Þetta er a.m.k. ekki jafn slæmt og orðrómur var um í dag.
Jürgen Klopp has confirmed @Alissonbecker will be sidelined for ‘the next few weeks’ due to the calf injury he sustained on Friday.
— Liverpool FC (@LFC) August 12, 2019
Liverpool er í smá markvarðakrísu og hefur af þeim sökum samið við Andy Lonergan út tímabilið, markmannin sem fór með liðinu til Bandaríkjanna í sumar.
Vonum að Alisson verði kominn eftir fyrsta landsleikjahléið. Þetta er rosalegt tækifæri fyrir Adrian, svo mikið er víst.
Þetta eru ekki svo slæmar fréttir.
Einfaldlega tognun á kálfa og í besta falli góður eftir 2 vikur og í versta falli 8 en oftast er þetta í kringum 4 vikur.
Að missa hann er samt ömurlegt en það mun hafa mikil áhrif á hvernig við spilum og það verður aðeins meira óöryggi í varnarleiknum en Adrian er reynslumikill og hefur líklega á ferlinum aldrei haft eins góða vörn fyrir framan sig.
Missir af Chelsea í Super Cup og líklega Southampton úti leik, Arsenal heimaleik og Burnley úti leik en vonandi klár í Newcastle eftir landsleikja hlé 14. sept
Hef sjaldan vonast eftir landsleikjahléi eins heitt og núna… Helst fjögurra vikna hléi!