Kvennaliðið mætir United

Það verður nóg að gera í dag hjá liðinu okkar, karlaliðið mætir Sheffield United og liðið dettur í hús eftir hálftíma, en á nánast sama tíma mun fara fram þriðji leikur stelpnanna okkar í deildinni þegar þær mæta Manchester United. Bæði lið hafa tapað báðum sínum leikjum, sem mun ekkert bæta spennustigið á milli þessara liða neitt. Eins og kom fram fór allnokkuð af leikmönnum sem höfðu verið hjá Liverpool yfir til United, en þær eru ekki svo margar eftir. Siobhan Chamberlain er komin í barneignarleyfi, og Alex Greenwood sem var fyrirliði United er komin yfir til Lyon.

En uppstillingin verður á þessa leið:

Preuss

Robe – Bradley-Auckland – Fahey – Jane

Rodgers – Roberts – Lawley

Babajide – Sweetman-Kirk – Charles

Bekkur: Kitching, Clarke, Kearns, Hodson, Purfield, Linnett

Niamh Fahey fær að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt í síðasta leik í deildinni, líklega gat hún tekið það út í bikarleiknum. Jade Bailey fékk einmitt rautt þar og er ekki í hóp í dag.

Minnum á að leikurinn er sýndur á FA Player síðunni, það verður semsagt hægt að horfa á tvö Liverpool lið í einu núna á eftir. Við uppfærum svo færsluna með úrslitum að leik loknum.


Leikurinn tapaðist 2-0. For helvede. Markalaust í fyrri hálfleik, en United komst yfir þegar um 20 mínútur voru til leiksloka, og fengu svo víti í uppbótartíma þegar okkar konur reyndu hvað þær gátu að sækja fram.

Nú þarf bara að bíta í skjaldarrendur eftir að hafa tapað öllum leikjum tímabilsins það sem af er.

Sheffield United – Liverpool (upphitun)

Liðið gegn Sheffield