Harry Wilson á láni til Bournemouth

Þar með er það endanlega ljóst að Harry Wilson verður aldrei leikmaður Liverpool og bara tímaspursmál hvenær hann fer endanlega.

Smá svekkjandi að hann hafi aldrei fengið séns hjá Liverpool enda búinn að vera hjá félaginu frá 6 ára aldri og lengi verið eitt mesta efni félgsins. Á móti sýnir þetta gæðin sem eru fyrir hjá félaginu og ljóst að Klopp er meira en vel treystandi til að meta hans hæfileika.

Harry Wilson fær núna tækifæri í Úrvalsdeildinni sem er eðlilegt næsta skref hjá honum og vonandi hækkar hann eitthvað í verði við þetta. Liverpool skuldar eiginlega Bournemouth líka fyrir sölurnar á Solanke, Ibe og Smith.

Ryan Kent er eins orðaður við Leeds en ekkert boð hefur borist frá þeim ennþá. Lierpool vonast eftir að fá meira fyrir hann en kostaði að kaupa Andy Robertson til að setja þetta í eitthvað samhengi.

34 Comments

  1. Mér finnst þetta bæði gott og slæmt, það er gríðarlega flott fyrir hann og Liverpool að hann fái úrvalsdeildarreynslu sem hann myndi ekki fá hjá okkur á þessu tímabili og hann ætti að koma til baka sem mun betri leikmaður.
    En það er líka mjög slæmt að Klopp ætli að fara að þynna hópinn og það verður nóg álag á þá leikmenn sem verða áfram.
    Við eigum svo sem Shaqiri og Origi sem geta spilað stöðuna hans og þeir spiluðu svo sem ekkert mikið í fyrra og ég held ennþá í vonina að Liverpool komi með sprengju á lokadegi gluggans, annars verð ég fyrir miklum vonbrigðum með sumarið.

    6
    • Algjörlega sammála þér, er að dansa á línunni og við þurfum klárlega að hafa heimsklassa framherja og kant menn, bakverðir risk líka ef þeir meiðast.
      Verið að treysta á marga leikmenn sem hafa verið meiddir o.s.frv

      4
      • Sammála, finnst soldið mikið að vera treysta svona mikið á Chamberlain t.d og Lallana

        6
  2. Finnst breiddin vera ansi tæp þarna á toppnum. Svolítið eins og að Klopp geri hreinlega ráð fyrir að Mané, Firmino og Salah geti spilað alla leiki. Því mér finnst varamennirnir fyrir þá langt frá því að vera sannfærandi utan við Origi. Þar sem Brewster er ekki með neina Úrvalsdeildarreynslu.

    Þá eru báðar bakvarðarstöðurnar tæpar ef Robertson eða TAA detta í meiðsli.

    5
  3. Breyddinn hjá okkur er ekki vandamál heldur gatið sem við skilum eftir ef Mane/Firmino/Salah eru meiddir þá kemur eitthvað sem er bara í meðalgæðum(Origi) sem valkostur.

    Ég er alls ekki samála því að Wilson sé 100% ekki framtíð hjá Liverpool. Ég held að Klopp sjái fram á að í vetur verður hann bara í aukahlutverki hjá okkur á eftir(Ox, Lallana, Shaqiri, Origi, Brewster sem aukaleikari) og því frábært að láta hann í lið sem spilar flottan fótbolta í úrvaldsdeild þar sem hann fær stæra hlutverk.
    Ef hann slær í gegn þá held ég að Liverpool mun nota hann á næsta tímabili en ef hann verður bara ágætur þá er hans ferill kominn. Þetta er allt undir honum sjálfum kominn hvort að ferilinn sé búinn hjá Liverpool.

    8
  4. Nuverandi back-up fyrir front-three:
    Origi
    Shaqiri
    Brewster

    thetta er ekki merkilegur bekkur. er planid virkilega ad lata Sala/Firmino/Mane spila allar minutur?

    Fyrir mer er Chamberlain midjumadur og virkar ekki vel a kanti. Lallana er ekki leikmadur sem haegt er ad plana i kringum eda reida sig a a nokkurn hatt thvi hann mun meidast i vetur.

    Thetta er einfaldlega ekki nog. Thad ad thurfa ad setja Wijnaldum upp a topp eda a vinstri kantinn segir allt sem segja tharf og eg efast um ad thad se eitthvad sem Klopp vilji gera on a regular basis.

    Salah, Firmino og Mane geta spilad allar stodurnar i front-three og thvi thyrfi bara einn leikmann sem getur leyst annan hvorn kantinn eda bada kantana til ad hafa sma option til ad rotera.

    Thad bara hlytur eitthvad ad vera ad gerast bakvid tjoldin.

    8
  5. Sammála, við þurfum Coutinho aftur, frekar en að missa hann í Tottenham. Erum í nokkuð mörgum keppnum, og álagið eykst bara á þessa þrjá heimsklassa framherja sme við erum með. Það er ekki eins og þeir séu að fá mikla hvíld. Ég vona að við fáum eins og einn góðan fyrir lok gluggans, en á svo sem ekkert vona á því.

    2
    • Coutinho sagðist neita að spila fyrir eitthvað annað enskt félag en Liverpool, þannig að hann fari til Tottenham er ekki að fara að gerast (maður veit aldrei samt). Ef Klopp telur þörf á, væri ekkert mál að fá hann til okkar á láni, þar sem Barcelona er að leitast eftir því að lána hann út…

      1
  6. Ef við berum saman fremstu þrjá hjá City og LFC.

    Sterling – Aguero – B.Silva
    backup: Sane. Jesus, Mahrez

    Mane – Firmino – Salah
    backup: Origi, Brewster, Shaqiri (og líklega Ox e-ð)

    Þetta er það sem skilur á milli hver vinnur titilinn. Það er ekki nóg að hafa vinninginn með þá sem eru fyrstu 3 í XI. Það er engin hrikaleg krísa hjá City ef 2 af þessum 3 meiðast en ef Liverpool missir út 2 þá gæti orðið vesen.

    16
  7. Sælir félagar

    Ég er sammála því að “bakköppin” fyrir framlínu og bakverði eru ekki í toppgæðum. Mér er sama þó vitnað sé í að Klopp hafi treyst á menn eins og TAA og AR á sínum tíma. Það var ekki fyrir einhverja snilld heldur var ekki um neitt annað að ræða. Sem betur fer stóðu þeir undir væntingum. Við vitum hvað Origi getur en líka hvað hann getur ekki. Hann er í raun mjög takmarkaður leikmaður en flottur inn af bekknum oftast. Brewster er óskrifað blað og vonandi stendur hann undir væntingum.

    Það er nú þannig

    YNWA

    2
  8. ,,Season long loan with no option for Bournemouth to buy.”

    Hvernig túlka menn að hann muni aldrei spila með LFC?

    3
  9. hann er lánaður út leiktíðina, sem þýðir að við getum ekki fengið hann til baka í jan ef allir væru nú meiddir.

    talandi um að barca sé að reina að offloda coutinho þá finnst mér það galið af klopp að hreinlega fara ekki á eftir honum, semja um eitthvað.

    mér satt að segja finnst það galin hugmynd ef liverpool kemur ekki með eitthvað inn fyrir lok gluggans.

    3
  10. “Þar með er það endanlega ljóst að Harry Wilson verður aldrei leikmaður Liverpool”

    Afhverju er það endanlega ljóst ? Eins einn segir hér að ofan er enginn klásúla að það eigi að kaupa hann að lánstíma loknum. Get tekið undir með þér að hann á líklega ekki framtíð hjá Liverpool en það er verið að lána hann til nokkuð góðs úrvalsdeildarfélags og eigum við ekki að sjá hvernig hann dafnar þar áður en við alhæfum eitthvað ?

    • ég ætla ekki að segja að það sé endanlega ljóst að Wilson verði aldrei leikmaður Liverpool en væri ekki löngu búið að gefa honum sénsinn í alvöru leikjum ef hann væri nægilega góður?

      2
  11. Eddie Howe mun skóla hann vel til í vetur og vonandi skilar hann bara flottu framtaki fyrir þá.
    Hef trú á að hann sé hugsaður sem framtíðarleikmaður hjá Klopp.

    2
  12. Ég skil ekki þetta Couthinio dæmi. Skv fréttum skuldar Barca ennþá 88 m punda af kaupverðinu. Er ekki hægt að komast að e-h samkomulagi við þá? Þeir þurfa að losa leikmenn annað hvort með sölu eða láni. Fá hann til baka.

    Ef Tottenham fá bæði Dybala og Couthinio þá verða þeir fyrir ofan LFC í deildinni. Líklega annað sætið en jafnvel meistarar.

    Það er alveg nóg backup til baka (Milner, Gomez geta spilað bakverði) og á miðjunni en það er þunnur þrettándi frammi. Þrátt fyrir mikilvæg mörk á síðasta tímabili þá er Origi ekki nógu góður. Ég væri meira til í Ings svei mér þá. Annars held ég að bestu kaupin væru Zaha.

    3
  13. Eddie Howe er ekki að fara skóla hann til. Ibe er týndur þarna og Solanke er varaskeifa fyrir King og Wilson. Veit ekki einu sinni hvar Smith er niðurkominn. LFC leikmenn sem fara yfir til Bmouth hafa ekki vegnað vel. Bmouth er bara að ná í Wilson af því að Brooks meiddist og verður frá í 2-3 mánuði. En ég vona innilega að Wilson geri andstæðingum Lpool lifið leitt í vetur.

    Að breiddinni. Sammála mönnum hérna. Galið er einmitt orðið sem kemur upp í hugann á manni. Galið að það er ekki búið að ná í vinstri bak. Gjörsamlega galið. Nú þegar Clyne er út meira en hálft tímabilið er jafnframt galið að það er ekki kominn hægri bakvörður. Wilson farinn og hugsanlega Kent líka (hafði aldrei trú á að Kent yrði áfram) er breiddinn fram á við ekki nóg. Origi er enginn kantmaður en flottur back up í níunni. Jafn galið er að það er enginn like for like backup fyrir Mane eða Salah. Ok, það eru 2 dagar eftir af glugganum en ef það kemur enginn inn er klárt mál að stuðningsmenn verða brjál og ef eitthvað hikst verður í byrjun móts verður allt vitlaust.

    Kannski er maður að panikka og Klopp er með skothelt plan en þessi hópur er ekki að fara að berjast um deildarbikar og FAcup þegar áherslan verður á EPL og CL. City vinnur þessa bikartitla af því að þeir eru með tvo solid menn í hverri stöðu, jafnvel þrjá. Kannski var Klopp ekkert að spá í neinum af þessum köllum sem maður vildi sjá koma inn en Maguire er betri en Matip og Lovren. Pepe hefði verið fullkominn sem backup fyrir Mane og Salah auk þess hefði hann fengið 15-20 leiki amk sem starter miðað við alla leikina sem eru vonandi framundan. Skoðið youtube af Pepe, veit að það er ekkert að marka þau þannig séð en þessi gæji got skills, massa kaup hjá Arsenal held ég. Svo spurs að ná í Dybala, haltu á ketti hvað það er pirrandi. Fagnaði ógurlega þegar það klúðraðist hjá Scums. Þeir samt náðu í Wan Bissaka. Hörku kaup hjá þeim, enginn spurning. Hefði verið frábær sem backup fyrir bæði Trent og Robertson og í leiðinni sett pressu á þá.

    Sem er einmitt málið með liðið núna. Það eru amk 8 leikmenn sem labba inn í byrjunarliðið og vita að það er enginn sem ógnar þeim um byrjunarliðssæti. Tala nú ekki um ef 2-4 af þessum mönnum eru meiddir eða í banni þá er voðinn vís. Ef það kemur ekki inn einn bakvörður og/eða sóknarkantmaður fyrir lok gluggans vinnum við ekki epl. Það er alveg klárt.

    7
  14. Deginum ljósara að eigendurnir eru að casha út úr klúbbnum á þessum tímapunkti eftir gott gengi og góða stöðu fjárhagslega.
    Það er enginn að segja mér að Liverpool eigi ekki pening til þess að kaupa menn í liðið eftir að verða Evrópumeistar og losa mann og annan frá klúbbnum sem voru hálaunaðir.
    Þetta eru aumar afsakanir og eins gott að það verði bætt úr þessu enda er breiddin á hraðri niðurleið frá því síðasta tímabil endaði og lítur flest út fyrir að við séum að fara inn í tímabilið með slakari hóp heldur en við enduðum það síðasta.
    Í byrjun sumars töluðu eigendurnir um að Klopp gæti keypt þá leikmenn sem hann vantar inn hópinn og nú segir Klopp að það sé ekki til eyri til eyðslu, það er skítalykt af þessu.

    10
    • Hætti?i þessu andskotans væli. Vi? erum enn me? laang mikilvægasta manninn í okkar li?i, og hann heitir a? sjálfsög?u Jurgen Norbert Klopp!

      5
    • Sturridge og Moreno eru farnir, það hefur óveruleg áhrif á breiddina. Adrian kemur inn fyrir Mignolet sem varamarkmaður.

      Keita, Fabinho og Shaqiri hafa allir TÖLUVERT svigrúm til að bæta sig milli ára (ásamt auðvitað öllum leikmönnum liðsins). Þetta er aðalatriði hjá Klopp hvort sem okkur líkar það betur eða verr. Hann vill frekar vinna með þá leikmenn sem hann hefur og gera þá betri en að byrja alltaf frá grunni með nýjan leikmann. Honum finnst það í alvöru líklegra til árangurs en að kaupa alltaf annan leikmann. Erum við ekki komnir á stað með Klopp þar sem við treystum honum fyrir slíkum ákvörðunum, leyfa honum a.m.k. að njóta vafans áður en tímabilið byrjar? Hann bætti bara stigamet félagsins og landaði Evrópumeistaratitlinum í maí!

      Brewster og Ox koma inn í hópinn full time (eða aftur). Brewster er óskrifað blað en ef hann nær að sprinfa út eins og efni standa til gæti hann orðið töluverð bæting á Daniel Sturridge sem er löngu búinn á þessu leveli. Liverpool saknaði Ox allt síðasta tímabil og augljóst að endurkoma hans styrkir Liverpool liðið töluvert.

      Liverpool hefur undanfarin ár hækkað launakostnað töluvert milli ára í takti við gengi innanvallar og núna undanfarna mánuði (og ár) er búið að semja við allar helstu stjörnur félagsins. Það er enginn lykilmaður að fara í sumar sem er mjög jákvætt og eins og við þekkjum úr sögu Liverpool, alls ekkert sjálfgefið.

      Eigendur Liverpool eru klárlega ekkert að cash-a út neitt og ég held að við ættum alveg að geta treyst Klopp og Edwards á leikmannamarkaðnum, þeirra track record er fáránlega gott hjá Liverpool. Svo gott að þeir telja ekki þörf á að kaupa mikið núna.

      Persónulega vill ég eins og allir aðrir sjá Liverpool kaupa mest spennandi bitana á markaðnum og finnst alltaf vanta þessa 1-2 leikmenn. En róum okkur í ruglinu ef að Klopp sér þetta ekki alveg eins. Hélt að FSG fengi líka að njóta vafans, a.m.k. í sumar.

      13
  15. Þetta er nú meira doom and gloom og deildin ekki einu sinni byrjuð. Sheesh.

    4
  16. Er þetta ekki bara spurning um prinsipp Coutinho fór í verkfall og þröngvaði sölu. Klopp virkar á mann sem gaur sem er ekki mikið fyrir bullshit. Held að kúturinn eigi enga framtíð hjá Klopp.

    4
  17. Manni finnst á Klopp eins og hann sé í alvöru sáttur með hópinn. Hann hafi trú á þessu. Keyra á sömu mönnum og unnu Meistaradeildina og voru stigi frá City í deildinni.

    Kannski er það bara málið. Skil áhyggjur og er sammála, ég hefði viljað sjá tvö stór kaup. En kannski er þetta bara málið og við vinnun loksins deildina.

    Tottenham átti sitt besta tímabil eftir að hafa ekki keypt neinn.

    Áfram Klopp og áfram Liverpool !!!

    1
  18. Ég skil ekki hvað er galið við leikmannastefnu Liverpool. Við erum Evrópumeistarar og náðum 97 stig í deildinni og allir í hópnum eru á mjög góðum aldri og enginn lykilmaður fór frá klúbbnum.

    Í fyrra var Klopp gagnríndur þegar hann sagði að hann teldi engan á markaðnum vera jafngóðan miðvörð og Gomez. Man einhver eftir því ?

    Það er fáranlegt að tala um að það þurfi backup vegna þess að Clyne er meiddur. Gomez er á undan Clyne í goggunarröðinni, Sama á við um Moreno. Milner var alltaf á undan Moreno á blað í bakverðinum. Henderson leysti bakvarðarstöðuna af með stakri prýði, Fabinho var upprunarlega bakvörður,

    Þar að auki sýndi Hoever virkilega góða framistöðu gegn Lyon og ég er alveg orðinn hand viss að hann gæti verið varaskífa fyrir Trent Alexsander í vetur ? Já nei það væri galið ekki satt ? Svona eins og þegar Trent kom inn í byrjunarliðið á sínum tíma gegn Man Und á sínum tíma og er orðin fastamaður í liðinu í dag ?

    Mér finnst alltaf svona fullyrðingar kostulegar. Ég sjálfur hefði viljað að það væru keypt meiri gæði en það er af og frá að mér finnist þessi leikmannastefna galinn. Mér finnst einmitt mjög fagleg og laus við einhverja örvæntingu. Liverpool hefur aldrei verið jafn vel rekið og síðan Klopp tók við og Michael Edwards varð yfirmaður leikmannakaupa.

    11
  19. Sorry en mér finnst bara galið að við séum ekki að styrkja hópinn, því nú er lag eftir frábært tímabil í fyrra og miklar tekjur. Öll önnur lið eru að styrkja sig. Gleymum því ekki að meiðsli kostuðu okkur nokkur stig á síðustu leiktið og nú er leikjaálagið ennþá meira. En ætli við verðum ekki bara að treysta Klop, hann hlýtur að vera með eitthvað plan.

    3
  20. Ég man eftir fullt af leikjum í fyrra þar sem frammistaðan var alls ekki nógu góð og liðið oft mjög heppið að ná í 3 stig (t.d. Huddersfield úti, lélegasta lið deildarinnar) eða stela jafntefli (t.d. West Ham). 97 stig er auðvitað ótrúlegt en mörg stiganna var heppni (t.d. Everton heima). Í mörgum leikja var augljóst að það vantaði creative spark á miðjuna eða einhvern striker til að slútta. Ox var ekki keyptur sem backup fyrir Coutinho. Það eru 3 gluggar síðan Kútur var seldur og enginn inn í staðinn. Sú sala coverar Alisson og VVD. Hvar er heimsklassa tían okkar!? Kannski hefðum við unnið deildina með þannig leikmanni, hver veit.

    Eins og ég hef oft ítrekað hér vill ég að LFC keppi um alla titla og því þarf breiddinn að vera betri. Það var ekki raunin í fyrra og nú eru Studge, Moreno ásamt fleirum farnir og ekkert komið inn nema efnilegir og mjög ungir leikmenn. Hef smá áhyggjur að sumar keppnir verða látnar mæta afgangi en vona svo að ég hafi rangt fyrir mér með breiddina.

    1
    • “Sú sala coverar Alisson og VVD”
      Barca eru bara búnir að borga brot af upphæðinni, svo hún hefur ekki coverað nema annan fótinn á VVD 😉

      1
  21. Kæru aðdáendur þið sem teljið að ekki sé gert nóg í leikmannakaupum. Kælið ykkur aðeins og andið með nefinu. Klopp hefur ekki skotið mörgum feilskotum þegar kemur að leikmannakaupum, hvort sem er að kaupa eða sleppa því. Eftir leiki sumarsins metur hann það greinilega svo að liðið þurfi ekki að styrkja í augnablikinu. Byrjunarliðið það besta sem völ er á og backup í betra standi en við teljum, amk held ég það. Lallana og Ox eru meiðslalausir eins og stendur og eru ekki slakari en það að eflaust væru þeir byrjunarliði hjá 18 liðum í deildinni. Origi sannaði sig undir vorið og allir vita hvað Shagiri getur á góðum degi. Keita í framför. Comez og Lovren eru svosem engir bjálfar og síðan ungu mennirnir sem lofa góðu. Svo er Milner alltaf til taks í nánast sama hvaða stöðu sem er. Svartnættið hjá mér er því ekki meira en svo að það er sólríkur og bjartur dagur með fullt af væntingum enda treysti ég Klopp og hans mönnum fullkomlega.

    12
  22. Væntingarnar eru bara einfaldlega meiri fyrir þessa leiktíð heldur en þá síðustu. Taka skrefið sem þarf til að skáka city. Það er fullkomlega eðlilegt að stuðningsmenn séu hissa eða óþreyjufullir og horfa uppá leikmenn fara á meðan að city bætir við sig. Klopp segir mönnum að slaka og menn muni vinna í því að bæta þá leikmenn sem að fyrir eru, Klopp á svosem inni kredit fyrir því en mig minnir að Klopp hafi einmitt sagt að hann hafi ekki stuðað hópinn nóg þegar hann var spurður útí hvað hafi gerst á síðasta tímabilinu hans með Dortmund (ekki nákvæmlega hans orð en las það eitthverstaðar að hann hefði sagt eitthvað í þá áttina, set smá fyrirvara á það), það verður ekkert hrun hjá LFC eins og varð þar en við stuðningsmennirnir erum auðvitað desperate í að klúbburinn nái að taka þetta eina skref í viðbót og landa deildinni.Þetta lítur bara hættulega út varðandi aukinn leikjafjölda og meiðsli, aukinn leikjafjöldi þýðir einfaldlega fleiri meiðsli (mín skoðun) ofaná það bætist stutt sumarfrí fyrir hina heilögu þrenningu þarna frammi, auk þess að sumir af back up leikmönnum í þessum hóp eiga meiðslasögu sem að gefur ekki tilefni til bjartsýni hvað þá varðar. Ef LFC byrjar mótið vel þá gleymist þetta kannski fljótt, vona að meiðsli verði í lágmarki og gefi svigrúm til að rótera nægilega til að ráða við aukið leikjaálag. Þetta er á endanum nánast sami hópur og náði þessum árangri á síðasta tímabili og af hverju ekki aftur þrátt fyrir aukið álag, við verðum bara að treysta því og treysta Klopp og co.

    3
  23. Bæ, bæ Shagiri. Taktu meiðslapésana Ox og Lalana með þér.

    1
  24. Klopp gaf það út í mars eftir Bayern leik að þetta snýst um að ná kjarna saman halda honum og bæta hann og gaf hann til kynna að það væri ekki verið að fara að versla neitt í sumar. Það tóku ekki margir eftir þessum umælum enda svifum við á bleiku ský þá en hann virðist vera með ákveðna hugmyndafræði í gangi sem hann fer eftir.

    Mér hlakkar til að sjá hvernig Liverpool spilar út úr þessu og það hræðir mig ekkert að önnur lið eru að styrkja sig því að ég tel að Liverpool liðið bara með því að halda í svipaðan kjarna muni verða betra.

    YNWA

    4

Adrian nálgast Liverpool

Opinn þráður – Silly Season