Í færslunni hér fyrir neðan er að vinna Gullkastið sem kom um miðnætti í gær – mæli með því að allir hlusti á það!
Líkt og fram kom í byrjun tímabils er kop.is með innbyrgðis deild í Fantasy leiknum vinsæla þar sem nokkrir af pennum síðunnar reyna, með litlum árángri miðað við fyrstu umferðir, að sýna hvað við vitum mikið um fótboltan sem endar svo líklegast á því að lesendur sigra með yfirburðum.
Nú er þó ekki aðeins hægt að vinna heiðurinn á því að sigra þá penna síðunnar sem tóku þátt því við höfum fengið sigurverðlaun frá Bk Kjúkling á Grensásvegi og mun sá aðilli sem vinnur hvern mánuð fyrir sig (það er að segja ekki sá sem er efstur í deildinni eftir hvern mánuð heldur sá sem fær flest stig í hverjum stökum mánuði þannig það er aldrei of seint að skrá lið til leiks.) vinna tvær máltíðir. Við munum fara yfir stöðuna í deildinni nokkrum sinnum í vetur og tilkynna hverjir eru sigurvegarar hvers mánaðar en eins og er vermir Hallveig Sigurbjörnsdóttir efsta sæti deildarinnar eftir að hafa veðjað á tvo stigahæstu leikmenn síðustu umferðar í þeim Teemu Pukki og John Lundstram. Tvær umferðir eftir í þessum mánuði og því nóg af stigum eftir í pottinum.
Kóðinn í deildina er 7o0apm og er hægt að skrá sig í deildina hér.
ætla bara henda þessu hér inn
https://www.youtube.com/watch?v=zhNMQOge6cE
Mér leist nú ekkert á þetta vídjó í upphafi en þetta er hrikalega fyndið ef maður horfir á þetta í gegn ?
Haha já það er húmor og gleði þarna
Vel gert Hannes, djöfull hlakkar mig til að mæta til ykkar og fara yfir gengi Everton með pabba þínum eftir að ég rúlla upp þessari deild. 🙂