Liðið gegn RB Salzburg

Búið að tilkynna liðið sem spilar fyrsta heimaleikinn í Meistaradeildinni á þessu tímabili:

Bekkur: Kelleher, Lovren, Milner, Keita, Oxlade-Chamberlain, Lallana, Origi

Ekkert óvænt hér. Klopp stillir upp sínu sterkasta liði, nema að það er Gomez sem kemur inn fyrir meiddan Matip. Af andstæðingunum er það að frétta að Erling Braut Håland er á bekk.

Fyrr í dag léku U19 liðin og það voru okkar piltar sem unnu góðan 4-2 sigur eftir að hafa verið 1-2 undir á tímabili. Mörkin skoruðu Larouchi, Williams, Jones og Brewster (víti).

Annað í fréttum er að Liverpool fær að halda áfram í Carabao Cup, en fær 200 þúsund punda sekt, þar af helmingurinn skilorðsbundinn. Arsenal leikurinn í lok mánaðarins verður því á dagskrá eins og áður hafði verið auglýst.

Þessi leikdagur er reyndar pínku merkilegur fyrir þær sakir að Brassarnir okkar, þeir Alisson og Firmino, eiga báðir afmæli í dag (ákveðinn klaufaskapur hjá Fabinho að fæðast ekki á þessum degi sömuleiðis), og myndu sjálfsagt báðir þiggja eins og 3 stig í afmælisgjöf. Hver veit nema Firmino hendi í eins og eitt eða tvö afmælismörk?

Minnum annars á umræðuna hér fyrir neðan, eða á Twitter undir #kopis myllumerkinu.

KOMA SVO!!!

41 Comments

  1. Sælir félagar

    Þetta er ógnarsterk uppstilling hjá Klopparanum. Með völlinn meða sér sem 12 mann ætti þessi mannskapur að klára þennan leik nokkuð örugglega. Munum þó að ekkert er fast í hendi fyrr en sú feita syngur. Ég ætla að spá okkar mönnum 2 – 1 sigri en vonast auðvitað eftir meiru. Sjáum til.

    Það er nú þannig

    YNWA

    1
  2. Flott byrjunarlið einsog alltaf….vonandi spilast leikurinn þannig að við getum notað bekkinn sem fyrst i seinnihálfleik….langar að sjá Keita fá tima….væri lika gott að Genk-Napolí endaði með jafntefli einsog staðan var á 90min

    • Það skapar ekkert nema stórhættu þegar bakverðirnir eru að senda boltann svona á milli sín upp við markið.

      3
  3. Þessar 5 mín eftir 3ja markið hja salah er það allra versta sem ég hef séð hja þessu síðastliðin 2 ár. Gjörsamlega slökknaði á öllum í liðinu og salsburg fékk gefins mark. Munurinn á man c og liverpool stundum sá að man c hefði farið á fullt í að skora 4. markið og svo 5. markið og slátrað leiknum í fyrrihalfleik. Annars allt gott bara!

    3
  4. Sælir félagar

    Hendo með tvær til þrjár kæruleysislegar sendingar annars hefur þetta verið nokkuð nánast pottþéttur leikur hjá okkar mönnum. Smá kæruleysi í markinu líka enda 3 – 0 yfir og að koma hálfleikur. Markið þörf áminning um að aldrei má slaka á fyrr en flautan gellur. Vona að okkar menn komi inná í seinni í sama gír og þeim fyrri og þá endar þetta vel.

    Það er nú þannig

    YNWA

    2
  5. Flottur fyrirhálfleikur hjá Liverpool.

    Eina sem hægt er að setja útá er að menn voru frekar gráðugir í stöðuni 2-0 og svo 3-0 en menn ætluðu að valta yfir þá en með því að færa sig alla framar þá fengu gestirnir nokkrar góðar stöður til að sækja á okkur og skoruðu úr einni slíkri.

    Vona að við stjórnum leiknum aðeins betur í síðarihálfleik og gefum ekki svona mörg færi á okkur.
    Þetta Salzburg lið er hættulegt og held ég að þeir verða í baráttu um að komast í 16.liða úrslit alveg fram í lokaleik.

    1
  6. Flottur leikur og rétta að gefa þeim annað mark, fá meiri Liverpool spennu í þetta.

    2
  7. Að þurfa aðn horfa uppá þessa hörmungarframmistöðu í seinni hálfleik er ekki boðlegt. Þvílík djöfulsins drulla á þessum aumingjum. Halda þeir að leikurinn sé búinn í hálfleik. Djöfulsins helvíti bara. Hver einasti rauðklæddi maður á vellinum má skammast sín fyrir þetta. Henderson verstur. Hefur varla át sendingu á samherja

    2
    • Óskaplegt orðbragð er þetta maður. Taktu þig saman og láttu ekki nokkurn mann sjá svona skrif.

      9
  8. Henderson … úff. Virgil … klobbi??? Gini… hvar?

    En svo grípur Salah fram í mér í þessu tuði og skorar!!!

    Halda þessu svo. Ekkert meira rugl hérna.

    1
  9. Menn verða að stimpla sig aftur inn í vinnuna. Gengur ekki að hætta í hálfkláruðu verki. En staðreyndin er að flestir ef ekki allir hafa á afleitan dag. Finn til með Gomez, hann er greinilega í engri leikæfingu.

    Hrós reyndar á Salzburg. Flott hápressa hjá þeim. Í fyrsta sinn sem maður sér lið koma og pressa grimmt á L’pool. L’pool greinilega ekki vanir að mæta slíku. Spurning hvað Salzburg á mikið eftir á tankinum í endasprettinn.

    1
  10. Veit ekki hvað menn eru að væla yfir Gomez hérna fannst frammistaða Van Djik mun verri

    2

Sport og Grill í samstarf við Kop.is

Liverpool 4 – 3 RB Salzburg