari hálfleik.
    The ugly: Trent verður að fara að spila betri vörn. Hann gerir of mikið af staðsendingarmisstökum og var alltof auðvelt að komast bakvið kappan í dag. Vörnin traustari með Gomez í hægri bakverði en sóknarlega er auðvita Trent í heimsklassa.

    Er bjartsýn á gott tímabil og vona ég að við byrjum af krafti gegn Norwitch í næsta leik.

    YNWA

    5
  2. Eftir fyrri hálfleikinn sá maður ekki líf í þessu … tímabilið búið áður en það byrjar … en þessi seinni hálfleikur …. vá vá vá … hrikalega flottir og þetta er Liverpool liðið sem maður vill horfa á … algerlega frábærir og fáránlegt að þetta hafi ekki dottið fyrir okkur. Held að Klopp hafi læra meira í þessum leik heldur en öllum hinum æfingaleikjunum samanlagt fyrir þetta tímabil … á öðrum degi hefði Salah verið með 3-6 mörk í þessum leik en stundum er þetta bara svona …

    4
  3. Er hræddur um að þessi forljótu búningar með pissuröndunum eigi eftir að reynast okkar gráu ManU búningar. Vonandi hefur Klopp kjark til að láta liðið skipta um búning í hálfleik gegn Norwich verðum við undir. Liverpool á að spila í Liverpool rauðu og engu glimmeri. Ekki að ég sé hjátrúafullur, sjöníuþrettán.

    Einu skiptin sem ég myndi velja Mignolet umfram Alisson er í vító. Í þessum leik hefði etv átt að leyfa honum að spila, þótt ekki hefði verið nema að skipta honum inn á 89 mín.

    Annars var þetta ágætis skemmtun og ég er viss að við vinnum alla leiki í varabúningnum.

    2
  4. Óheppnir að vinna ekki þennan leik en er ég sá eini sem fynnst salah mætti gefa hann oftar fynnst hann svakalega eigingjarn þó hann sé í engu færri en hey byggjum á þessu seinni hálfleikurinn var samt svakalega góður eftir skiptingar

    5
  5. Flottar síðustu 25 mín, eftir að lélegustu menn Liverpool fóru af velli, Henderson, Fabinho og Origi. á mjög erfitt með að sætta mig við þessa miðju , Fabinho og Henderson.Robertson slakur líka, restin góð, varamennirnir komu mjög flott inn í leikinn nema Oxið. Firminio, Salah og Virgil mjög flottir, Matip frábær

    1
  6. Við vorum flottir í dag og gaman að sjá breiddina sem komin er í liðið okkar. Úrslitin voru aukaatriði í dag en auðvitað vill maður alltaf vinna. Sérstaklega þegar andstæðingurinn er olíuveldi sem þarf ekki að framfylgja sömu reglum og önnur lið.

    Bring on Norwich!

    5
  7. Lidid lengi i gang, og ekki i fyrsta skiptid sem thad kemur og tekur yfir i sidari halfleik og vid attum audvitad ad klara leikinn.

    17 skot (9 a markid) gegn 8 hja City (3 a markid) og 53% possession, fleiri sendingar og fleiri heppnadar sendingar.

    Eg er mjog sattur vid lidid en mer finnst Trent buinn ad eiga agalega erfitt pre-season. Hann a i miklum erfidleikum med haar sendingar i svaedid djupt a vinstri kantinum og City gerdu thetta trekk i trekk. Sjalfstraustid soknarlega var ekki upp a marga fiska hja honum heldur. Mer fannst lidid ekkert veikjast mikid soknarlega i thessum leik eftir ad Trent for af velli – thvi ad Matip kom med mjog god hlaup og arasir i gegnum midjan vollinn til ad brjota thetta upp. Vil helst sja Matip byrja motid.

    Salah og Firmino mjog liflegir, elska ad horfa a Firmino spila fotbolta. Salah setur thessi faeri i vetur og tekur thridja gullskoinn a thremur arum.

    Ad lokum… Sterling er allt i ollu tharna og their mega alls ekki missa hann i nein meidsli ef their aetla ser deildina. Their virkudu alveg sprungnir sidasta halftimann og nu er tak fyrir onnur lid ad kroppa stig af theim i fyrstu umferdunum.

    1

Liðið gegn Man City

Simon Mignolet til Club Brugge