Kvennaliðið heimsækir Birmingham

Það verður nóg að gera í dag hjá liðunum okkar, það þarf ekkert að minna á leikinn gegn Tottenham á Anfield, en í millitíðinni mæta stelpurnar okkar til Birmingham og etja þar kappi við heimakonur.

Markmiðið er auðvitað að ná í fyrsta sigur tímabilsins, og liðið sem reynir við það er sett upp svona:

Kitching

Jane – Bradley-Auckland – Robe – Purfield

Bailey – Roberts

Clarke – Lawley – Charles
Babajide

Bekkur: Preuss, Sweetman-Kirk, Murray, Hodson, Linnet, Kearns, Rodgers

Nokkrar athyglisverðar breytingar: Kitching heldur sæti sínu í markinu eftir að hafa verið þar í 5-1 sigrinum í ContiCup um síðustu helgi. Leighanne Robe sem hefur spilað sem bakvörður fram að þessu er komin í miðvörðinn við hliðina á fyrirliðanum okkar. Sweetman-Kirk hefur ekki verið að finna sig á tímabilinu og er því á bekknum, en Babajide hefur verið öflug þegar hún hefur komið inná og fær því sénsinn í byrjunarliðinu. Þá er bekkurinn fullskipaður, og Bo Kearns er mætt þar ásamt Christie Murray sem virðist ekki vera komin í það stand eftir meiðslin að geta spilað 90 mínútur.

Uppstillingin er líklega 4-2-3-1, en kemur sjálfsagt betur í ljós þegar leikurinn hefst. Eins og með aðra leiki í deildinni er hægt að fylgjast með á heimasíðu FA.

Við uppfærum svo þessa færslu með úrslitum, sem ætti að vera skömmu eftir að það verður búið að gefa út liðið sem byrjar hjá strákunum á Anfield.

Spurs heimsækja Anfield

Liðið gegn Spurs