Opinbera heimasíða félagsins gaf í dag út yfirlýsingu þess efnis að núverandi samningur er varðar stækkun Anfield fái að renna sitt skeið núna í september þar sem vinna er hafin við nýtt samkomulag sem miðar að því að fjölga sætum á Anfield ennfrekar en upphaflega var áætlað. Völlurinn tekur í dag 54.074 áhorfendur sem er auðvitað allt of lítið. Núverandi samþykki leyfði 4000 sæti í viðbót þannig að það er mikið fagnaðarefni að FSG stefni á að fjölga sætum umfram 60.000.
Andy Hughes sem sér um þessar framkvæmdir fyrir félagið sagði þetta um málið
„The progress that has been made during ongoing feasibility studies has resulted in us being in a position to allow the outline planning permission to lapse. We are committed to working with local residents, planning officials and others as we now focus on the detail behind any proposed redevelopment for Anfield Road.
“Throughout this process we have been clear that our objective is to find the best possible solution for Anfield Road and that remains the case.“
Liverpool hefur verið á eftir í þessum efnum of lengi og það skiptir töluverðu máli fjárhagslega, svo ekki sé talað um hvað þetta takmarkað aðgengi okkar að vellinum. Old Trafford tekur sem dæmi 75,731 áhorfendur og hefur gert í þó nokkurn tíma. Emirates (60,260) og Tottenham völlurinn (62,214) eru byggðir með öll nútíma sjónarmið í huga og mala gull þannig. Man City er einnig með nýjan völl en þarf alls ekki fleiri sæti en þau 55,097 sem þeir hafa á Etihad.
Vonandi fara bretarnir svo að taka Safe Standing möguleikann í sátt. Útiliðin standa t.a.m. jafnan allan leikinn á öllum leikjum í deildinni.
Þetta er auðvitað gríðarlega flókið verkefni sem þarf að vinna með nærumhverfinu sem og auðvitað fjármagna. Það tók ekki nema 20 ár að hefja framkvæmdir á Main Stand sem eru að flestum taldar hafa tekist mjög vel og því verður spennandi að sjá hvað þeir ná að gera við Anfield Road End. Það hjálpar auðvitað núna að megnið af forvinnunni er búin, t.a.m að kaupa upp götuna sem liggur meðfram stúkunni og endurskipuleggja hverfið sem var sannarlega komið á tíma.
Algjörlega frábært og hrikalega spennandi. Auðvitað átti Liverpool að gera þetta fyrir löngu síðan en ég fagna öllu svona.
Virkilega gott að þeir ætli að stækka komast færri að en vilja og þetta kemur með auka tekjur.
En að öðru hvað er í gangi með Keita nú er maður að heyra að þeir vita ekkert hvenær hann er væntanlegur hvernig meiðsli eru þetta hjá honum eiginlega algjörlega ömurlegt að missa leikmann af hans gæðum þegar hann er í standi þaes.
Klopp biðlar til okkur stuðningsmanna að kyrja söng um Ox. Þetta yrði svona í stíl við Richy Sheehy útgáfuna í fyrra… Væri nú ekki leiðinlegt að sjá forsjármenn þessarar síðu syngja þetta um Alex við Village People lagið. Guð minn góður. Hinn stórfrægi bílskúr SSteins hlýtur að bjóða upp á props fyrir Magga og Einar Matthías og málið græjað fyrir leikinn á morgun.
https://www.youtube.com/watch?v=CS9OO0S5w2k
Alex, you came young to the club.
We say, Alex, you came here to the top!
We say, Alex, now there’s nothing to stop!
You will always … score more goals.
Young man, you are at the right place.
We say, young man, you’re here for the grace.
You can stay here, and we’ll sure you will find
Many ways to have a good time.
It’s fun to watch for the A-L-E-X
It’s fun to watch for the A-L-E-X
You have everything for us folks to enjoy
and we all know what you can do, our boy.
It’s fun to watch for the A-L-E-X
It’s fun to watch for the A-L-E-X
You can score us some goals, you can lighten our souls
You can do whatever you feel …
Young man, are you listening to us?
We say, young man, do you feel the buzz?
It’s fun to watch the A-L-E-X