Loksins er meistaradeildin mætt aftur og Liverpool á þar bikar að verja!
Klopp gerir þrjár breytingar á liðinu sem lagði Newcastle um helgina. Vörnin er óbreytt en inn koma Milner og Henderson á miðjuna (í stað Gini og Ox) og Firmino kemur inn í stað Origi sem meiddist gegn Newcastle.
Liðið er sem hér segir:.
TAA – Matip – VVD – Robertson
Milner – Fabinho – Henderson
Salah – Firmino – Mane
Bekkur: Kelleher, Gomez, Lallana, Gini, Oxlade, Lovren, Shaqiri.
Öflugt lið og sterkur bekkur. Yrði flott að sækja þrjú stig í þessum leik – en liðið á inni talsvert betri frammistöðu en það sýndi á sama velli fyrir ári síðan.
Koma svo!
YNWA
Fyrir þá sem hafa gaman að veðja á leiki þá er Virgil Van Dijk að skora með skalla 17 á móti einum….eða á góðri íslensku No Brainer….hehe
Tippa á 2-2, finnst þessi Insigne helv. góður, þeir verða síðan malaðir á Anfield.
Mjög áhugaverður leikur við vorum lélegir á móti þeim þarna fyrir ári siðan og reyndar í öllum útileikjunum i meistaradeildinni….við erum bara mikklu betri núna og væri mjög gott að ná í 3 stig og létta þannig pressuna strax i riðlinum….held þetta verði erfiður leikur en vonandi góð úrstlit…
Vantar hlekk á streymi. Er einhver góðhjartaður þarna úti sem getur hjálpað?
það var einhver sem benti á reddit soccer streams, ég nota mamahd.org
footybite.com
Engin Brewster í hope, same fékk hann bara 15-20 múnútur í leik U23 í síðustu viku, skrítið. Ég hefði verið til í að sjá hann á bekk og fá nokkrar múnútur í þessum leik.
Er sjónin að svíkja mig, eða er alveg hellingur af tómum sætum á vellinum?
Hefði haldið að það væri uppselt á leikinn ?
Fullt af tómum sætum, alveg rétt hjá þér Hafliði !
skipunin hjá napoli er að sækja upp kantana, nota breiddina og gefa svo fyrir á framherja þeirra. Við erum ekki alveg byrjaðir í þessum leik, vantar aðeins uppá ákafann og ákveðni hjá okkar mönnum. Vonum að þetta breytist þegar líður á leikinn.
http://theriser.info/napoli-vs-liverpool-preview-team-news-prediction-line-ups-head-to-head-and-kick-off/
Þetta er mjög solid framistaða hjá okkar mönnum gegn Napoli. Þetta er gott lið með skipulagða vörn og hættulega framlínu. Við höfum verið þéttir varnarlega og höfum verið hættulegir sóknarlega þar sem við höfum fengið nokkur færi og ef Salah hefði ekki verið svona heiðarlegur þá hefðu við jafnvel geta fengið víti.
Þessi leikur er 10x betri en leikurinn sem við spiluðum við þá á útivelli á síðastu leiktíð og held ég að við eigum enþá eitthvað inni. Ég er nokkuð viss um að við eigum eftir að fá mark í þennan leik og spái ég að Mane skorar það.
YNWA
Mér finnst bara ekkert solid við þessa frammistöðu, og við bara heppnir að vera ekki undir, vörnin ekki eins sterk og áður og við ekki eins beittir frammi. Ég sé mark koma frá napoli, því miður, vona samt að ég hafi rangt fyrir mér
Þvílíka varslan!! En við þurfum að rífa okkur í gang!
Svaka varsla hjá Adrian. Hélt að þessi væri inni. Take a bow son!
Þetta ömurlega napoli lið gerir ekki annað en að liggja í grasinu og vælandi um gul spjöld á leikmenn LFC. Þvílíka draslið sem þetta lið er.
Sammala…meiru pappakassarnir
Ég held að þessi ágæti dómari sé að missa tökin á leiknum
Mætti ég fá Gini inn f Milner takk.
Við hljótum að skora
Takk fyrir.
kvöldið er einhver með link á leikinn
Enginn framherji á bekknum til að brjóta þetta upp. Óskiljanlegt að bæta ekki breiddina uppi á vellinum í sumar.
S?íta dómur
Aldrei víti
Hvar er var?
solid frammistaða, einmitt ! Drullu lélegt !
Til hvers er VAR?
Hin stóra spurning…
Hverslags rugl regla er þetta eiginlega..
VAR tékkar hvort að dómarinn hafi augljóslega dæmt rangt.. sem hann gerði.. það var engin snerting þarna..
Nú held ég bara að það þurfi að henda þessu VAR drasli út fyrst að þeir geta ekki séð þetta á endursýningum..
Til hvers er VAR ?
Fatta ekki þetta VAR drasl. Ef ekki til a? lei?rétta ranga dóma til hvers þá?
Menn vilja komast lifandi heim þ.e dómaragrúbban
Annað árið í röð sem að við erum teknir í nefið í Napoli
Vörnin að skíta uppá bak ! ! Ömurlegt !
það er ekkert grín að mæta þarna, það eru allir skít hræddir, leikmenn, áhorfendur ( Liv) og dómarar.
Tökum þá heima ekki spurning