Liðið gegn Arsenal

Byrjunarliðið gegn Arsenal er komið og kemur ekki á óvart m.v. umræðu fyrir leik. Klopp er augljóslega með þessa keppni í litlum forgangi en þessir leikir eru auðvitað frábært tækifæri fyrir leikmenn sem vilja brjóta sér leið inn í byrjunarliðið. Allir þeir sem spila í dag eru að reyna að fá stærra hlutverk í liðinu.


Bekkur: Adrian, Koumetio, Larouci, Chirivella, Jones, Kane, Clarkson

Ég er nokkuð vel að mér í hópi Liverpool en ég veit nákvæmlega ekki neitt um Koumetio? Áhugavert að Neco Williams fær séns í liðinu í fyrsta skipti.

Klopp er að spila deildarbikarinn nákvæmlega eins alvarlega og ég myndi vilja að Liverpool geri. Hann lætur m.a. Ljinders sjá um blaðamannafundina sem er hressandi enda ávallt mjög góður á þeim.

Ef að þessir leikmenn vilja spila meira þá er bara að vinna Arsenal, simple.

Held með þessu Liverpool liði í kvöld 🙂

61 Comments

    • Sæll Gunnar.

      Mér hefur reynst vel að fara inn á https://footybite.com/football/

      Leikir kvöldsins sjást hægra megin í lista, þú velur þinn leik og þá kemur hellingur af straumum. Ég opna bara 2-3 og læt reyna á það. Gengur alltaf vel.

      3
      • Hmmmm…

        Og þá klikkaði það auðvitað! Kannski fáir að sýna frá Carabao Cup?

  1. Mikilvægt fyrir leikmenn eins og Keita, Gomez, Ox og Origi að sanna sig. Það eru ágætis líkur á að þeir spili allir gegn Genk í næstu viku.

    Miklar vonir eru bundnar við Brewster og nú er tækifæri hans að sýni að hann sé eitthvað meira en annar Ben Woodburn.

    Seppi hefur verið að spila vel með unglingaliðinu. Spennandi að fylgjast með hvernig hann muni standa sig á stóra sviðinu.

    Elliott var frábær gegn MK Dons. Ég er spenntastur fyrir að sjá hann í kvöld.

    Það er líka ánægjulegt að það sé bakvörður úr akademíunni að spila í kvöld en ekki verið að færa miðvörð í bakvörðinn.

  2. Hvernig er það, þurfið þið ekkert að borga fyrir Mustafi eða var einhver klásúla í sölunni á Ox? ?

  3. VAR er semsagt ekki notað í Carabao Cup. Urrandi rangstaða þarna í markinu.

  4. Úff, kjúklinga mistök hjá Kelleher þarna í seinna markinu.

  5. Jæja 🙂 hvað erum við með á bekknum 🙂

    Milner inn á miðjuna takk 🙂

  6. Eins drullusama og mér er um þennan leik þá fæ ég samt semi þegar Milner skorar úr víti ????

  7. Hvorki dæmd rangstæða né hendi í þessari keppni?

    Jæja við erum að girða okkur í brók, tökum þetta klárlega í seinni hálfleik
    YNWA

  8. Það verður að leyfa þessum strákum að gera mistök öðruvísi læra þeir ekki neitt.
    Annars er þetta fjörugur leikur, kannski bara mér sem er svona rosalega sama hvort við förum áfram eða ekki.

    3
      • Finnst allir aðalliðsleikmennirnir bunir að vera slappir. Half vorkenni unglingunum að þurfa að spila með þeim

        2
      • Ox og Keita eru að koma til baka og Ox í það minnsta þarf meira en 5-6 leik til að ná nokkurs konar leikformi, ég er óánægðastur með Origi, byrjaði vel og virtist ætla taka menn á en breyttist síðan bara í leikmanninn sem var næstum látinn fara frá okkur og er fastur í að gefa lélegar sendingar til baka hvert sinn sem hann fær boltann…

  9. Það vantar ekki fjörið í þennan leik.
    Þetta er þessi týpíski deildarbikarleikur þar sem menn eru ekki vanir að spila saman og bæði lið eru að sækja og hvorugt er gott að verjast.

    Maður fannst okkar strákar byrja nokkuð vel, eignuðu sér miðsvæðið í byrjun og komust yfir með sjálfsmarki og fannst manni eins og að við værum að fara að bæta við.

    Arsenal skorar rangstöðu mark og svo gerir Kelleher skelfilegmisstök þegar hann slær boltan bolta út í teig sem var á leiðinni framhjá en Origi var reyndar hálf áhugalaus að spila vörn rétt á undan sem var ekki að hjálpa.

    þriðja markið hjá þeim skrifast á Elliot sem á slæma sendingu og þeir skora strax á eftir

    Liverpool átti svo að fá víti þegar Keita skaut greinilega í hönd Arsenal leikmanns en fengum svo soft víti rétt á efti þar sem var mjög lítil snert ef einhvern þegar Elliot datt inn í teig.

    Ég veit ekki með ykkur en mér fannst gaman að horfa á svona leiki, þetta er ákveðin tilbreytting frá deildarleikjum og má segja að maður getur horft á þetta pressulaus því að það er gott að komast áfram en engin heimsendir að sleppa við aukaleik í desember um minnst bikar englands.

    Það má segja að engin leikmaður hefur verið að standa sig virkilega vel. Besti kaflin kom í byrjun leiks þegar Ox, Keita og Lallana voru að tengja vel á milli sín.
    Því miður hafa ungu strákarnir átt lélegan leik og svo finnst manni eins og að Origi sé ekki alveg að nenna þessu.
    Spái að við náum samt að jafna og klára þetta í vító

    6
    • Ég er allveg sammála, þetta eru í raun skemmtilegustu leikirnir ef maður bara tekur þá ekkert allvarlega.

      1
    • Eg missti af fyrrihálfleik en Sigurður Einar er búinn að koma honum vel til skila einsog öðru sem hann lætur frá sér fara hér á Kop.is

      3
  10. Larouchi inná og Milner á miðjuna kanski á kostnað Keita sem mér finnst týndur en veit ekki það er ekki mikið sem Klopp getur breytt ef hann þarf þess ekki meðað við bekkinn allavega.

    1
  11. líta út eins og eitthverjir vitleysingar þarna aftast hvað er að frétta

    1
  12. Maður er farinn að halda að Keita greyið sé algjörlega ónýtt og eintak eins og Sturridge. Frábær í fótbolta en ekki með líkama til að spila í alvöru liði.

    En þvílíkt action i þessum leik. Pínu til skammar að vera búnir að sleppa inn 4 mörkum á heimavelli en gaman að sjá kjúklingana og varaskeifurnar spreyta sig.

    3
  13. Sérstakt að veikja liðið með þessum skiptingum þegar við erum að tapa.

    1
  14. Hahaha, djöfuls veisla var þetta! Mér er nánast alveg sama um þessa keppni en virkilega flott að ungu mennirnir fái fleiri svona tækifæri; þær liggur virðið í þessu að mínu viti. YNWA!

    4
  15. Gaman að sjá að Milner gerir mistök eins og við hinir (fyrst það kom ekki að sök).

    2
  16. Mér finnast þessir leikir mjög skemmtilegir. Svona frekar pressulaust, en ungir leikmenn og reyndari í bland sem vantar mínútur.

    Svo er það líka eitthvað við svona útslátt sem heillar.

    1

Óvinsælasti bikarinn – Heimsókn Arsenal manna

Liverpool 5-5 Arsenal – sigur í vítaspyrnukeppni