Manchester United 1-1 Liverpool

1-0 Marcus Rashford (36 mín)

1-1 Adam Lallana (85 mín)

 

Klopp mætti í dag með lið sitt til Manchester á Old Trafford þar sem hann hafði ekki unnið til þessa í ensku úrvalsdeildinni. Sem því miður breyttist ekki í dag. Það var umtalsvert stress í báðum liðum til að byrja með eins og oftast í leikjum þessara liða. Fyrstu mínúturnar náðu United menn oft að komast í ágætis stöður upp kantana en fáir inni á teignum og komust aldrei í almennilegt færi. Eftir tæpar tíu mínútur náði Sadio Mané svo að skalla langan bolta inn fyrir vörnina á Firmino sem var í mjög þröngu færi en hitti boltan einstaklega illa og hamraði honum upp í stúku. Nokkrum mínútum seinna lék Wijnaldum léttilega á báða varnarmiðjumenn United og komst í skotstöðu en setti boltan beint á David De Gea í markinu. Í kjölfarið komst Liverpool betur inn í leikinn og fór að pressa stífar en United hélt þó góðu skipulagi og alltaf hætta af hraða sóknarmanna þeirra í skyndisóknum. Á tuttugustu og áttundu mínútu fékk Wan Bissaka boltan úti hægra megin með teiginn fullan af mönnum reyndi fyrirgjöf sem fór beint í Robertson en boltinn barst aftur á Wan Bissaka sem átti mun betri fyrirgjöf sem var þó hreinsuð af Van Dijk.

Eftir rúman hálftíma átti Matip flotta sending upp völlinn á Mané og var Liverpool þá komið í þrír á þrjá stöðu. Mané átti sendingu á Firmino sem tók skot sem var ekki nægilega gott. Stuttu seinna átti Firmino svo góðan skalla eftir sendingu frá Henderson sem var vel varinn af De Gea en var dæmdur rangstæður. Mínútu síðar brýtur Lindelöf á Origi og McTominay kemur boltanum á Daniel James sem flýgur upp kantinn og átti geggjaða sendingu yfir á Rashford sem kom boltanum í netið og VAR vildi ekki breyta ákvörðun dómara frekar en fyrri daginn.

Rétt fyrir hálfleik kom long sending fram á Sadio Mané sem var í baráttu við Lindelöf þar sem Lindelöf var alltof hikandi og Mané náði að koma sér fram fyrir hann og jafnaði leikinn en í endursýningu sést að boltinn fer í hendina á Mané þegar hann tekur við boltanum og því markið réttilega dæmt af.

Fyrri hálfleikur búinn og hann hreinlega bara mjög slakur af hálfu Liverpool og frekar lélegur heilt yfir.

Seinni hálfleikur hófst ekkert mikið betur og var lítið af frétta eftir um klukkutíma leik gerði Klopp sína fyrstu skiptingu þá kom Chamberlain inn fyrir Origi og stuttu seinna komst hann í ágætis skotstöðu en setti boltan framhjá markinu. Eftir nokkur hálffæri á bæði lið og leikurinn leit út fyrir að vera að fara deyja út sendi Naby Keita boltan út á vinstri vænginn á Andy Robertson sem sendi boltann fyrir og á fjærstöng beið Adam Lallana sem potaði boltanum í netið.

Alexander-Arnold og Oxlade-Chamberlain áttu báðir ágætis skot rétt framhjá á lokamínútum leiksins á loka andartökunum fór síðan dómur í VAR þar sem leit út fyrir að Fred hafði fengið boltann í hendina innan teigs en í endursýningu sást að það var klárlega öxl og Liverpool fékk því réttilega ekki víti og jafntefli niðurstaðan.

Bestu menn Liverpool

Það var lítið um góðar frammistöður í þessum slaka leik. Robertson var ágætur þó það væri lokað vel á hann. Hann vann flest sín návígi og skilaði fyrirgjöfinni sem jafnar leikinn. Innkoma Lallana var hans besta í langan tíma vann tvær aukaspyrnur stutt eftir að koma inn á, spilaði sig nokkrum sinnum úr erfiðum aðstæðum og skilar svo jöfunarmarkinu.

Vondur leikur

Flest allir aðrir leikmenn liðsins, Mané byrjaði hress en dró svo hrikarlega úr honum og hann var nánast ósýnilegur allan seinni hálfleikinn. Fyrirliðinn Jordan Henderson átti óvenjulega erfiðan leik sem og Divok Origi fyrir utan nokkra spretti fyrstu mínúturnar.

Umræðupunktar

  • Enn einn leikur milli þessara liða sem veldur miklum vonbrigðum í frammistöðum leikmanna. Vissulega spenna á lokamínútum sem nær að hylja það örlítið hversu slakur leikurinn var.
  • VAR – erfitt að sjá af hverju mark United er ekki dæmt af vegna brotsins á Origi en það er leiðinleg umræða og alveg ljóst að frammistaða okkar manna er stærsta ástæðan fyrir jafnteflinu en ekki stakur VAR dómur en það segir mikið þegar Gary Neville er sammála Liverpool
  • Upplegg Solskjær – hef ekki haft mikla trú á honum sem þjálfara og gef hana svo sem ekki enn, en það verður að viðurkennast að hann breytir uppstillingu liðsins og nær að hamla bakverði Liverpool og skilja samt eftir þrjá hafsenta fyrir framlínuna og veðjaði á að Liverpool myndi ekki ná að nýta sér miðsvæðið sem gekk eftir.
  • Fullkomna byrjunin farinn – Liðið enn ekki tapað en nú aðeins sex stigum fyrir ofan City við vissum að við myndum ekki halda þessari forrustu allt tímabilið en manni leið mun betur með meira en tvo leiki í forrustu.

Næstu verkefni

Næst er það Tottenham á heimavelli sem er annað sært dýr og það er ljóst að svona frammistaða verður ekki í boði á sunnudaginn næsta.

59 Comments

  1. Vonum bara að utd spili svona gegn City á Old Trafford og taki af þeim stig eða fleiri.

    4
    • Dream on! United mun stilla upp varaliði sínu gegn City. Þeir vilja frekar falla um deild heldur en að við vinnum titilinn. City mun leika sér af þeim, eins og þeir hafa gert í gegnum tíðina.

      Það er talað um “mental block” hjá okkar mönnum á Old Trafford og það er margt til í þvi held ég. Tvö töpuð stig að mínu mati í dag, ömurlegt að geta ekki unnið þetta arfaslaka United lið.

      6
  2. Jákvæða við leikinn Ole fær kanski að halda starfinu lengur þar sem metnaðurinn er örugglega ekki meiri en svo að að stjórn MU líta á þessi úrslit sem stórkostlegan árangur.

    YNWA.

    11
  3. Mín tíu sent: Það þarf nauðsynlega að koma enskri dómgæslu upp á hærra plan. Þeir eru bara ótrúlega lélegir sumir hverjir ensku dómararnir. Nefni engin nöfn. Hlýtur að vera grútsvekkjandi að þjálfa topplið í toppdeild og þurfa svo að díla við 3. flokks dómgæslu þegar verst lætur.

    Dollari dagsins: LALLANA. Og hver hefði veðjað á það?

    8
    • Lagaði þetta, var að skoða stöðutöflu fótbolta.net þeir voru búnir að setja leikinn inn en skráðu enn 24 stig á okkur.

      1
  4. Ef við skoðum línu dómarans fyrr í leiknum þá var þetta alltaf aukaspyrna þegar brotið var á Origi. En línan hélt bara ekki nema man.utd. megin Fabinho fékk t.d. spjald en svo komu tvö áþekk brot man.utd. manna og þá voru spjöldin óþörf. Vill bar svona halda þessu til haga 🙂 Annars bara ágæt skemmtun og man.utd. spilaði á sínum styrkleikum og komust vel frá því í ca. 70 mínútur. Eftir það hélt ég að við mundum stela þessu. En ok, enn taplausir og á toppnum….tek því bara með bros á vör
    YNWA

    11
    • Sammála, það var algjör heigulsháttur að dæma ekki markið af.

      6
  5. Chamberlain Lallana og Keita komu allir með góða innkomu sem er gott uppá framhaldið…Klopp talaði um að Keita hefði mátt koma fyrr inná hann er vonandi að koma með sitt besta i næstu leikjum…

    7
  6. Man utd voru í 3-5-2 eða 5-4-1 fer eftir því hvernig litið er á það en það síðara var notað í c.a 75 mín.

    Leikurinn var mjög rólegur framan af en svo allt í einu kom þetta mark eftir að við höfðum náð að ýta þeim aðeins niður. Það þarf ekki að eyða mörgum orðum um hvort að það var brotið á Origi eða ekki því að það var alltaf brot og VAR að drulla á sig.

    Eftir markið þá leið Man utd mjög vel því að þeir eru bestir þegar þeir þurfa ekki að vera með boltan og eru með enga pressu á sér að sækja. Við náðum ágætum tökum á síðari hálfleik og voru þeir komnir með 11 manna varnarpakka nánast alveg inní sitt eigið mark en við náðum ekki að skapa neitt að viti. Það var því ekki leiðinlegt að sjá Lallana skora undir lokinn og var það eiginlega meiri léttir en fögnuður hjá manni.

    Umræðan eftir leikinn mun auðvita vera um Origi brotið og svo hvað Man utd voru góðir en það er rosalega þægilegt að fá allt hrós í heimi fyrir að pakka í vörn og vera lítið sem ekkert með boltan en það lætur kappa eins og Fred líta vel út þegar hann þarf ekki að sækja eða taka ákvörðun með bolta.

    Alisson 6 – Hafði lítið að gera í þessum leik og gat ekkert gert í markinu. Gaman að sjá hann aftur í markinu.
    Andy 6 – Átti solid leik með nokkrum fyrirgjöfum en hann fékk meira pláss í síðarihálfleik en lítið reyndi á hann varnarlega
    Dijk 7 – Átti fínan leik þar sem hann vann flest einvígi og lenti ekki í miklum vandræðum
    Matip 5 – Leit ekki vel út í markinu og var í vandræðum með nokkrar sendingar.
    Trent 5 – Átti lélegan fyrirháfleik þar sem sendingar voru að klúðrast og snertingar lélegar en síðari hálfleikurinn var skári. Var mikið að reyna langar sendingar í þessum leik með misgóðum árangri
    Fabinho 7 – Skilaði sínu vel í þessum leik. Vann boltan mörgu sinnum og skilaði honum vel frá sér en nýtist kannski ekki vel sóknarlega.
    Gini 6 – barðist og djöflaðist eins og venjulega og átti einn og einn góðan sprett en það var lítið að gerast hjá kappanum framávið
    Henderson 5 – Átti lélegan leik. Eins og Gini var að berjast og djöflast en sóknarlega var ekkert að frétta
    Mane 6 – Við þurftum extra mikið á honum að halda í dag en hann var týndur lengi vel en það var ekkert pláss að sækja í fyrir aftan varnarlínu Man utd því að þá væri hann kominn upp í stúku.
    Firmino 5 – lélegur leikur hjá kappanum. Hann sást varla í þessum leik og var lítil ógn í leik þar sem við vorum mikið með boltan.
    Origi 4 – skelfilegur í þessum leik. Lítil ógn, tapa boltanum og það sem pirraði mann mest var að hann var alltaf á einhverju skemmti skokki til baka þegar við töpuðum boltanum(Salah miklu duglegri varnarlega) og í hápressu fannst manni hann alltaf ekki fylgja Firmino/Mane.

    Ox 6 – Kom með smá kraft af bekknum án þess að skapa mikið
    Lallana 9 – Hann var ágætur en þegar þú kemur inná og skora undir lokinn gríðarlega mikilvægt mark þá færðu góða einkunn.
    Keita 6- fékk lítin tíma til að gera eitthvað en gott að fá ferskar fætur inn.

    1. Við söknuðum Salah mikið
    2. Man utd markið átti aldrei að standa
    3. Við vorum í vandræðum að skapa eitthvað gegn 11 manna varnarpakka(önnur lið munu nýtta sér þetta)
    4. Man utd eru bestir þegar þeir eru ekki með boltan.

    = 1 stig, lélegur leikur en frábært að tapa ekki.

    10
  7. Kemur alltaf betur og betur í hvað Henderson er lélegur leikmaður, 3. skiptið í röð sem fyrirliðinn fer út af og þá fer allt á fullt, Henderson leiðir Liverpool best þegar hann er utanvallar, sorglegt að Hollenska nautið sé ekki með bandið, frekar en algjörlega average leikmaður,
    annars flott að jafna leikinn.

    10
  8. En svona ein Sturluð staðreind eftir leik dagsins…

    Það er jafnlangt frá neðstasætinu í Man.Utd 6stig
    Og það er í 2.sætið frá okkur 🙂

    11
  9. Við sjáum bara hvert við erum komin, gott fólk. Við erum drullufúl yfir 1-1 jafntefli á gamla klósettinu. Vissulega var þetta langt því frá að vera okkar besta frammistaða EN við komum alltaf til baka og hefðum getað tekið öll þrjú stigin í dag.

    Sammála mönnum, vonandi heldur sólskerið starfinu sínu. 13.sætið er mjög skemmtileg staðreynd (hugsanlega 14.sætið eftir síðasta leik umferðarinnar).

    Munum að við trúum á Klopp og strákana okkar!

    10
    • Við getum glaðst yfir einu: Allt “estabishmentið” er komið á fullu á móti okkur. Hvort sem það sé stór hluti af blaðamannastéttinni, snillingarnir i MOTD, önnur lið sem spila á úrslitaleikjaorku til að ná kannski af okkur stigi eða sorglega hlutdrægir dómarar, þá er staðan sú að við erum komin á sama topp og við vorum fyrir 1990.

      Ég hlakka til að hitta united mennina í vinnunni á morgun og sjá sorglega einfeldningslega glottið og kommentin. Vona að þeir haldi áfram að átta sig ekki hversu lágt þrir eru sokknir.

      6
  10. Sæl og blessuð.

    City hefði líklega ekki tapað stigi gegn þessu liði, sorrý. Við lögðum þetta upp í hendurnar á þeim með ósamstilltu spili og það er rannsóknarefni af hverju: 1. þessi völlur er okkur svona erfiður 2. af hverju liðið er svona ryðgað eftir langa pásu! Það vantaði alltof mikið upp á að við værum að spila eins og menn. Liðið sem sigraði Barca 4-0 án Salah og Robinson (hálfan leikinn) var á eintómu hökti meira og minna allan leikinn:

    1. Henderson: maðurinn sem ég vonaði að myndi berja liðið áfram með krafti náði aldrei flugi. Hann ræður illa við svona hápressu eins og mu héldu uppi meira og minna allan leikinn. Hefði tekið hann fyrstan út af. Gini var á sama stað.
    2. Origi: Álappalegur og kauðskur að frátöldum nokkrum góðum sprettum í upphafi. Verst samt, að hann stundum sýnir snilldartakta upp úr svona klafsi – en maður veit aldrei hvenær slíkt gerist! Hefði af þeim sökum, kosið að Hendó færi út í hans stað.
    3. Vörnin: Alls ekki eins og hún á að sér að vera. Bakverðir voru oftast blokkeraðir (með ánægjulegri undantekningu þó!) og Matip leit oft illa út.
    4. Sóknin: Hefði viljað sjá markvissari sóknarleik, þeir söknuðu Salah og það var eins og eitt tannhjólið væri ekki með í gangverkinu. Mané hefði líklega aldrei komist í skotfæri ef Lindelöf og De Gea hefðu ekki stoppað þegar boltinn fór í höndina á honum.
    5. Fabinho náði ekki að stöðva mu-menn er þeir geystust fram. Fred-The-Red átti leik lífs síns og lét okkar mann oft líta illa út. Það er auðvitað skandall!

    Það var fengur í Chambo og Keita að Lallana ógleymdum! Held þeir tveir fyrstnefndu ættu að byrja á miðjunni í næsta leik.

    3
    • City hafa nú reyndar tapað mörgum stigum þannig að ég skil ekki rökin að þeir hefðu klárað þennan leik eitthvað betur.

      1
  11. Völlurinn er sennilega lélegasti samantektarþáttur sem framleiddur hefur verið. Engin viðtöl textuð, lítið sem ekkert rýnt í leiki helgarinnar. Meira rætt um Gylfa Sig sem spilaði í ca 7 mín um helgina, (skoraði að vísu glæsimark) en rætt er um stórleik helgarinnar, svo er skelt fram ótextuðu viðtali við gaur sem borðar harðfisk. Leikmaður septembermánaðar tilkynntur 20. Október. Samantekið: SKELFILEGT!!!

    35
  12. Þetta er erfiður völlur að fara á svo að það sé á hreinu.
    Palace vann þarna flottan útisigur í deildinni með mörkum í blálokinn þar sem þeir spiluðu í svona varnarpakka.
    Annars hafa Man utd sigrað Chelsea, Leicester og gert jafntefli við Liverpool og Arsenal. Það verða ekki mörg lið sem eiga eftir að sigra þarna og vonar maður að Man City verður ekki eitt af þeim liðum.

    5
  13. Origi er erfiður. Stundum brilljant, stundum furðulega klaufskur í fyrstu snertingu og latur í þokkabót. Vildi óska þess að Klopp gæti logsoðið hausinn rétt á hann í eitt skipti fyrir öll. Og sparkað FAST í rassgatið á honum. Gera hann klókari og aðeins meira mean. Ef Shaquiri fær ekki að spila út af því að hann verst ekki nógu vel, hvers vegna er Origi þá ekki dæmdur af því sama – skokkarinn sá arna?

    Tek samt ekkert af honum. Barcelona og Meistaradeild. Já já.

    En….

    6
  14. bleh hættum að kenna bara Origi um samt liðið var einfaldlega slakt auðvitað söknum við besta leikmann deildarinnar héldu menn að þetta yrði auðveldara með að missa einn af okkar aðal mönnum ?
    Origi greyið átti ekki góðan leik það er staðreynd en getiði bent mér á eitthvern annan en Lallana sem stóð undir væntingum ?

    Vorum að spila á móti liði sem tapaði fyrir Newcastle um daginn og er í 13-14 sæti getum sjálfum okkur um kennt að mæta með svona hugarfar í þennan leik þar sem menn kepptust um að tala Liverpool upp og að við værum búnir að vinna fyrirfram.

    Þýðir ekki að vinna liðin fyrirfram þó að við séum að keppa við lið í neðri hluta töflunar City gerðu sömu mistök með því á móti Norwich og Wolves það má aldrei vanmeta lið sem eru að berjast fyrir ofan fallsæti þaug geta alltaf verið eins og særð dýr.

    5
  15. Óásættanlega léleg frammistaða sem hefði sennilega skilað tapi gegn flestum liðum í deildinni. Ef liðið þarf að spila einn svona leik á tímabilinu er kannski skást að hún komi gegn einu lélegasta liði deildarinnar.

    6
  16. Slaka á og anda inn og út. Þetta var do or die leikur fyrir manstu efir júnæted og þó að leikurinn fór svona að þá eru gæði okkar svo miklu betri að ég hef engar áhyggjur af okkar mönnum. Dómarinn höndlaði engan veginn pressuna enda alþekktur fyrir aumingjadýrkun en við gáfumst ekkert upp. Hugsið ykkur að nú eru utd scums hoppandi kátir og fagnandi um allan bæ að hafa gert jafntefli við okkur og það segir meira um stöðuna milli þessara liða og því eigum við að vera slakir og hlægja út í eitt

    4
    • Það er einmitt málið. Við gefumst ekkert upp og vinnum okkur til baka. Sigurhugarfar a la Klopp.

  17. Held að þessi leikur hrópi á meiri breidd í liðsvali á miðjunni. Gengur ekki að keyra alltaf á sömu workhorse miðjunni. Keita og Ox þurfa fleiri byrjunarliðsleiki, Shaqiri og Brewster þurfa fleiri innáskiptingar.

    6
  18. Ég er sáttur við stigið miðað við lélega frammistöðu Liverpool. Henderson var númeri of lítill og átti ekki skilið að vera svona lengi inn á. Varamenn Liverpool í þessum leik eiga hrós skilið fyrir góðar innkomur. Það er orðið ansi langt síðan Liverpool átti góðan, sannfærandi leik.

    7
  19. Slaka aðeins á! Við munum ekki vinna alla leiki, við munum eiga slæma daga og hlutirnir munu ekki alltaf falla með okkur.

    Jafntefli á klósettinu er bara allt í lagi. Óli er kominn með liðið í sama pakka og forverar hans, hættur að gera neina tilraun til að sækja. Bara 10 í vörn, negla svo fram og vona það besta.

    Njótum bara okkar liðs og þess hversu sorglega dapurt þetta utd lið er orðið!

    10
  20. Liðið að eiga slæma leiki segja þeir Liverpool að spila undir getu og fleira og menn hafi bjargað stigi..við erum með fokkin 25 stig eftir 9 leiki United er með 10. Erum 6 stigum á undan City og menn eru að tala um að LIverpool séu á eitthverju lulli bara svona rétt leka yfir leikina er það ekki ?

    Á hvað hafa menn verið að horfa eiginlega þetta er enn lang best lið evrópu í dag þangað til annað kemur í ljós ..ef þetta er Liverpool að spila undir getu hvað eru þeir þá þegar þeir eru að spila vel ?

    United átti leik lífs síns á þessu tímabili og það kemur bara alls ekkert á óvart á móti Liverpool verst að þeir geta ekki gírað sig svona upp í hina leikina líka..annars væru þeir ekki í 13 sæti

    11
    • Verst er að þeir geti ekki gír að sig upp í hina leikina líka ? Er það ekki bara fínt ? Best væri ef þeir færu bara enn neðar.

      3
  21. Aðeins með þetta VAR. Veit ekki hvernig Englendingum tekst að klúðra þessu svona ævintýrlega mikið. Á Ítalíu, Spáni og Þýskalandi er þetta einfalt mál, ef það er brot, hendi eða rangstæða í aðdraganda marks þá er markið dæmt af. Þetta er bara skoðað í rólegheitum eftir markið og tekin rétt ákvörðun í framhaldinu.

    En tjallinn þarf auðvitað að gera þetta öðruvísi, Þetta er svo ævintýralega heimskuleg framkvæmd á þessu að það hálfa væri nóg. Dómarinn sér ekki að það er brotið á manninum og trúðarnir í VAR-herberginu sjá það og hugsa……hmmmm……dómarinn sá þetta og taldi þetta ekki brot. Þá eru hendur okkar bundnar því þetta eru ekki AUGLJÓS mistök hjá dómaranum. Dísus kræst hvað þetta er heimskulegt og þreytandi.

    26
    • Já hvernig er það. Afhverju fær dómarinn ekki að skoða þetta sjálfur og ákveða þetta frekar en gæjar í London!?

      2
  22. Hvernig er staðan á Harvey Elliott? Má hann spila með aðalliðinu? Mér finnst hann eiginlega líkastur Salah hvað hraða varðar, og hann er líka óragur. Væri gaman að sjá hann spreyta sig ef egypski kóngurinn dettur út aftur á tímabilinu.

    7
    • Fékk 2 vikna bann annars allveg sammála gefa stráknum leiki og hafa Mané á vinstri alltaf! hann er mikið betri þar heldur en á hægri og besti maður síðasta leiks fékk ekki mínútu !

      YNWA

      2
  23. Thad ad tapa thessum leik hefdi verid verra en ad fá spark i punginn fra nashyrningi. Svo lelegt er thetta Utd lid. Thetta var sem betur fer vindhögg og vid höldum afram.

    Thad er skandall ad Klopp byrji med Hendo og Origi i sama lidi. Thessir tveir gera ekkert fyrir thetta lid, thvi midur. Med tha 2 i lidinu er eins og ad spila 9 a moti 11.

    3
    • Ja, skandall…..svo mikill skandall að þeir voru báðir í liðinu sem vann Barcelona 4-0 í maí. Minni sumra er stutt…alveg öööörstutt 😉

      1
  24. Mig langar að sjá miðjuna svona í næsta leik.
    Oxlade-Fabinho Keita
    Gefa Henderson, Milner og Winjaldum smá frí frá byrjunarliðinu.

    4
  25. Sælir félagar

    Þessi niðurstaða segir okkur það sem margir sögðu í upphafi leiktíðar. Það vantar mann sem nær máli til að leysa Salah og Mané af ef þeir meiðast eða fá leikbann. Sá maður er ekki í liðinu í dag og það var grátlegt að horfa uppá hvað það vantaði Mo Salah þarna frammi. Origi er frekar lélegur í fótbolta og var bæði lélegur og latur í þessum leik. Mané á alltaf að vera vinstra megin og Salah hægra megin ef þeir spila á annað borð.

    Þar sem Salah var meiddur vantaði mann fyrir hann. Sá maður er ekki í liðinu í dag. Ef Mané meiðist er enginn maður í liðinu í dag sem getur tekið hans stöðu með árangri. Firmino hefur ef til vill afleysingu í Lallana en hann er eini leikmaðurinn sem getur hugsanlega leyst Firmino af. Þetta verður að leysa í janúar því ef ekki mun það kosta okkur stig og það ef til vill fleiri en eitt eða tvö.

    Þar fyrir utan var liðið allt meira og minna á hælunum nema Virgillinn og svo ef til vill Robertson. Það er rannsóknaratriði hvers vegna leikmenn koma úr landleikjahléum eins og óþjálfaðir bullustrokkar á kvöldgöngu í garðinum. Að spila svona á Gamla klósettinu leiktíð eftir leiktíð er ekki boðlegt. Þar er einmitt staðurinn sem menn eiga að mæta á dýrvitlausir ef þeir eru að spila fyrir Liverpool. Enda var Roy Keane lítið hrifinn af vinahótum leikmannaliðanna í göngunum. Lái honum hver sem vill.

    Það er nú þannig

    YNWA

    6
  26. “Ay, here we are with problems at the top of the league”
    Bill Shankly

    21
    • Nákvæmlega 😀

      Ef einhverjum líður illa þessa dagana þá er bara að skella upp PL-töflunni og kroppurinn mun fyllast af sælutilfinningu.

      Við getum líka ekki horft fram hjá þeirri staðreynd að við höfum bara tapað einum deildarleik í 2 ár eða eitthvað álíka. Það að gera jafntefli á gamla klósettinu er enginn heimsendir enda hlýtur þetta að hafa verið mikil upplifun fyrir þá að fá að kljást við hið (nánast) ósigrandi Liverpool-lið.

      Við pökkum þessu liði saman í virkinu okkar, Anfield. Þar munu þeir varla ná andanum og vonandi fá bakverki við það að beygja sig eftir boltanum í eigið mark.

      8
  27. Sæl og blessuð.

    Þetta var lærdómur. Bæði sáum við að það er kominn tími á Chambo og Keita. Með þá í byrjunarliði hefði flæðið orðið allt annað. Svo var uppleggið hjá mu umhugsunarvert. Að setja rakettur á kantana (og hefta þá bakverðina okkar) og síðan að kítta upp í miðjuna (og koma í veg fyrir að framherjar nái í gegn þar). Ég held að skapandi leikmenn eins og varamennirnir okkar hefðu riðlað þessari uppbyggingu hefðu þeir byrjað inn á – og það gerðu þeir þegar Klopp skipti þeim inn á. Óðara þá hopuðu mu-menn aftar og meira pláss myndaðist. Langskotin hjá Chambo voru líka hættuleg. Þá myndaðist loks svigrúm fyrir bakverðina.

    Held að markið sem Lallana skoraði sé eitt það mikilvægasta á tímabilinu. Fullkomið tækifæri til að taka það sem má læra úr þessum leik án þess að sitja undir því fargi að hafa tapað fyrir þessu ömurlega liði sem hafði rétt um 30% bolta-pósessjón. Nú getum við amk borið höfuðið hærra (ekki kannske hátt). Held þetta hafi verið tímamótaleikur í þeim skilningi. Nú koma nýjar lappir inn í byrjunarlið og meira flæði myndast.

    Þrátt fyrir frábæra stöðu þá blasir það við að margt má bæta í leik liðsins. Nú er lag að halda áfram í rétta átt.

    4
  28. Jákvæðasta við leikinn voru varamennirnir. Lallana og Keita sérstaklega góðir. United detta síðan sennilega í sama farið og tapa fyrir Sheffield United.

    3
  29. Daginn eftir leik…. Eg skil ekki umraeduna, sem virdist vera a thann veg ad vid vorum heppnir ad na i stig. Thvilik thvaela!

    Lykil tolfraedi ur leiknum
    (LFC vs ManUtd)

    Shots 10 vs 7
    Shots on target 4 vs 2
    Possession 68% vs. 32%
    Passes (accuracy %) 648 (84%) vs 300 (67%)

    Thessi tolfraedi synir miklu meiri gaedi i Liverpool lidinu. A utivelli, ekki a deginum sinum og Man Utd eins og their vaeru ad spila bikarurslitaleik, en samt dominera lykil tolfraedithaetti og eiga tvofalt fleiri skot a markid.

    Man Utd voru med 9 menn bakvid boltann nanast alltaf thegar Liverpool sotti.

    Mer fannst Lallana frabaer eftir ad hann kom inna, og Keita ekki sidri. Badir mjog duglegir ad BJODA SIG OG HLAUPA I OPIN SPACE og spila fotbolta! Eitthvad sem gjorsamlega vantadi hja flestum odrum. Eg skil ad byrja med conservative-a 3ja manna midju (Utd voru alltaf ad fara koma med oflugt ahlaup a fyrstu 10-15 minutunum) en eg hefdi viljad sja Keita og/eda Lallana koma inna svona 10 minutum fyrr. Utd voru bunir ad missa lappirnar og svaedin sem myndudust voru ordin staerri.

    En heilt yfir, miklu meiri gaedi i Liverpool lidinu – thad ser thad hver sem vill. Thetta Utd lid er algjort gjaldthrot. Berja ser a brjost ad na i 1-1 jafntefli vid Liverpool a HEIMAVELLI og allir leikmenn theirra hlupu meira en their hafa gert i morg ar. Hvernig munu their maeta i naestu leiki a moti slakari lidum. Thetta er lid sem brotnar eftir ein slok urslit. Vantar karaktera i thetta og gaedin eru ekki mikil. Their munu gelta eitthvad fram i vikuna um hvad thetta var frabaert hja theim en svo fer thetta aftur i sama far thvi thessir leikmenn sem their hafa eru ekki faerir um ad halda consistency. Eg vorkenni thessu lidi.

    10
  30. Þetta var erfiður leikur og þó það nú væri. MU hafði allt að sanna og fyrir þá var þetta bikarleikur þar sem allt var lagt í sölurnar og menn keyrðu sig út. Fyrir Liverpool var þetta eins og hver annar leikur gegn liði í neðrihluta deildarinnar, menn reyna að spila fótbolta og hoppa upp úr tæklingum og passa sig á meiðast ekki því tímabilið er langt. Þetta er skynsamlegra til lengri tíma því ef menn spila alla leiki eins og MU gerði þarna þá er meiðsla hætta mikil. Þetta var Því greinilega mikilvægari leikur fyrir þá en okkur. Ef við eigum að tapa stigum er fínt að gera það gegn liðum í neðrihlutanum, liðum sem við erum ekki að keppa við.
    Annað sem ég tók sérstaklega eftir var tölfræðin í hálfleik þar sem Liverpool var með þrisvar sinnum fleiri brot en MU og það þrátt fyrir að þeir væru að spila bikarleik. Þetta endurspeglaði alls ekki leikinn en geinilega lélega heimadómgæslu.

    3
  31. Þetta fer að verða dularfullt, james liggur eins og rotaður annan leikinn í röð, á meðan er reikistefna hjá manu við ogs, það þurfti leikmann frá okkur til að koma tuðruni útaf því ekki gerðu manu það, röng ákvörðun hjá Matip nema þessi dómararæfill hafi sagt honum að gera það. Var ótrúlegt hvað manu leyfðist að komast upp með þar sem okkar menn þurftu trekk í trekk að hoppa upp úr ljótum tæklingum og verða fyrir þeim stundum án þess að dæmt væri á þá, meðan við máttum varla anda á þá var dæmt. En einn af þessum leikjum þar sem dómari hjálpar nánast leynt og ljóst manu á gamla klósettinu. Eftirá er ég eiginlega feginn að Salah spilaði ekki, sá hefði verið sparkaður niður, mögulega með slæmum afleiðingum og þá um leið mun verri en þetta jafntefli.

    YNWA

    1
  32. 1. Liverpool voru slakir og ólíkir því sem við höfum séð frá þessu annars geggjaða liði. Vantaði mikið upp á skerpu, flæði og sköpun.
    2. Mutd voru betri en maður hefur séð frá þeim, í fyrri hálfleik sér í lagi, og lokuðu vel á hlaupaleiðir.
    3. Markið hjá Rashford var flott og geggjuð sending frá James. “Brotið” á Origi var ekki þess efnis að það verðskuldaði aukaspyrnu (fannst mér). Origi missir frá sér boltan og fær síðan snertingu á vinstri fótinn. Dettur niður og heldur um hægri fótinn, Ekkert á þetta fannst mér. Að því sögðu þá var Atkinson að dæma á samskonar “brot” hjá Liverpool allan leikinn þannig að hann var ekki endilega samkvæmur sjálfum sér.
    4. VAR dómurinn á Mane var líka réttur.
    5. Ástæður þess að Liverpool vann ekki þennan leik er að finna í liðum 1 og 2 að ofan.

    1
    • Þannig að fyrst hann var að dæma á samskonar brot á okkur er þá ekki línan hans brotin og þar með er hann orðinn hlutdrægur í dómgæslu sinni? Nei, ég segi bara svona. Það yrði nú aldeilis veisla ef við myndum fá svona þjónsutu á okkar ósigrandi heimavelli!

      2
  33. Við getum ekki átt hòp af 22 leikmönnum sem eru allir fyrstir á blað vegna getu.
    Það er eðlilegt þegar lykilmenn meiðast að þeir sem stíga inn nái ekki að fylla fullkomlega í skarðið. Svo Origi … Keep up the spirit.
    En það er samt ýmislegt jákvætt.
    Miðjan okkar hefur keyrt á nánast sömu fjórum mönnum allt þetta tímabil vegna meiðsla annarra sem þurfa sinn tíma að koma til baka.
    Frábært að hafa náð þessu rönni þrátt fyrir það.
    Skiptingarnar á Ox, Lallana og Keita í þessum leik voru mjög jákvæðar og greinilegt að þeir eru að banka fast á dyrnar.
    Og veitir ekki af vegna þess álags sem er framundan.
    Fyrir utan það að þessir leikmenn eru allir dýnamískari en þeir sem við höfum keyrt á þetta tímabil og gefa því meiri vídd.
    Ég er bara nokkuð jákvæður með þetta stig og Klopp mun nýta þennan leik inn í næstu tarnir.
    Að því sögðu finnst mér dómarar enskir sjæt og VAR útfærslan svipað rugl og Brexit.
    YNWA

    2
  34. Eru bara í alvöru til fullorðnir karlmenn sem kalla heimavöll man utd gamla klósettið? Til hvers eiginlega?

    En að leiknum þá var þetta bara lélegur leikur…. Jafntefli nokkuð sanngjarnt

    3
    • Af því old trafford hljómar dálítið eins og old toilett. Ekki erum við að kalla þá morðingja eins og stuðningsmenn mu gerðu fyrir utan, strax eftir leikinn. Það er stigsmunur á svona orðaleikjum og á hreinræktaðri mannvonsku. Annars sé ég ekkert athugavert við það að uppnefna þessa andstæðinga okkar og leikvöllinn þeirra (dauður hlutur), svo framarlega sem það er í hóflegu gríni og innan skynsamlegra marka.

      6
    • Haha neinei…. Ekkert ” að því” bara hrikalega hallærislegt hjá fullorðnum mönnum

      1
  35. Það sem fór rosalega í taugarnar á mér við leikin var ósamrýmið í dómgæsluni, sérstaklega fram að markinu. Í leiknum öllum var Liverpool 68% með boltan en samt fékk liðið dæmt á sig 14 aukaspyrnur á móti 6 sem United fékk dæmt á sig með. Áður en United skoraði markið voru þeir búnir að vinna 8 aukaspyrnur, kannski hægt að réttlæta þær allar en oft svipuð eða minni snerting en þegar að brotið var á Origi. Þegar að United skoraði var Liverpool búið að vinna 3 aukaspyrnur en brotið á Origi var þriðja brotið sem mér taldist til að dómarinn sleppti miðað við hvað línu hann setti varðandi brot á United leikmönnum. Þegar að United skoraði var ekki komið neitt vafaatriði þar sem United hefði átt að fá dæmt brot en ekki dæmt!

    4
    • Þessi dómari er bara kominn langt yfir síðasta söludag og þarf að fara sjá það sjálfur hann er toppurinn af mjög mörgum lélegum dómurum þessarar deildar. Þetta er svo sorglegt fyrir þessa bestu deild í heimi að það hálfa væri hellingur. Ef það fer enginn yfir þennan leik með þessum dómara og sýnir honum í tvo heimana þá mun þetta bara versna því miður.

    • Sammála! Greinileg hlutdrægni í gangi þarna. Trúlega hefur gamli rauðnefur boðið dómaranum í grill kvöldið áður.

  36. Og united duttu ennþá neðar á töfluna í kvöld, komnir í 14 sæti. Get ekki sagt að mér leiðist það.
    Sheffield taka Arsenal og sýndu það í kvöld að þeir eru allvöru lið

    4
  37. Þetta frábæra jafntefli United sýnir hvað hlutirnir geta snúist hratt. Liðið var í 12. sæti fyrir umferðina en skýst alla leið í 14. sætið eftir hana. #áréttrileið

    11
    • hahhahhah! Ég mun deyja úr gleði ef/þegar þeir fara að sogast í svartholið þarna niðurfrá.

      7
  38. Það besta við þetta allt, er að ég er búinn að bóka ferð á leik LIVERPOOL vs manu 18. janúar 2020 og þá verður ekkert vesen á neinum nema kannski Ole, sem verður kominn aftur í Molde

    2

Byrjunarliðið gegn Man Utd

Genk annað kvöld