Fantasy deild Kop.is

Í færslunni hér fyrir neðan er að vinna Gullkastið sem kom um miðnætti í gær – mæli með því að allir hlusti á það!

Líkt og fram kom í byrjun tímabils er kop.is með innbyrgðis deild í Fantasy leiknum vinsæla þar sem nokkrir af pennum síðunnar reyna, með litlum árángri miðað við fyrstu umferðir, að sýna hvað við vitum mikið um fótboltan sem endar svo líklegast á því að lesendur sigra með yfirburðum.

Nú er þó ekki aðeins hægt að vinna heiðurinn á því að sigra þá penna síðunnar sem tóku þátt því við höfum fengið sigurverðlaun frá Bk Kjúkling á Grensásvegi og mun sá aðilli sem vinnur hvern mánuð fyrir sig (það er að segja ekki sá sem er efstur í deildinni eftir hvern mánuð heldur sá sem fær flest stig í hverjum stökum mánuði þannig það er aldrei of seint að skrá lið til leiks.) vinna tvær máltíðir. Við munum fara yfir stöðuna í deildinni nokkrum sinnum í vetur og tilkynna hverjir eru sigurvegarar hvers mánaðar en eins og er vermir Hallveig Sigurbjörnsdóttir efsta sæti deildarinnar eftir að hafa veðjað á tvo stigahæstu leikmenn síðustu umferðar í þeim Teemu Pukki og John Lundstram. Tvær umferðir eftir í þessum mánuði og því nóg af stigum eftir í pottinum.

Kóðinn í deildina er 7o0apm og er hægt að skrá sig í deildina hér.

 

4 Comments

    • Mér leist nú ekkert á þetta vídjó í upphafi en þetta er hrikalega fyndið ef maður horfir á þetta í gegn ?

      2
  1. Vel gert Hannes, djöfull hlakkar mig til að mæta til ykkar og fara yfir gengi Everton með pabba þínum eftir að ég rúlla upp þessari deild. 🙂

Gullkastið – Ljótu sigrarnir flottir

FSG stefna á að stækka Anfield