Liverpool 2-1 Tottenham

Liverpool vann sinn níunda leik af þeim tíu sem liðið hefur spilað í deildinni þessa leiktíðina og eru með sex stiga forskot á Man City eftir frábæran 2-1 sigur á Tottenham á Anfield í dag.

Mörkin

0-1 Harry Kane 1.mínúta
1-1 Jordan Henderson 52.mínúta
2-1 Mo Salah 75.mínúta

Leikurinn

Það má segja að Liverpool hafi ekki fengið þá drauma byrjun sem liðið vonaðist kannski eftir þegar Son, leikmaður Tottenham, átti skot að marki Liverpool á fyrstu mínútu leiksins. Lovren setti hausinn á sér fyrir skotið og gerði vel í að beina því í slánna en frákastið datt beint á Harry Kane sem var skó stærð til eða frá að vera rangstæður og skallaði boltann inn af mjög stuttu færi. Smá kinnhestur í upphafi leiks en leikmenn Liverpool brugðust ágætlega við þessu og tóku leikinn algerlega í sínar hendur.

Hvernig staðan var enn 1-0 fyrir Tottenham þegar flautað var til hálfleiks fannst manni hálf ótrúlegt. Liverpool lá ansi hart á þeim og áttu fullt af skotum á markið, sum hver úr ansi fínum færum en markvörður þeirra var vel á tánum og varði nokkrum sinnum ansi vel frá leikmönnum Liverpool. Undirtök Liverpool voru ansi mikil þegar liðin héldu til hálfleiks og kannski ekki hægt að segja að staðan hafi verið verðskulduð hefði verið tekið bara mið á spilamennsku liðana.

Í upphafi síðari hálfleiks átti Tottenham fína skyndisókn en skot Son úr þröngu færi fór framan á slánna. Spilamennska Liverpool varð enn betri í seinni hálfleik og fyrir utan þetta færi sá Tottenham varla til sólar. Liverpool hélt áfram að sækja ákaft, pressuðu þá alveg niður og refsuðu þegar þeir reyndu að beita skyndisóknum með enn ákafari skyndisóknum. Á 52.mínútu kom fyrirliðinn sjálfur Jordan Henderson, sem er nú ekki þekktur fyrir að skora mikið af mörkum, inn í teiginn og skoraði með góðu skoti í fjærhornið vinstra meginn úr nokkuð þröngu færi. Frábært mark hjá fyrirliðanum og rúmlega verðskuldað jöfnunarmark.

Áfram hélt Liverpool að þjarma að Tottenham og þegar tæpur stundarfjórðungur var eftir náði Sadio Mane að vinna sig ansi vel inn fyrir varnarmann Tottenham sem endaði á að sparka aftan í kálfan á Mane innan vítateigs og Liverpool fékk verðskuldaða vítaspyrnu. Það var Mo Salah sem steig á punktinn og skoraði af nokkru öryggi þrátt fyrir að spyrnan sem slík hafi ekki verið svakalega góð.

Liverpool var með öll tök á leiknum eftir þetta og þó Tottenham hafi reynt að sækja stig svona síðustu mínútur leiksins þá fannst mér þeir aldrei eitthvað rosalega líklegir til þess. Þeir náðu nokkrum skotum en sum voru ekki merkileg og í öðrum gerði Alisson ansi vel í að bara taka nokkrar “skylduvörslur”. Það var svo ansi létt yfir Anfield og mikil stemming þegar dómari leiksins flautaði hann af og Liverpool vann ansi mikilvægan og góðan sigur úr erfiðri stöðu. Þessi “mentality monsters” hans Jurgen Klopp… vá!

Bestu leikmenn Liverpool

Mér fannst heilt yfir Liverpool liðið bara mjög gott og kannski enginn sem átti eitthvað sérlega slæman dag. Alisson var öruggur þegar á hann reyndi í markinu og ansi lítið sem hann gat gert í marki Tottenham. Van Dijk og Lovren voru bara mjög fínir. Henderson og Wijnaldum voru líflegir á miðjunni og áttu hvor um sig góðan leik fannst mér. Framlínan lét varnarmenn Tottenham hafa fyrir kaupinu sínu þó þeir hafi kannski ekki alveg verið upp á sitt allra, allra besta. Robertson var flottur í vinstri bakverðinum að vanda og þá sérstaklega í seinni hálfleik.

Það voru þó tveir leikmenn sem mér fannst standa fram úr í dag. Trent Alexander Arnold fannst mér frábær í hægri bakverðinum, hann skapaði ef ég man rétt sjö marktækifæri fyrir Liverpool í leiknum sem er einu minna en allt Tottenham liðið átti samanlagt. Þessi strákur er eitthvað annað þarna í bakverðinum, það verður nú bara að segja það!

Maður leiksins var þó án nokkurs vafa Fabinho. Vá! Nei, bara VÁ! Hann er svo fáranlega öflugur þarna á miðjunni og hann var allt í öllu hjá Liverpool í dag. Hann var algjör veggur í varnarleiknum og átti svo mikið af unnum einvígum og boltum í leiknum og eins og það hafi ekki verið nóg þá var hann mjög skapandi fram á við og bjó til svo mikið af flottum augnablikum með sendingum sínum og hlaupum. Það er óhætt að segja að Liverpool hafi algjörlega neglt þetta með Fabinho og vitað upp á hár hvað þeir voru að gera þegar hann var keyptur fyrir síðustu leiktíð. Þetta er án nokkurs vafa einn af betri miðjumönnum Evrópu í dag, vá bara!

Ég verð líka að segja að mér finnst alveg frábært hve mikið miðjumenn Liverpool hafa verið að skora í undanförnum leikjum. Chamberlain með sín tvö gegn Genk, Henderson í dag, Lallana gegn Man Utd, Milner gegn MK Dons og Leicester og Wijnaldum gegn Sheffield. Miðjumenn Liverpool mikið verið gagnrýndir fyrir að skora of lítið en það er jákvætt að sjá þá vera að komast í marktækifæri og skora nokkuð mörk upp á síðkastið. Til dæmis hefði Wijnaldum alveg getað skorað eitt í dag líka. Vil endilega sjá meira af þessu!

Næstu leikir

Það eru fjórir leikir eftir fram að næsta landsleikjahléi. Næsti leikur er á miðvikudaginn gegn Arsenal í Deildarbikarnum og Aston Villa í deildinni um næstu helgi. Það eru svo leikir gegn Genk og Man City sem verða vikuna eftir og vonandi þegar næsta landsleikjahlé tekur við verður Liverpool komið áfram í Deildarbikarnum, komnir langleiðina áfram í Meistaradeildinni og með að minnsta kosti níu stiga forskot á toppi deildarinnar!

42 Comments

  1. Sælir félagar

    Eins og ég sagði í athugasemd við upphitun Daníels. . . . slátra þessu 2 – 1“. Það er ekki miki‘ meira a‘ segjsa. Við búnir með afar erfitt prógram og erum með 6 stiga forustu á toppnum. Frábært.

    Það er nú þannig

    YNWA

    16
  2. Hendó sokkameistari!!

    Fab minn maður leiksins. Þvílíkt vinnudýr!

    8
  3. Ótrúlegt hvað menn geta dottið í svartnættið hér þegar leikurinn er rétt hálfnaður.
    Hendo þetta og miðjan ekki nógu góð og eitthvað bull hvaða rugl er þetta er þetta ekki fokkins miðjan sem er meira og minna ástæðan fyrir því hvar Liverpool er í dag og ný krýndir Evrópumeistarar ?

    Ég hefði fúslega viljað sjá Ox í dag en er drullu feginn að Hendo var inná og braut ísinn í þeim seinni svona á að svara gagnrýni!

    Annars var Fabinho í eitthverju beast mode í seinni hálfleik var frábær og ætla velja hann mann leiksins!

    YNWA !

    23
    • Eftir leik var viðtal við Henderson þar sem hann sagði sjálfur að hann hafi átti 2 slæmar áhvarðanir í byrjun leiks þar sem annað kostaði mark og hitt skóp stórhættu en við sluppum með skrekkinn…eftir það átti Henderson frábæran leik olli Rose tómum vandræðum með vinnusemi sinni upp hægri kantinn sem skilaði frábæru marki hjá okkar frábæra fyriliða…

      2
      • Já ég er alls ekkert að segja að hann hafi átt perfect leik eða neitt álíka.

        Bara það að við verðum að halda haus hvort sem það er með okkur sjálfum eða að horfa á leikinn á vellinum eða með öðrum og á spjallborðum að þetta er Liverpool FC og þetta er aldrei búið fyrr en allur leikurinn er liðinn.

        Annars var ég ánægður með fyrri hálfleikinn þrátt fyrir að vera undir þegar það kom leikhlé því maður sá hversu miklu betri við vorum og í mínum huga var þetta spuring hvað við myndum skora mörg í þeimm seinni.

        Mér fannst svarið hjá þeim í seinni sýna okkur enn eina ferðina afhverju þeir eru búnir að vera lang bestir í evrópu síðastliðin tímabil.
        Fabinho var gjörsamlega frábær þá sérstaklega í seinni hálfleik annars fannst mér bara eitt lið á vellinum og það var Liverpool held ég hafi aldrei séð Tottenham liggja svona aftarlega áður.
        Markmaður þeirra átti samt stórleik og kom í veg fyrir stærri sigur.

        YNWA !

        3
  4. Þetta var einn af betri leikjum Liverpool á tímabilinu og frábært svar við Man utd drulluni.

    Fáum á okkur mark strax í byrjun en það var engin uppgjöf kraftur og elja út 90 mín.
    Skrítna við þetta er að manni fannst við spila mjög vel fyrstu 45 mín en erum undir. Í síðari hálfleik þá einfaldlega héldum við áfram og náðum að skora tvö mörk og unnum sangjarnan sigur.
    Það má segja að einni slæminn kafli hafi verið síðstu 10 mín þegar við færðum okkur full aftarlega og þeir fengu í fyrsta skipta að leika sér með boltan og sköpuðu smá hættu.
    – Aðeins um þetta við verðum að læra að spila betur með forustu þegar lítið er eftir, við þurfum að draga niður úr hraðanum og vera klókir en það er eins og við höldum tempóinu alltaf hái sem er hættulegt.

    Aðeins um framistöðu leikmanna
    Þetta var einfaldlega liðsigur og ekkert annað. Sóknarlínan okkar var ógnandi, miðjan að hlaupa úr sér lungun og varnarlínan nokkuð traust(þótt að manni fannst að Lovren hefði átt að gera betur í sumum atriðum).

    = Veljum samt sokkatroðslumeistaran Henderson sem mann leiksins fyrir markið sitt mikilvæga og hlaupaframlag.

    6 stiga forusta búnir með Arsenal, Chelsea, Tottenham, Man utd og Leicester(höfum þá með því að þeir eru mjög góðir) eftir 10 leik er ekki slæm staða.

    YNWA – næst á dagskrá Arsenal í deildarbikarnum og vill maður sjá fullt af breyttingum og leyfa köppum eins og Ox, Lallana, Brewster, Gomes, Adrian, Clyne, Keita og Origi að byrja.

    12
    • Clyne er langt frá því að vera byrjaður að æfa. Sjáum hann í alfyrsta lagi í vor, ef þá nokkurntímann.

      6
      • Spurning um að leyfa Larouci að spreyta sig í staðinn? Ekki það að hann lék víst allan leikinn með U23 í gær, og þar á meðal sem striker undir lokin.

        Annars sammála þér með Arsenal leikinn, það ætti að setja eins mikið af “aukaleikurum” í byrjunarliðið og mögulegt er. Allur fókus á að vera á deild og meistaradeild.

        6
      • Sammála þér í því að vera sammála Sigurði. Stilla upp breiddinni okkar og fá reynslu og leikformið i gang þar. Annars veit ég ekkert hvað ég er að bulla því það er ekkert hægt að toppa Evrópumeistarana okkar, vinnusemin okkar og gæðin eru ótrúleg! Sammála líka greinarhöfundi með The Fantastisk Fabinho. Þvílíka gullstöngin sem hann er, herra gvuð!

        1
  5. Hrikalega mikilvægur sigur, og vægt til orða tekið. liverpool var einfaldlega svo margfallt betra liðið og niðurstaðan í engu samræmi við yfirburðina, en 6 stiga forskotið helst sem er flott.

    YNWA

    5
  6. Þvílíkur seinni hálfleikur hjá Fabinho. Þvílíkur leikmaður. Maður leiksins.

    Færanýting ennþá vandamál en þrautseigja og barátta tryggja okkur frábæran sigur.

    Áfram Liverpool!

    11
  7. Með þessum sigri er liðið virkilega að sýna að liðið er klárt að fara alla leið og vinna þessa deild allt liðið magnað i dag minn maður leiksins Mane fyrir að ná í þessa vítaspyrnu með hraða sýnum og klókindum einsog hann gerði líka á móti Leicester

    8
  8. Frábær sigur, Fabinho gjörsamlega geggjaður. Spurning um að hvíla hann gegn Villa til að hann verði alls ekki í banni gegn City (gul spjöld).

    Maður hefur annars sáralitlar áhyggjur einu marki undir. Man ekki eftir að hafa nokkurn tíma upplifað það sem aðdáandi Liverpool. Þvílíkt lið!

    12
    • Maður hafði litlar áhyggjur í gamla daga þegar við lágum undir en það er náttúrlega bara merki um hversu gamall maður er orðinn… Grobbelar, Rush, Daglish og co. Svei mér þá ef þetta lið okkar í dag sé ekki eitt það allra sterkasta sem við höfum átt. Umhverfið er bara svo breytt síðan þá.

      6
  9. Flottur sigur í dag og Liverpool miklu betra lið. Legg til að menn leggi símann/tölvuna frá sér þegar þeir eru að horfa á leikinn. Menn geta svo skíta comment um liðið, leikmenn eða þjálfara bara á blað fyrir sig. Ykkur mun líða miklu betur og þurfið ekki að vera að borða sokka í öll mál.
    YNWA

    19
  10. Frábært að klára þetta eftir frekar erfiða byrjun. Henderson með frábæran leik, mér þætti gaman að sjá hvað hann hljóp mikið í þessum leik. Fab líka frábær. Yndisleg 3 stig, allt sem skiptir máli. Frábært !

    4
  11. Þetta voru svo góð þrjú stig, tíu leikir í röð þar sem Liverpool hefur fengið á sig fyrsta mark leiksins á Anfield og komið til baka.

    Fabinho klár maður leiksins, var með sýningu í seinni hálfleik. Mané þar á eftir, ekki hans besti dagur en rosaleg þrautseigja að koma sér í stöðu til að fá vítið.

    Henderson gat ekki tímasett þetta mark sitt mikið betur enda orðinn helsti blórarböggull liðsins, það þarf alltaf að vera einn. Hann og Wijnaldum eru samt að mínu mati of mikil iðnaðarmiðja fyrir framan Fabinho og með Keita/Ox klára er kominn tími til að skipta þessum leikjum milli þeirra í stöðu fremsta miðjumanns. Þeir eru báðir nógu góðir varnarlega og skapa miklu meiri tíma og pláss fyrir sóknarmennina. Ef eitthvað er held ég að Keita sé næstbesti miðjumaður Liverpool varnarlega. Ox og Keita verða að nýta Arsenal mínúturnar vel og vonandi Genk leikinn líka.

    Tottenham liðið er í veseni, það er nokkuð ljóst en þeir eiga eftir að vaxa töluvert næstu vikur. Geta að mörgu leiti byggt ofan á þessa frammistöðu.

    10
  12. Þetta var frábær leikur, Tottenham með heppnismark í byrjun sem slökkti á áhorfendum í smá stund en svo fékk maður gæsahúð þegar drundi í stúkunni og Liverpool pressaði Tottenham aftur að vítateig. Fabinho eins og herforingi á miðjunni. Mane er baneitraður og hefði oft mátt fá aðeins meira hjá dómaranum. Lovren vantar smá sjálfstraust til að koma upp með boltann. Annars var þetta frábær skemmtun og baráttu sigur gegn mjög varnarsinnuðu liði.

    7
  13. Sé á fjölda færsla við leikdagsfærsluna hér að neðan að Liverpool var undir rúmlega hálfan leikinn.

    6
  14. Ég veit eiginlega ekkert hver er mikilvægasti leikmaður liðsins atm. Fyrir ári var það Salah, svo Dijk, núna gæti ég ekki ímyndað mér liðið án Fabinho. Þvílkur andskotans leikmaður!

    5
  15. Frábær leikur en mikið hrikalega var ég stressaður yfir honum. Við fengum fullt af færum og hefðum mátt nýta þau betur.
    Frábær úrslit og staðan yndisleg.

    4
  16. Einfaldlega besti leikur okkar og á bara eftir að verða betra, hvar endar þetta ?

    3
  17. Sæl og blessuð.

    Nokkur atriði:

    1. Henderson var Origi dagsins. Það gekk afskaplega fátt upp hjá honum og það var eins og hann væri í fyrsta skiptið að spila með þessum gaurum – en svo alveg eins og hjá Belganum háttprúða lét hann gagnrýnendur sína hætta að naga á sér táneglur af frústrasjón og gaf þeim sokkapar til átu.

    2. Það væri ofrausn að segja að Salah, Firmino og Mané hafi verið klínískir í þessum leik. Þeir létu a.m.k. varaskeifuna í nærfatabláu fötunum líta út eins og alvöru stykki af markmanni (ætla samt ekki að hallmæla varamarkmönnum…). Þeir hreinlega óðu í færum, bakverðirnir komust ítrekað í úrvalsfæri og Fabinho var að sama skapi drjúgur að vippa honum beint fyrir fætur þeirra. Já, það má vera að þetta hafi verið eitthvert ofurmenni sem stóð á milli stanganna – og auðviað herskari hvítliða þar fyrir framan – en maður hefði samt viljað sjá meiri árangur. Vítið bjargaði andliti þeirra beggja!

    3. Eftir að Sissókó sá stóri og sveri, skeiðaði í gegnum miðjuna okkar, þ.á.m. Fabinho – þá tók einmitt sá síðarnefndi sig saman í andlitinu og átti upp frá þessu stórleik. Það var ekkert minna og munaði sannarlega um framtak hans – sem leiddi einmitt til þess að sóknarmenn fengu þennan aragrúa tækifæra og vörnin var ekki útsettari en raun bar vitni.

    4. Lovrén minn kæri – jú, hann átti einhver snilldarúrræði, en ósköp er maður nú samt smeykur við hann, þeir óðu líka á hann eins og geitungar. Van Dyke þarf líka að fara að færa sig aftur upp á heimsklassahilluna, þar sem hann á heima. Það var svo tímanna tákn að Gómesinn skyldi bætast við varnarlínuna þarna í lokin

    5. Bakverðir voru, fannst mér, til mikillar fyrirmyndar.

    6. Ooooorsenal á miðvikudaginn. Bíðum nú við: Alison, Milner, Gomez, Lovren, Robertson, Keita, Chambo, Lallana, Gini, Origi og …?

    4
  18. Fràbær sigur 🙂

    Vil annars óska skýrslu höfundi með hafa notað ansi ansi oft. Klárlega ansi gott íslandsmet í nogkun á ansi. 😀

    2
    • ^óska skýrsluhöfundi auðvitað til hamingju…vantaði eitt orð þarna hjá mér. Ansi klaufalegt það!

      1
    • Eins og ég hef svo oft sagt áður þá er hann Atkinson löngu kominn yfir síðasta söludag og er það álíka trúlegt að hann nái að aðlagast VAR eins og að trúa því að hægt hafi verið að kenna afa sínum á fjarstýringu af gamla Videotækinu í denn.

  19. En svona í alvöru talað. Það á að endurkrefja spjaldið sem Lovren fékk á Pappírspés Kane. Hversu lengi á þessi leikaraskapur hans að líðast? Gilda aðrar reglur um enska leikmenn kannski? Þarna finnst mér að VAR megi stíga inn og öskra í eyrað á dómara leiksins og segja honum að spjalda Kane fyrir leikaraskap. Það á að reyna að útrýma svona óheiðarleika í þessu fallega sporti.

    7
    • 21
      Get nú ekki verið sammála því þar sem Lovren fer með krumluna í andlitið og ýtir Kane, sem vissulega lætur sig detta eins og honum einum er lagið. Engu að síður var þetta brot hjá Lovren.

      1
      • Ósammála. Ef allir leikmenn myndu bregðast svona við snertingum eins og pappapésinn þarna að þá væri ekki mikið varið í þetta. Er þetta bara orðið þannig að ef einhver snertir hökuna þína að þá áttu að henda þér í jörðina og grípa fyrir andlitið? Alveg galið! Þarna á VAR að grípa inn í.

        3
      • Mér sýndist Lovren ekki snerta höfuðið á Kane þótt leikritið hafi bent til þess. Vissulega brot en spjald var ekki rétt.

        2
      • Ég er búinn að sjá betra sjónarhorn Lovren fer ekki í höfuðið á Kane, en vissulega fiskar Kane á hann spjaldið með leikrænum tilburðum.

        Það var þó heldur ekki hægt að spjalda Kane fyrir leikarsskap þar sem það er brotið á honum.

        1
    • Trent Arnold er með bestu fyrirgjafirnar í boltanum, Ég myndi með tímanum vilja sjá hann og Hendó skipta um stöðu.

      1
  20. Mér finnst athgyglisvert hvað það er hægt að stilla upp góðu bikarkeppnisliði. þá á ég við leikmenn sem eru ekki að spila deildar og meistaradeildarleiki. Sé ekki betur en við getum hvílt allt byrjunarliðið eins og það leggur sig.

    Adrian.
    Hoover – Gomez- Van DenBerg/Matip- Milner –
    Lallana – Keita – Ox –
    Brewster/Elliot- Origi – Shaqiri/Jones

    Nú veit ég ekki hverjir eru meiddir og hverjir ekki og vissulega hægt að stilla upp varamannaliði á marga vegu – en mér þykir þetta ansi sterkt byrjunarlið og ansi margir athyglisverðir valmöguleikar í boði, sé horft til þess að þetta eru allt leikmenn sem eru ekki í okkar allra sterkasta byrjunarliði.

    Samt furðaði ég mig á því að það voru ekki keyptir 2-3 leikmenn í sumarglugganum. Stundum er þess ekki þörf, sérstaklega þegar Liverpool er komið á þann stað að þeir eru ekki að missa sína bestu menn á hverju tímabili.

    3
    • Af þessum þá er Hoever enn að spila með U17 landsliði Hollands, og er því ekki tilbúinn í þennan leik. Shaqiri líklega ennþá meiddur, og staðan á Matip ekki alveg klár. Aðrir held ég að séu til í slaginn.

  21. Sælir félagar

    Það er gaman að fylgjast með umræðum stuðningsmanna MU og fleirum sem tjá sig um liðið eftir að það drullaðist til að vinna nýliðana í deildinni. Martial er líkt við Ronaldo og einkunnagjöfin er eins og um meistaraefni sé að ræða. Þetta er alveg stórhlægilegt og um leið vitlaust og sýnir nottla hvernig staðan er á stuðningmönnum liðsins. Sá eini sem virðist nokkurn veginn í jarðasambandi er Sólskerjamóri sjálfur.

    Það er nú þannig

    YNWA

    2

Liðið gegn Spurs

Leikur með Klopp!