“For me, there are five trophies: the first is to win the Premier League, the second is to win the Champions League, the third is to qualify for the Champions League, the fourth is to win the FA Cup and the fifth is to win the League Cup.” -Arsene Wenger.
Það er engin vafi á hvaða keppni er sú óvinsælasta í enskri knattspyrnu. Deildarbikarinn var stofnaður 1960 og jafnvel þá voru menn ekki parhrifnir af tilvist hans. Keppnin er eingöngu opin liðum í fjórum efstu deildum Englands. Hún gefur enga að síður Evrópusæti og dolla er dolla. Stærstu liðin hafa síðustu notað keppnina til að blóðga unga leikmenn og leyfa varamönnum að spreyta sig. Jóse Mourinho er eini stóri þjálfarinn sem ég man í fljótu bragði eftir að hafi lagt mikla áherslu á keppnina. Hann taldi hana vera góða leið til venja leikmenn á sigurhugarfar. Núverandi meistarar eru Manchester City, sem hafa bikarinn í fjögur af síðustu sex skiptum, enda með breiðasta hópinn í Evrópu.
Andstæðingurinn – Arsenal
Arsenal hafa ekki unnið þessa keppni síðan 1993. Wenger, eins og sést hér að ofan, faldi ekki skoðun sína á þessari keppni. En nú eru breyttir tímar. Sæti Unai Emery er byrjað að hitna, mögulega að svíða á honum botninn aðeins. Hann gæti vel rennt hýru auga til deildarbikarsins, ef ekki til annars en að sýna að einhverjar framfarir séu í gangi.
Staða Arsenal er ákveðið rannsóknarefni. Þeir eru í fimmta sæti deildarinnar, fjórum stigum á eftir Chelsea. Þeir hafa tapað tveimur leikjum og gert tvö jafntefli. En frammistöðurnar hafa verið afleiddar og Emery virðist ekki vita hvað sitt besta lið er og hefur verið gagnrýndur fyrir of mikla varkárni. Özil er komin í einhverja hyldjúpa frystikistu og Pepe er ekki að ná að ná deildina því heljartaki sem stuðningsmenn vildu. Einhver á Twitter orðaði stöðuna svona: Vandamál Arsenal er ekki sama vandamálið leik eftir leik, heldur finna þeir ný vandamál í hverjum einasta leik.
Nýjasta vandamálið er ótrúlegt. Granít Xhaka var í haust gerður að fyrirliða Arsenal. Ferlið var meðhöndlað illa og dróst á langinn. Við þekkjum það öll þegar einn leikmaður er gerður að blóraböggli fyrir óánægju leikmanna. Við þekkjum líka þegar fyrirliði liðsins er ekki talin vera bandsins verðugur. En margföldunaráhrifin sem urðu þegar hann átti slæman leik gegn Crystal Palace ullu fordæmalausum viðbrögðum á Emirates. Því til næst allur völlurinn púaði á fyrirliðann á leið af vellinum.
Hann svaraði með því að öskra á stuðningsmenn að fokka sér og gekk löturhægt af velli. Síðan hafa fjölmiðlar og Arsenal menn verið að reyna að vinna úr þessu. Það er ekki fordæmalaust að stuðningsmenn púi á eigin leikmann. Það er meira segja ekki fordæmalaust að það gerist á Emirates. En að lið púi á sinn eigin fyrirliða er að því ég veit, óþekkt. Aðdáendur Arsenal skutu sig í fótinn með þessu, en Xhaka skaut síðan eigin fót af með viðbrögðum sínum. Það er langt því frá að allir Arsenal menn séu sáttir með hvernig völlurinn lét, en þeir eru allir sammála um að viðbrögð Xhaka hafi verið óásættanleg.
Það flækir málið að Xhaka var kosinn af liðsfélögum sínum til að fara fyrir liðinu. Hann er vinsæll í hópnum, Torreira táraðist við að horfa upp á þetta. Ekki einfalda viðbrögð Xhaka málið, né að hann hafi ekki beðist afsökunar. Sama hvað gerist er þetta ljótur blettur á sögu félagsins, bæði athæfið og viðbrögð leikmannsins.
Aldrei þessu vant mun það hjálpa Arsenal að vera að keppa á Anfield. Stemningin á Emirates er eitruð og það er venjulegra meiri stuðningur í útivallarstuðningsmönnunum. Þetta mál hefur verið efst á baugi síðustu daga og manni grunar að leikmenn, jafnt ungir sem reyndir, verði dauðfegnir að komast út á völl og fá að spila fótbolta.
Özil ferðaðist með hópnum til Merseyside. Ef hann kemur ekki allavega inná sem varamaður er ljóst að hann fer í janúar, ef einhver vill hann. Aubameyang, Calum og David Luiz fá frí, auk Xhaka. Giskum á að byrjunarliðið verði einhvern vegin svona.
Martinez; Bellerin, Holding, Mustafi, Kolasinac; Willock, Torreira; Maitland-Niles, Smith Rowe, Saka; Martinelli.
Okkar menn
Lífið er gott fyrir púllara. Evrópumeistarar, með sex stiga forskot á toppi deildarinnar. Fyrirliði okkar fékk sína gagnrýni um helgina, en svaraði með ullarsokki uppí gegnrýnendur.
Ef að Liverpool tapar fyrir Arsenal verður okkur öllum sama eftir viku, það eru stærri fiskar í sjónum. En vegna því hversu lítil skekkjumörk eru í deildinni og Evrópu þá eru þessir leikir eina tækifærið til að gefa ungum mönnum mínútur. Ég vil sjá okkur fara sem lengst í henni, að því gefnu að við spilum nánast eingöngu á varamönnum. Það er hellingur af hæfileikum sem bíða þess að springa út hjá Liverpool, þeir þurfa að fá að spila.
Kelleher fær víst að byrja leikinn, Clyne og Shaqiri eru meiddir. Andy og Trent frá væntanlega pásu, sem og þrenningin fremst. Hoever er því miður í landsliðsverkefni, slúðrið segir að Neco Williams komi inn. En hver veit. Milner mun fara fyrir hópnum og Gomez mun upplifa, kannski í fyrsta sinn, að vera einn af reynsluboltunum í hópnum. Giska á að hópurinn verði svona:
Það er nóg af efnivið í þessum hóp, en líka hellingur af gæðum. Oxlade og Keita voru geggjaðir gegn Genk og ég er einn af þeim sem vill að annar þeirra sé í flestum byrjunarliðum þegar fram líða stundir. Til að svo verði þurfa þeir að standa sig í þessum leikjum. Eins er ég svakalega spenntur að sjá meira af Harvey Elliot og Brewster.
Spá.
Ég held að þetta verði virkilega skemmtilegur leikur. Arsenal hafa meiru að tapa en Liverpool og munu vilja hefna tapsins fyrr í vetur, svo ekki sé talað um að fá eitthvað annað umræðuefni en atvik helgarinnar. Held að þetta fari 2-2 og Liverpool vinnur svo í vító.
YNWA!
Uppfærsla: Fékk ábendingu og lagaði byrjunarliðið.
Hvað heitir hann aftur þessi frægi á CNN sem missti nefið í beinni útsendingu á kosningafundi Elisabeth Warren?
spurðu google
C. Jones var flottur í Wimbledon leiknum. Vill sjá meira af honum, ásamt Brewster og Elliot mynda vonandi framlínuna. Lallana, Keita og Chambo verða miðjan að öllum líkindum. Lovren má alveg fá fleiri leiki uppá leikformið, taka hann bara útaf í seinni, Milner, Berg, Lovren og Gomez mögulega vörnin.
Annars bara vonandi sigur svo þessir ungu og fringe leikmenn fá fleiri leiki. Fá Everton svo í heimsókn í átta liða.
Takk fyrir fína upphitun. Hef á tilfinningunni að Klopp finnist miðjutríóið Lallana, Ox og Keita of veikt varnarlega. Ég spái þvi að liðið verði einhvern veginn svona: Kelleher, Larouchi, Lovren, Gomez, Milner, Lallana, Winjaldum, Keita, Origi, Brewster og Ox. Langar samt að sjá Elliott í stað Origi.
Takk fyrir flotta upphitun.
Ég er mjög spenntur að sjá ungu menninina okkar í þessum leik.
Að lokum verð ég að furða mig á þessu “Fyrirliði okkar fékk sína gagnrýni um helgina, en svaraði með ullarsokki uppí gegnrýnendur”. Jú það er greinilegt að menn skiptast í fylkingar varðandi fyrirliðann, en að hann hafi verið að “troða sokk” á sunnudaginn er bara fjarstæða.
Hann lét hirða af sér boltann á miðjum vellinum sem hraðaupphlaupið varð úr sem skóp svo markið.
Jú hann skoraði svo jöfnunarmarkið seinna í leiknum, en var annars bara ekkert sérstakur frekar en vanalega að mínu mati. Hann er oft ekki í byrjunarliðinu hjá okkur, og þegar hann byrjar er hann líka oft fyrsti maður til að vera tekinn útaf fyrir annan leikmann, ef það segir ekki allt um “gæðin” hjá honum þá er ég að misskilja eitthvað.
Aníhú, hlakka til leiksins í kvöld og spái 2-0 sigri okkar manna.
Annað, Juventus voru að fylgjast m.a. með Salah á leiknum við Tham, þeir höfðu heyrt að hann væri bara ansi sprækur í fótbolta, LOL.
YNWA
haha þeir myndu ekki hafa efni á honum þó að Salah væri til sölu sem hann er ekki.
Salah ákvað að spyrja E.Can hvernig lífið væri hjá Juventus og hefur því ákveðið að vera áfram hjá Liverpool 😉
Hræðilegt ef Salah fer til Juventus í janúar. Ef við förum upp úr riðlinum í CL trúi ég ekki öðru en að hann verði áfram, allavega fram á sumar.
Engar áhyggjur Sindri, Salah fer ekki niður á við, og ekkert lið til að fara upp á við, so be eazy.
YNWA
Eru menn virkilega með áhyggjur af því að Salah sé á leiðinni til Juventus ? í fyrsta lagi eru 99.9 % líkur á því að þetta sé ein kjaftasagan og öðru lagi þá er Liverpool einfaldlega sterkara lið heldur en Juventus er um þessar mundir. Liverpool er annað af risunum í sterkustu deild í heimi og síðast þegar ég vissi þá erum við Evrópumeistarar meistaraliða. Svo veit ég ekki betur en að Enski boltinn sé hæst skrifðasta deildinn í Egiptalandi sem hefur heilmikið að segja fyrir hverja Mo Salah vill spila.
Mér finnst eins og aðhangendur Liverpool hrjáist af áfallastreyturöskun. Það þarf ekki nema að koma kjaftasaga og þá nojast menn upp. Það hafa sárafáir lykilmenn farið síðan Klopp kom, Coutinho og Can eru þeir einu sem ég man eftir og í kjölfarið kom liðið miklu sterkara.
‘Eg held að Liverpool sé í þannig stöðu að það þurfi mjög mikið til þess að leikmenn hugsi sér til hreifings og þá yrði tilboðið svo hátt að það væri þessvegna hægt að kaupa tvo sambærilega leikmenn fyrir peninginn eins og sannaðist með það þegar Coutinho var seldur.
Sammála, nema hvað mér fannst Emre ekki geta talist lykilmaður hjá okkur.
“í kjölfarið komu leikmenn sem voru miklu sterkari” vildi ég sagt hafa. 🙂 afsaka villur hjá mér.
Var bara að gera grín að þessu með Juventus Brynjar, það er engin örvænting hjá mér hvort sem það er rétt eða rangt að Juventus hafi uppgvötað Salah og hafi verið að njósna um hann, þannig slappaðu bara af, Salah er ekkert á leiði burt frá okkar ástkæra.
YNWA
Það voru ekki nema 3 mánuðir liðnir frá því Salah kom til Liverpool þar til pressan fór að orða hann við önnur lið.
Mörgum mánuðum eftir að Klopp fullyrti að meint rifrildi þeirra væri uppspuni héldu fjölmiðlar áfram að orða Salah við önnur lið og héldu áfram að nota meint rifrildi sem hluta af óánægju Salah.
Salah er á klásúlulausum langtímasamning og hvort sem Juventus eða eitthvað annað lið(PSG og Real væntanlega einu möguleikarnir) sé að fylgjast með honum þá er amk hægt að útiloka alla möguleika í janúar. Bíðum allavega fram í apríl með að spá í framtíð Salah.
Eini möguleikinn sem ég sæi næsta sumar væri að Salah fari til PSG í skiptum fyrir Mbappe og met líkurnar á því sirka 2%.
Skjáskotið hjá mér var grín varðandi Juventus, sem sagðir voru að hafa verið að njósna um Salah, aðalmálið er, það er það er game day aðeins annað lið en MK Dons, en koma svo, 2-1.
YNWA