Liðið gegn Leicester

Eftir tæpan klukkutíma mætir Brendan Rodgers í fyrsta sinn aftur á Anfield frá því að hann þjálfaði liðið og er Klopp búinn að tilkynna liðið sem hefur leik á eftir og er það svona

Bekkur:Kelleher, Gomez, Henderson, Lallana, Keita, Elliot, Origi

Áhugavert lið Gomez fellur úr liðinu fyrir Lovren og Milner kemur inn fyrir fyrirliðan og svo er ungi strákurinn Elliot á bekknum. Hrikalega mikilvægur leikur í dag gegn stórhættulegu liði Leicester manna, en hversu gott væri það að fara með fullt hús stiga í annað landsleikjahlé vetursins!

Minnum annars á umræðuna hér fyrir neðan, eða á Twitter undir #kopis myllumerkinu.

YNWA

 

31 Comments

  1. Hvað er furðulegt við að breyta til í vörnini, þegar að það koma 3 mörk á 25 mín á okkur í síðasta leik…… fagna komu Lovren inn aftur….. þetta verður þrusu leikur þar sem við höldum hreinu og potum 2 mörkum inn.

    6
  2. Fagna ekki komu Lovren í þennan leik, hann er alltof shaky og of oft með skrítnar staðsetningar, vona að við tökum þetta en er hræddur um að nú tapast stig eða stig.

    1
  3. Milner í byrjunaliðinu segir manni að þetta verður erfiður leikur. Spái markaleik, 3-2 fyrir okkur í thriller. Lovren gæti átt eitt sjálfsmark en bætir það upp með scissor kick í vinkilinn í lokin.

    2
  4. Sælir félagar

    Þetta er síðasti leikur fyrir næsta landsleikjahlé “vetrarins”. Verður hunderfitt og lítið skorað. Spái 1 – 0 og Salah skorar eftir dendingu frá . . . ? Jú rétt til getið Firmino.

    Það er nú þannig

    YNWA

    2
  5. Test fyrir bæði lið vonandi eigum við góðan leik og löndum sigri….gott að fá Milner ferskan inn og Lovren leggur sig allan i þennan leik….eg átti von á Keita i byrjunarliðinu en Klopp veit betur og best hvað gera skal koma svo og vinna þennan leik….við gerðum jafntefli við þá i fyrra þar sem Keita var felldur inní teig og var ekkert annað en víti en ekki dæmt….

  6. Miðað við fyrstu mínúturnar þá er Firmino á vinstri, Mané hægri og Salah á toppnum

    1
  7. Trúi varla að ég sé að velta þessu fyrir mér, en er meistari Milner orðinn of gamall í þetta?

    1
  8. Uhh Lovren búinn að vera frábær í fyrri og Mané það er löngu síðan hætt að koma manni á óvart hversu ógeðslega góður hann er.

    Koma svona í seinni og grimmari þetta er ekki búið.

    2
  9. Eigum þetta skilið búnir að fara hrikalega illa með fötin okkar í þessum leik

    3
  10. Erfitt að vera búnir að fara svona illa með færin og leicester skora úr fyrsta skoti á markið svona er þessi blessaði fótbolti.

  11. Hver var að efast um Milner hérna að hann væri að verða of gamall snilld

    6

Upphitun: Liverpool mætir Leicester City

Liverpool – Leicester 2-1