Fyrsti stórleikur tímabilsins hjá okkar mönnum var enn einn þægilegur heimasigurinn gegn Arsenal og með honum er ljóst að Liverpool endar þriðju umferð í efsta sæti, eina liðið með fullt hús stiga. Man City er komið í annað sætið og spurning hvort þau fari nokkuð úr þessum efstu tveimur sætum það sem eftir lifir móts?
Það er stundum ágætt að staldra aðeins við og njóta þess hversu fáránlega gaman það er að eiga Liverpool lið sem er þetta miklu betra en Arsenal, stórsigur á móti þeim er ekkert tiltökumál og þessi var síst of stór. Það var engu líkara en að George Graham hefði tekið við liðinu aftur enda mættu þeir á Anfield til að pakka í vörn með tvo fljóta hlaupara frammi. Emery hefur verið gagnrýndur fyrir að spila með tígulmiðju og skilja eftir rosalegt pláss fyrir bakverði Liverpool en málið er að sama hvernig hann hefði lagt þetta upp hefði Liverpool líklega fundið leið til að láta þá ákvörðun líta illa út. Það besta við að vinna Arsenal svona afgerandi er að stuðningsmenn þeirra voru nokkuð sáttir með frammistöðu sinna manna (þannig séð) og ekki stærra tap. Það er ekkert svo langt síðan hlutiskipti þessara liða var á hinn vegin.
Það vantar vissulega nokkra lykilpósta í lið Arsenal og þeir ættu þrátt fyrir þennan ósigur að geta gert góða atlögu að Meistaradeildarsæti. Framlínan er alvöru, miðjan er ekkert algalin en vörnin er það hinsvegar, sérstaklega án Bellerin og Kolasinac.
Maður leiksins var klárlega Maggi okkar sem var gestur í setti Símans með Einari Erni Jónssyni Arsenalmanni. Leikur Liverpool var í kjölfarið á leik United fyrr um daginn og var unaðslegt að sjá bitra stuðningsmenn þeirra væla í fullri alvöru yfir því að fulltrúi Liverpool í setti væri merktur sínu liði (á verulega látlausan hátt).
Man City ætlar að verða álíka áhugavert og á síðasta tímabili, nenni ekki fyrir mitt litla líf að horfa á þessa leiki hjá þeim en sá vissulega þennan rosalega hamar frá Harry Wilson gegn þeim úr aukaspyrnu. Sá er að byrja flott í Úrvalsdeildinni, strax kominn með tvö mörk úr langskotum. City sundurtætti Tottenham um síðustu helgi en tókst samt að tapa stigum sem er frábært mál en það er ljóst að þeir munu ekkert gefa eftir í vetur.
Ole Gunnar Solskjaer missti aðeins tökin á stýrinu um helgina og hjólaði ofan í skurð. Hann er í töluverðum mótvindi með United liðið um þessar mundir og hefur aðeins unnið þrjá af síðustu tólf leikjum liðsins. Það er grafalvarlegt og ljóst að hann má ekki við öðrum fjórum stigum af níu mögulegum úr næstu þremur leikjum. Tveir af þeim eru úti gegn Southamton og West Ham en á milli eiga þeir heimaleik gegn Leicester.
Jafntefli úti gegn Wolves er engin hörmung í dag, Úlfarnir eru að hirða fullt af stigum af toppliðunum en leikurinn gegn Palace gat ekki verið mikið meira pirrandi fyrir United menn. Þeir voru svo hrottalega að yfirspila Hodgson og félaga fyrstu 25 mínúturnar að ég setti fimm pund á að þeir yrðu búnir að skora fyrir 40.mínútu. Þá loksins komast Palace í fyrsta skipti yfir miðju (eftir útspark), Lidelof tapaði skallaeinvíginu og Maguire kunni ekki rangstöðuregluna, BOOM, 0-1.
Það er segir svo töluvert um gengi United núna undanfarið að þeim tókst að tapa leiknum þrátt fyrir að hafa jafnað á 88.mínútu. David De Gea alls ekki með merkilega takta þar þó hafa beri í huga að varnarmenn United voru ekkert að hjálpa honum. Málið er að þetta eru færin sem hann var alltaf að verja og var fullkomlega óþolandi góður.
James was minding his own business, celebrating and wasting time to get a draw, Rashford and Martial pulled him back to secure the L. pic.twitter.com/ArEmLRIcno
— Vinay (@semperfiutd) August 25, 2019
Everton tapaði föstudagsleiknum gegn nýliðum Aston Villa sem var hressandi en Tottenham toppaði það með því að tapa heima gegn Newcastle sem fellur í vor. Hrikalega vont tap hjá Spurs eftir sterkan punkt gegn Man City síðustu helgi. Þeir eru þar með strax komnir fimm stigum á eftir Liverpool. Enginn munur auðvitað en ekki gott eftir þrjár umferðir.
Þetta var helgi upp á 9,0 og ljóst að tímabilið fer eins vel af stað og maður þorði að vona. Liverpool á auðvitað mikið meira en nóg inni, þó það nú væri í lok ágúst.
Minnum að lokum á Facebook síðu Kop.is. Ætlum vera töluvert virkari á okkar samfélagsmiðlum á þessum tímabili þannig að endilega fylgið okkur þar líka. Vorum einmitt í kvöld að klúðra tæknimálum fyrir live útsendingu á Facebook sem vonandi verður komið í lag annað kvöld. Óli Haukur er sveittur að finna út úr þessu.
Lúxus byrjun hjá okkar frábæra liði.
Náði ekki að horfa á leikinn vegna vinnu en var einhvern veginn ekki stressaður fyrir þessum leik, get alveg vanist því.
Takk kærlega fyrir þetta yfirlit. Nauðsynlegt að fara yfir hlutina. Flest jákvætt í byrjun móts…
… efstir í deildinni
… tveggja stiga forskot eftir 3 leiki
… 9 mörk skoruð
… markaskorun dreifist
… miðjan batnar í hverjum leik
Er pínu hugsi og tek því byrjuninni með passlegum látum…
… í deildinni höfum við spilað gegn liðum sem við vinnum nánast alltaf
… MC finnst mér óþægilega sterkir
. .. Liverpool vann ekki eina leikinn gegn MC fram að þessu (Cs fyrst í byrjun ágúst). Man ekki betur en sl vetur hafi niðurstaðan í deild verið jafntefli og tap
… liðið fær á sig mark í hverjum leik
… enn finnst mér vörnin nokkuð opin
…. en þar fyrir utan er liðið okkar gjörsamlega frábært
Sælir félagar
Ég var að loksins horfa á leikinn á LFCTV og niðurstaða mín er klár. Liverpool var klassa betra allan leikinn og þó andstæðingurinn hafi potað inn marki í leikslok var sigurinn í þessum leik afar verðskuldaður. Að mínu viti hefði Liverpool átta að vera með amk. 3 leikmenn ef ekki 4 í liði vikunnar. Matip, Virgil,Mo Salah og Firmino hefðu allir verðskuldað að vera þar. Yfirburðir liðsins voru miklir og miklu meiri en markatalan segir til um. Liðið er verðskuldað á toppi deildarinnar og ég óska okkur stuðningmönnum til haminju með okkar frábæra lið.
Það er nú þannig
YNWA
Ójá, þetta var helgi upp á 9. Jafnvel 9,5!
Það er bara hægt að ætlast til þess að Bournemouth nái stigi af ljósbláa olíuveldinu, slíkur er munurinn á þeim tveimur EN það að spurs hafi tapað heima gegn Newcastle og þessi töp hjá everton og manjú eru bara svo hryllilega skemmtileg.
Svo megum við ekki horfa framhjá því að við erum ekkert komnir með alla stimplana í gang hjá okkur. Erum búnir að virka pínu shaky aftast (miðað við í fyrra) og svo er Adrian ekki Alisson þó svo að hann sé greinilega hinn fínasti keeper.
Það er alveg meiriháttar að fá viku á milli leikja núna plús landsleikjahlé. Vonandi mun sá tímarammi fara langleiðina með að tryggja endurkomu á okkar frábæra markverði.
Vikulokin er flott orð. En vikulokin segja okkur einfalldlega eitt, það verða áfram 2 lið í baráttu um England, manc og Liverpool. Bara spurning hver gerir meiri mistök á komandi mörgum leikjum. Við erum að sjá lið tapa á heimavelli, sem spáð var sem stórliðum, það fyrir liðum low og lowest. Svo er þessi enski bolti algerlega óútreiknanlegur, sem aftur gerir hann svona spenene. Burnley næstu helgi, svona smá bras í byrjun, en svo siglum við þessu í næstu höfn. Fúlar fréttir af Klopparanum okkar, eiginlega hundfúlar, ungur maðurinn að tala um möguleika á fríi, hver þarf frí. Ekki að segja að hann sé í auðveldasta jobbinu, en sæmilega eazy um þessar og komandi mundir, joke.
YNWA
Það er einmitt málið. Klopp verður ekkert í 33 ár eins og gamli farturinn með rauða nefið. Hann er 6-7 tímabilaþjálfari og LFC þurfa að vinna tímanlega i því að taka næstu skref i þessum efnum. Margir tala um SG8 sem næsta en eg hef mínar efasemdir um hann sem fullmótaðan í starfið. Á meðan við erum heitari en flestir aðrir og ríkjandi Evrópumeistarar að þá erum við LOKSINS búnir að taka manhju í nefið í treyjusölu!
https://www.liverpoolecho.co.uk/sport/football/football-news/liverpool-man-united-kit-deal-16823487.amp?__twitter_impression=true