Gullkastið – Hendersonsokkur

Sex stig á City, miklu betra TV en Sex in the City. Tottenham fékk 0-1 forgjöf og spilaði eins og Pulis-lið allan leikinn en það dugði ekki til. Þrír risapunktar í toppliðaslag. Genk var lítið mál í Belgíu með miðjunni okkar allra inná. Verðum svo fremst í stafrófinu í næstu leikjum.

Stjórnandi: Einar Matthías
Viðmælendur:SSteinn og Maggi

MP3: Þáttur 259

Kop.is á Facebook og Twitter – Endilega fylgið okkur þar líka.

18 Comments

  1. Sæl og blessuð.

    Ekki amalegt að hlýða á þessa speki með morgunkaffinu. Tek á mig Hendó antíblætið – þó ég hafi nú reynt að sýna háttvísi sem endranær!

    Að öðru… verður Fernandinho í banni gegn okkur þann 10?

    3
    • Fernandinho fékk 2 gul. Ef hann hefði fengið beint rautt fyrir “violent conduct” hefði hann fengið 3 leikja bann

      1
  2. aha! heyrði einmitt umræður um Fedda í þessum rituðum orðum! Um að gera að tékka á því og fá staðfest. Það væri svakalega gaman að þurfa ekki að hafa áhyggjur af því skoffíni (já, háttvísi…)

    3
  3. Takk fyrir þetta nú sem endranær. Ekki hægt annað en að vera jákvæður…
    … 6 stiga forskot í deildinni
    … miðjumennirnir hafa heldur betur stigið upp í síðustu leikjum m. a. með markaskori
    … Hendó að komast í fluggírinn
    … Fabhino verður betri og betri
    … Ox og Lallana hafa verið góðir þær mínútur sem þeir hafa spilað
    … Mane og Salah leggja upp fyrir hvern annan eins og enginn sé morgundagurinn
    … bakverðirnir okkar að sýna sig heldur betur
    …meistaraseigla, liðið gefst aldrei upp og skorar oft seint í leikjum
    Hef líka dálitlar áhyggjur….
    … Matip verður frá í nokkrar vikur
    … hvernig er staðan á Shagiri??
    … Origi er daufur, eins og hann sé týndur
    … Lovren og Comez virka á köflum ryðgaðir en þeir koma til
    … VvD og Firmino virka þreyttir
    … okkar lið fær á sig mark í hverjum leik

    2
  4. Hættir að setja þetta á Spottify ? Bara 1-1 tap podkastið þar….

    4
  5. Jæja þá er það komið í ljós að meiðslin hjá Matip eru alvarlegri en Klopp talaði um í fyrstu núna er talað um allt að 2 mánuðir 6-8 vikur erfitt að vita á þessari stundu þetta er það sem maður óttaðist núna verða menn eins og Lovren og Gomez að fylla í skarðið.

    Þetta er ekki gott Matip okkar einn af bestu mönnum meiddur.

    1
  6. Takk fyrir gott PodCast. Varðandi Henderson: Hann á ekki að vera byrjunarliðsmaður hjá Liverpool hjá Liverpool og hvað þá fyrirliði ! Á að vera squad player. Þetta hljóta allir að sjá.

    4
    • Magnað að hann bara eigi ekkert erindi eftir að hafa verið lykilmaður í liði sem hefur tapað einum leik af síðustu 49 og unnið Meistaradeildina í leiðinni, hann lyfti helvítis bikarnum! Mögulega ættu allir að sjá að Klopp er að velja hann af einhverri ástæðu.

      Er alveg með kórnum sem vill fá meira spennandi sóknarþenkjandi miðjumann og held að það muni gerast, en nei ég sé bara alls ekki afhverju Henderson ætti ekki að vera lykilmaður eða fyrirliði. Hann hefur verið frábær í báðum hlutverkum og Liverpool miklu miklu betra eftir að hann náði sér af meiðslum sem hrjáðu hann fyrstu ár Klopp með félagið. Hann er alveg einn partur af ástæðunni fyrir betra gengi liðsins.

      20
      • Samála Einari

        Henderson er þess verðugur að vera fyrirliði Liverpool einfaldlega af þeiri ástæðu að Klopp telur hann eiga það hlutverk skilið og meiri skýringu þarf maður ekki. Það má líka sjá mynd af honum með meistardeildarbikarinn til að sjá að þetta er að virka alveg ágætlega.

        Hlutverk fyrirliða er ekki bara að verja drifkraftur í leikjum heldur er stórpartur hvernig menn haga sér utan vallar og hversu mikla virðingu leikmaðurinn fær frá samherjum sínum. Þarna tikkar Henderson í öll box.

        6
      • Sammála báðum, maður sér það á leikmönnum að þeir virða hann. Svo sá maður það vel þegar hann fagnaði markinu sínu gegn Tottenham að þetta er gæji með alvöru passion. Hann viðurkenndi einnig eftir leik að markið sem Tottenham skoraði var einungis honum að kenna og sá steig upp eftir það, alvöru fyrirliði.

        Ég vill meira segja ganga svo langt að Henderson eigi að taka uppstillt leikatriði, sbr hornspyrnur og aukaspyrnur ekki úr skotfæri. Mér finnst Trent, eins frábær að hann er að crossa og skjóta á markið, ekki alveg vera með miðið rétt stillt í föstum leikatriðum. En frábærir krossar á milli markvarðar og hafsenta þegar flæði er í leiknum.

        Það má hinsvegar deila um það hvort Hendo og Gini henti saman, þeir eru svipaðir leikmenn og það er spurning þegar Keita kemst í toppform hvort þeir þrír ásamt Ox (sem ég held að verði meira notaður með efstu þrem) deili þessu frekar á milli sín. Keita hefur oft sannað það að hann er ekki síðri varnarmaður en sóknarmaður, það er bara spurning hvort work-mentalityið sé á réttum stað hjá þeim ágæta leikmanni, sem ég hef ennþá fulla trú á.

        2
      • Með meiri æfingu verður Trent líka stórhættulegur í þessum tegundum frísparka.
        Varðandi miðjumenn er bara spurning hvenær Trent verður fluttur úr bakverði upp á miðjuna hægra megin. Ég held það verði innan 2ja ára.

  7. Það virðast ekki margir sjá vinnusemina og varnarskylduna sem Henderson þarf að sinna. Vegna þess myndast mun meira svigrúm fyrir TAA að sækja.

    Henderson er samt ekki sami leikmaðurinn og hann var fyrir hælmeiðslin og það sem af er þessu tímabili hefur hann átt misjafna leiki. Eitthvað hlýtur maðurinn samt að vera gera rétt því balansinn í liðinu er fínn og vitna ég í stöðutöfluna máli mínu til stuðnings.

    Gegn lakari liðum vil ég samt fara að sjá breytingu á miðjunni. Ég vil alltaf sjá annað hvort Gini eða Hendó á miðjunni með Keita eða Uxanum.

    Gini Wijnaldum virðist einhvern veginn ekki ráða við að spila agað á miðjunni vera ógnandi samtímis. Hins vegar virðist Keita geta gert bæði og vonast ég eftir að hann verði púslið sem vantar til að fullkomna miðjuna.

    2
  8. Henderson gerði einfaldlega mistök í leiknum þannig að eðlilega voru knee jerk reaction í kjölfarið. Hitt er svo annað að persónulega langaði mig í leikmann inná með aðra vídd í liðið frekar en þrjá vinnuhesta í Henderson, Vijnaldum og Fabinho.

    Sem betur fer hlustar Klopp ekki á sófadýr 🙂

    3
    • Henderson kemur í viðtal og tekur markið á sig sem manni finnst virðingavert af því að

      1. Henderson tapar boltanum inná vallarhelming Tottenham með lélegri sendingu
      2. Sissoko labbar framhjá Fabinho eins og að hann er ekki þarna
      3. Sissoko labbar framhjá Gini sem er með auma tæklingu
      4. Henderson er sá sem var lengst frá okkar marki þegar hann tapar boltanum en hann er fyrstur af miðjumönum okkar tilbaka og hjálpar að tvöfalda á Son.
      5. Son tékkar til baka og skot í Lovren sem fer í slána
      6. Boltinn dettur fyrir Kane sem skorar en Dijk gleymir Harry

      Já Henderson gerði misstök en það voru nokkrir samherja hans sem litu ekki vel út í þessu marki og eiga alveg sinn þátt í þessu marki.

      Ég er á því að Fabinho er okkar mikilvægasti miðjumaður og ef maður ætti að velja á milli Gini eða Henderson þá tæki ég Gini en er samt á því að menn eru alltaf tilbúnir að henda Henderson fyrir rútuna ef illa fer(á meðan að aðrir fá ekki sömu meðferð).

      3
  9. Fólk hrópar einatt in Klopp we trust, svo koma sófasérfræðingarnir, mest í tilviki Henderson og gagnrýna í milsnu ákvörðun Klopp að nota Henderson. Ég man ekki eftir nokkrum leikmanni sem hefur ekki gert einhver mistök, það hefur oft komið fyrir hjá okkur allt frá fremstu til markmans, oftast réttlætt að gott sé að þessi eða hin mistökin hafi orðið í sigurleik, sem varð hjá Henderson í síðasta leik. Verum ánægðir með alla í liðinu okkar og treystum Klopparanum okkar, hann veit hvað hann syngur.

    YNWA

    1
    • Er ekki samtalið og þetta kommentakerfi hér einmitt til þess að hér eigi sér stað samtal um liðið og færsluna sem þú ert að kommenta á?

      Já langflestir okkar eru “sófasérfræðingar” og ég svo sannarlega líka.
      Djöfull væri þetta nú leiðinlega allt saman ef vð færum nú bara að “vera ánægðir” no matter what.

      Henderson er umdeildur og ekki af ástæðulausu, en hann gerir margt gott líka og er hrósað fyrir það þegar við á.

Leikur með Klopp!

Óvinsælasti bikarinn – Heimsókn Arsenal manna