92. mínútur á klukkunni, Liverpool 1-0 yfir Callejón kemur með fyrirgjöf úr djúpinu. Milik nær að losa sig frá Dejan Lovren sem var nýkominn inná sem varamaður. Milik þarf að teygja fótinn á eftir boltanum en nær að drepa hann fyrir framan sig við markteiginn. Hann nær að koma sér í jafnvægi og skýtur… en Alisson gerir sig stóran og ver boltann. Liverpool áfram, komnir upp úr riðlinum!
Þannig var eitt mikilvægasta mómentið í leið Liverpool að Meistaradeildartitlinum í fyrra. Nú er hinsvegar komið að því að Meistaradeildin hefjist á nýtt og Evrópumeistararnir mæta í bikarvörnina sína á kunnuglegum slóðum á San Paolo vellum gegn Napoli. Því miður gat Einar Mattías ekki tekið að sér Evrópuupphitun í þetta skiptið en fyrir þá sem vilja vita allt um sögu Napoli, pizzugerðar og borgarinnar geta þeir lesið upphitun hans frá því í fyrra hér, það er nefninlega svo gott við söguna að hún er lítið í því að breytast. Upphitunin verður kannski aðeins í styttri kantinum í dag þar sem ég var að standa í fluttningum í gær og var að koma tölvunni í gang og byrja að skrifa aðeins seinna en ég er vanur.
Napoli liðið var einnig með okkur í riðli í fyrra og unnu leikinn á San Paolo 1-0 í október í fyrra en riðillinn endaði svo á úrslitaleik milli liðanna á Anfield þar sem Liverpool hefndi fyrir og unnu þar 1-0 þar sem Alisson bjargaði okkur á ögurstundu og sendi Napoli í Evrópudeildina. Þar komust þeir í átta liða úrslit eftir að hafa meðal annars slegið út Red Bull Salzburg, sem eru einnig með okkur í riðli í ár. Þeir féllu síðan út gegn Arsenal samanlagt 3-0 í átta liða úrslitum. Í sumar var lítið um brottfarir frá Napoli, þar helst fór Raúl Albiol heim til Spánar þar sem hann samdi við Villareal. Þeir gerðu hinsvegar tvö stór kaup. Annarsvegar Kostas Manolas frá Roma og hinsvegar Hirving Lozano frá PSV báðir á rúmlega þrjátíu milljónir punda. Það varð þó ekkert af drauma viðskiptum eigandans í sumar en De Laurentiis talaði nokkrum sinnum í sumar um drauma sína að fá James Rodriguez til félagsins en það gekk ekki eftir.
Það besta sem Napoli gerði í sumar var samt að halda Dries Mertens sem hefur á undanförnum árum fengið gylliboð frá Kína en hann hefur byrjað tímabilið vel og er með þrjú mörk í þremur leikjum og er nú aðeins þremur mörkum frá því að jafna markafjölda Diego Maradonna fyrir Napoli og tíu mörkum frá því að verða markahæsti leikmaður félagsins frá upphafi, met sem er í eigu Marek Hamsik eins og er en hann nær ekki að bæta við sinn markafjölda eftir að hafa tekið kínagullinu.
Byrjun tímabilsins hjá Napoli hefur verið undarleg. Eftir þrjár umferðir eru þeir með sex stig og búnir að skora níu mörk, sem væri hrikalega góður árangur ef þeir væru ekki búnir að fá á sig sjö á hinum enda vallarins og með sóknarþunga Liverpool gæti þetta orðið mikill markaleikur. Þeir hófu tímabilið á 4-3 sigri gegn Fiorentina og fylgdu því eftir með 4-3 tapi gegn Juventus áður en þeir unnu Sampdoria 2-0 eftir landsleikjahlé. Það er lítið um meiðlsi innan herbúða Napoli, áðurnefndur Milik hefur verið frá en mun hefja æfingar í vikunni en Mertens mun alltaf byrja leikinn hvort sem er. Íslendingabaninn Elseid Hysaj hefur átt í einhverjum vandræðum eftir að hann kom aftur eftir landsleikjahlé en hann hefur misst sæti sitt til Giovanni Di Lorenzo en mikilvægast er að Lorenzo Insigne meiddist í landsleikjahléinu einnig og missti af seinni leik Ítala en spilaði síðasta korterið gegn Sampdoria um helgina og verður því líklegast klár á morgun.
Þá að okkar mönnum sem komu sér í góða stöðu með sigri á Newcastle um helgina meðan City tapaði sínum leik og erum við nú með fimm stiga forskot eftir fimm umferðir heima fyrir og leggjum því af stað í Meistaradeildina fullir sjálfstrausts. Divok Origi varð fyrir einhverju hnjaski í byurjunleiks gegn Newcastle og er augljóst að hann er meiddur þar sem hvorki hann né Naby Keita ferðuðust með liðinu til Ítalíu. Verri fréttir eru hinsvegar þær að Andy Robertson æfði ekki með liðinu áður en þeir fóru af stað en hann er þó í 20 manna hóp og vill Klopp meina að fjarvera hans hafi aðeins verið fyrirbyggjandi en ekki láta ykkur koma það á óvart ef Joe Gomez eða James Milner byrji leikinn í vinstri bakverði.
Í fyrra gekk skelfilega á útivelli í Meistaradeildinni í riðlinum, töpuðum öllum leikjunum okkar og rétt slefuðum upp úr riðlinum áður en við urðum svo besti lið í heimi! Í ár fengum við léttari riðil og sigur í leiknum á morgun getur komið okkur í lykilstöðu að tryggja farmiða í sextán liða úrslit snemma og geta þá nýtt hópinn betur í loka leiki riðilsins.
Ég á ekki von á miklum breytingum fyrir leikinn á morgun og Klopp mæti með frekar sterkt lið til leiks en gæti séð Joe Gomez fá að spreyta sig annaðhvort í vinstri bakverðinum ef Robbo spilar ekki annars í sinni stöðu í miðverðinum og ég gæti vel séð Milner fá byrjunarliðssæti á miðjunni.
Ef þetta yrði raunin fengju Matip og Fabinho hvíld, ásamt Oxlade Chambarlain en Fabinho kæmi þá hress inn í Chelsea leikinn um næstu helgi og hópurinn aðeins notaður.
Ég held að við fáum umtalsvert betri leik á Ítalíu í ár en í fyrra. Napoli liðið virðist hennta okkur illa en þetta Liverpool lið virðist vera betra í að leysa þau vandamál sem koma upp á vellinum en það lið sem við horfðum á fyrir aðeins ellefu mánuðum síðan. Við sjáum liðið vinna allskonar mismunandi sigra hvort sem það er gegn varnarsinnuðum eða sóknarsinnuðum liðum, hvort sem við komumst yfir eða lendum undir og því er bjartsýnin mikil hjá mér fyrir þennan leik. Ætla að segja að við vinnum 4-2 í háspennu leik og tippa á að við sjáum fyrstu mínútur Shaqiri á tímabilinu á morgun eftir að hann hafnaði að fara með svissneska landsliðinu til að berjast fyrir sæti sínu hjá Liverpool!
Sælir félagar
Ég spái erfiðum leik með fáum mörkum. Napoli menn munu leggja strætónum og það verður mjög erfitt að brjóta þá á bak aftur en það tekst þó í lok fyrri hálfleiks. Við munum svo skora annað í upphafi seinni og staðan orðin 0 – 2. Þá tryllast Ítalirnir og spila bullandi sóknarbolta en Virgillinn og félaga halda þeim niðri þangað til í blá lokin að þeir ná að setja eitt á okkur. Lokatölur 1 – 2 og við sáttir en þeir ekki.
Það er nú þannig
YNWA
Verð erlendis á morgun og vantar gott streymi á leikinn. Er einhver með góðan hlekk á gott steymi þá væri ég þakklátur ef sá hinn sami myndi deila því hér.
Í þau fáu skipti sem mig hefur vantað stream hef ég fundið þau gegnum reddit soccer streams það detta inn tugir streama þar rétt fyrir leik
Adrian, Gomez, Lovren, VVD, Milner, Henderson, AOC, Lallana, Mane, Salah og Firmino. Þreföld skipting á 60.min; Shaq, Fab og Gini inná fyrir Skytturnar Þrjár. Jafntefli flott, sigur væri bónus.
Kudos Hannes
Einn af fáum leikjum tímabilsins þar sem jafntefli væri engin heimsendir þó maður heimti auðvitað alltaf sigur. Liverpool ætti að koma í miklu betra standi inn í þessa keppni núna en fyrir ári síðan. Útileikirnir voru alveg bless hjá Liverpool þar til við félagarnir skelltum okkur til Munchen til að fara yfir þetta.
Þessi völlur er horbjóður, magnað hvernig þeir náðu að hafa grasið svona lélegt á svipuðum tíma í fyrra og m.v. fréttir af framkvæmdum á vellinum gerir maður sér ekki vonir um að hann sé í mikið betra standi núna.
Stuðningsmenn Liverpool eru þegar farnir að lenda í árásum frá heimamönnum sem eru það varasamir að það er í raun fáránlegt að ítölsku liðin fái ár eftir ár að taka þátt og spila á heimavelli.
Fyrir ári voru PSG og Napoli stóru andstæðingarnir í riðlinum, núna er Napoli leikurinn sá langstærsti og væri frábært að klára hann og þennan riðil í heild sem allra fyrst til að dreifa álaginu betur í desember.
Held að Klopp róteri aðeins.
Gæti séð kappa eins og Shaqiri, Lallana og Gomez byrja þennan leik.
Fréttir af Andy sé tæpur og því líklegt að Millner dettur í vinstri bakvörð og Henderson byrjar allan daginn eftir hvíld í síðasta leik.
Sæl og blessuð.
Vil helst ekki bera fram postulínið í þessum leik. Betra að leyfa rustunum að spreyta sig og sjá hvað kemur út úr því. Illa slegið gras, rasískir bavíanar á bekkjum, hnífar, blys og tveggja fóta tæklingar. Úff. Vil helst að mitt fólk sleppi fyrst og fremst óskaddað úr þessari rimmu með stig í farteskinu. Það dugir alveg að sinni!
Klopp med nanast sitt besta lid i dag nema Wijnaldum og ætlar ad vinna leikinn sem er gott. Vinna i kvold og svo Salzburg og Genk tvisvar og helst vinna ridillinn i fjórum leikjum og hvila nanast alla i síðustu tveimur leikjunum væri draumur.
Vinnum i kvold 1-4 Salah, firmino, Mane og Dijk med morkin
Það er búið að loka á reddit. Er einhver með góðan hlekk á leikinn Hangi einn á hóteli í Madrít og missi af leiknum.