Loksins er landsleikjahléið búið og Liverpool er að mæta aftur til leiks þegar Newcastle heimsækir Anfield eftir tæpan klukkutíma. Klopp hefur valið liðið sem byrjar leikinn í dag en tvær breytingar eru á liðinu sem byrjaði 3-0 sigurleikinn gegn Burnley í síðustu umferð.
TAA – Matip – VVD – Robertson
Wijnaldum – Fabinho – Chamberlain
Salah – Origi – Mane
Bekkur: Kelleher, Gomez, Lallana, Milner, Henderson, Shaqiri, Firmino
Firmino spilaði með Brasilíu fyrir nokkrum dögum síðan en Fabinho ekki áður en þeir þurftu að fljúga langa leið til baka, hann sest á bekkinn ásamt Jordan Henderson sem spilaði báða leikina fyrir England. Origi kemur í framlínuna og Chamberlain byrjar sinn fyrsta leik á Anfield síðan í apríl 2018.
Öflugt lið þrátt fyrir tvær breytingar og sterkur bekkur. Yrði flott að setja tóninn aftur strax eftir þetta hlé og næla í örugg og góð þrjú stig í viðbót.
Var á næturvakt í nótt sem leið, beið með að fá lineuppið áður en ég færi að sofa. Vonandi bíður mín flugelasýning þegar ég horfi á leikinn eftir að ég fer á fætur seinna í dag 🙂
Flott lið en mér finnst Big Shaq svolítið mikið sveltur hjá okkur. Býr meira að baki væntanlega en hæfileikarnir eru til staðar.
Hvar eru menn að finna acestream linka í dag?
Þetta er ekki að virka
Flottur MANÉ!!
Til hvers í fjandanum er VAR ef Matip fékk ekki víti þarna
Til hvers er VAR í enska boltanum ef það á ekki að nota það??
Og í þessum töluðu orðum skorar oh oh Mané Mané!
Koma svo rauðir keyra yfir þetta drasl!
Mané flottur
Geggjað mark hjá Mane, en ótrúlegt að Matip hafi ekki fengið víti. Varnarmaðurinn heldur utan um hann
https://www.soccerstreams100.com/
Manéé! Bobby strax með stoðsendingu
My man Mané strikes again. What a Mané!
YNWA
Akkurat svarið sem maður vill sjá eftir þetta mark sem við fengum í andlitið í byrjun leiks.
Fabinho frábær í fyrri hálfleik, elska þennan leikmann.
Hvaða rugl sending frá Firmino var þetta frábært mark hjá Salah
Sendingin frá Firmono… Það eru 11 snillingar í þessu liði og við elskum þá alla. Ekki hægt að toppa þetta.
Uss þvílíkt spil hjá Bobby og Mo og búmm 3-1. Geggjað mark!
YNWA
Ætli Klopp taki Mane útaf í síðustu skiptingunni?
Solid performance ekkert annað og algjörlega eftir plani.
Firmino á öðru leveli og Mané frábær
Þvílík smíð. Hjá Klopp og leikmönnum. Lendum undir. No problem. Virðumst ósigrandi. Sama hvaða liði er stillt upp. On we go. On we go to glory.
Sæl og blessuð.
Baneitruð blanda, sem þetta lið okkar er. Fáránlega góðir í langflesta staði. Firmino er óvænt maður leiksins – óvænt því hann átti auðvitað ekki að koma inn á fyrr en í síðari hálfleik Mané og Salah – báðir stórbrotnir, með 9 í einkunn en Firmino með 9+.
Hnjúkaselið er miklu öflugra en ég hélt í upphafi móts, og þeir eiga eftir að gera toppsexliðum skráveifu. Vörnin okkar átti í basli með þá og stöku sinnum hefði getað farið illa. En auðvitað hefði sigurinn bara átt að verða stærri – ekki spurning með það, því mistækur markvörður þeirra svart/hvítu bjargaði oft á undraverðan hátt.
En metin falla hvert af öðru – sigurlotan sæl og ný!!!
Fullt hús stiga eftir 5 leiki, það gerist ekki betra.
Þeir vita að það má ekki tapa mörgum stigum ef við eigum að taka bikarinn í ár og þeir byrjar þetta tímabil af krafti.
Þessi sóknarlína er svo geggjuð, Mane, Salah skora mörkin og meistari Firmino sér um samspilið.