Það verður nóg um að vera hjá báðum aðalliðunum okkar í dag, strákarnir heimsækja jú Old Trafford og sá leikur hefst kl. 15:30, en í millitíðinni munu stelpurnar okkar heimsækja Coventry í ContiCup bikarkeppninni, og hefst leikurinn kl. 13:00 að íslenskum tíma. Því miður virðast ContiCup leikirnir ekki vera sýndir í FA Player, svo við verðum að gera okkur að góðu að fylgjast með leiknum eftir öðrum leiðum, t.d. í gegnum Twitter síðu LFC Women.
Liðið sem hefur leik lítur svona út:
Jane – Bradley-Auckland – Robe – Purfield
Linnet – Bailey – Charles
Babajide – Hodson – Clarke
Bekkur: Preuss, Roberts, Murray, Rodgers, Lawley, Sweetman-Kirk
Uppstillingin er svolítið skot í loftið, því þær Kirsty Linnet, Niamh Charles, Rinsola Babajide, Ashley Hodson og Jesse Clarke eru allar vanar að spila sem partur af fremstu 3, einna helst að Charles hafi spilað á miðju áður. Mögulega er verið að prófa að færa Linnett niður á miðjuna.
Sophie Bradley-Auckland (t.h.) og Vicky Jepson (t.v.) þegar sú fyrrnefnda framlengdi samning sinn við klúbbinn núna í sumar.
Fyrirliðinn okkar, Sophie Bradley-Auckland, á afmæli í dag, og deilir því afmælisdegi með Ian Rush. Það væri nú aldeilis gaman ef þau fengju tvöfaldan sigur í afmælisgjöf, ekki satt?
Við uppfærum svo færsluna með úrslitum að leik loknum.
Leik lokið með öruggum sigri okkar kvenna, 1-5. Það var Niamh Charles sem opnaði markareikninginn strax á 2. mínútu, þá tók Kirsty Linnett heldur betur við sér og setti þrjú mörk, og að lokum skoraði Jesse Clarke í sínum 50. leik fyrir félagið.
Erum við ekki eitthvað að ruglast hér á kop.is
mér finnst þetta segja allt sem segja þarf um þessa umfjöllun hér
Því miður virðast ContiCup leikirnir ekki vera sýndir í FA Player, svo við verðum að gera okkur að góðu að fylgjast með leiknum eftir öðrum leiðum, t.d. í gegnum Twitter síðu LFC Women.
Áfram liverpool