Liverpool mættu án Fabinho á miðjunni á Villa Park og mættu þar heimamönnum sem hafa verið ansi sterkir undanfarið. Fyrstu mínúturnar voru frekar jafnar en það sást greinilega að eitthvað var að hjá Liverpool því liðið fúnkeraði ekki jafn vel og venjulega. Eftir nokkur hálffæri og fréttirnar að City væri komið undir gegn Southampton var ákveðið að skemma þá stuttu ánægu þegar Mané braut klaufalega af sér og Villa fékk aukaspyrnu á miðjum vallarhelmingi Liverpool. John McGinn tók spyrnuna beint á Trezeguet á fjærstönginni sem kom boltanum nánast í gegnum Alisson í markinu. Eftir langa VAR skoðun til að sjá hvort Trezeguet hefði verið réttstæður var markið dæmt löglegt. Rétt niðurstaða en tæpt var það.
Hörmungarnar héldu svo áfram í fyrri hálfleik miðjan var arfaslök og fremstu þrír ekkert skárri. Bobby Firmino náði þó að koma boltanum í netið en var flaggaður rangstæður af aðstoðardómaranum. Atvikið var sent í VAR herbergið sem ákvað að styðja þá ákvörðun sem reyndist svo tæp að á meðan á leik stóð þurfti að gefa út yfirlýsingu til að skýra hvernig hann væri rangstæður en handakrikinn var fyrir innan línu.
Rétt fyrir hálfleik var stigið á Sadio Mané innan teigs sem lét sig falla auðveldlega til jarðar og var spjaldaður fyrir dýfu, líklegast réttur dómur en fannst sjálfum eins og hann hefði getað sleppt spjaldinu þar sem það var snerting en vissulega lélegt hjá Mané. Fyrri hálfleik lauk og í honum hafði Liverpool átt eitt skot á markið enginn leikmaður að spila vel.
Það var þó eins og það væri annað lið sem kom inn á völlinn í seinni hálfleik. Fórum að sjá Liverpool lið líkara því liði sem lennti undir á móti Tottenham og fór að auka pressuna á mark andstæðinganna með hverri mínútunni sem leið, nema að end productið var ekkert.
Eftir um klukkutíma leik viku bæði Salah og Wijnaldum fyrir Origi og Chamberlain og aðeins um mínútu síðar náði Robertson að koma boltanum á Chamberlain sem átti skot í Engels, fékk boltann aftur og átti skot í Mings enn og aftur barst boltinn til hans en þriðja skotið í varnarmann líka. Það kom meiri kraftur í liðið með þessum innkomum en inn vildi boltinn ekki. Það var svo þremur mínútum fyrir leikslok þegar Mané kom með fyrirgjöf yfir á Andy Robertson sem skoraði sitt fyrsta mark í vetur og á svona hrikalega mikilvægum tímapunkti.
Villa menn voru svo nálægt að eyðinleggja mómentið þegar Trezeguet stakk boltanum á Hourihane sem var einn á móti Alisson en ákvað að reyna renna boltanum fyrir markið frekar en að fara í skotið sjálfur. Á 94. mínútu átti Trent síðan hornspyrnu sem hann kom á nærstöngina þar sem Sadio Mané kom á móti boltanum og skallaði hann framhjá Heaton í markinu og stigin þrjú orðinn okkar.
Bestu menn Liverpool
Trent Alexander-Arnold var eini leikmaðurinn sem átti heilt yfir fínan leik í dag og þó Sadio Mané hafi verið slakur stóran hluta leiksins er eftitt að nefna hann ekki hér þegar hann skorar eitt og leggur upp hitt markið í leiknum. Robertson var líka ágætur heilt yfir var þindarlaus að vanda úti vinstra megin og var duglegur að losa sig og skorar svo jöfnunarmarkið.
Vondur dagur
Salah var mjög slakur í leiknum ásamt Wijnaldum sem sást bara varla í dag. Henderson og Lallana með honum á miðjunni sem varð undir mest allan leikinn í dag. Henderson náði þó að koma tilbaka og eiga fínar síðustu 20-25 mínútur í leiknum.
Umræðupunktar
- Stóra umræðan verður VAR enn og aftur. Firmino markið virkilega tæpt og hefði verið áhugavert að sjá ákvörðun VAR ef flaggið hefði ekki farið á loft. Einnig fékk Engels boltan í hendina inn í teig í seinni hálfleik og það atvik var ekki skoðað.
- Miðjan í veseni – Henderson búinn að eiga tvo slaka leiki í röð þó hann hafi náð að vinna sig inn í þá báða undir restina og Wijnaldum mjög slakur í dag. Ekki það sem við viljum sjá með City handan við hornið. Vonandi mun innkoma Fabinho þar hjálpa þeim því ég sé ekki annað en að þeir byrji þann leik.
- Komum til baka aftur og aftur og aftur og aftur – Þetta er enn eitt stóra mómentið í þessum titilslag við City. Hefðum við tapað og verið þremur stigum fyrir ofan þá hefði verið hrikalega erfitt að mæta á Etihad næstu helgi en karakterinn í þessu liði er ótrúlegur.
Næstu verkefni
Næst á dagskrá er Genk á þriðjudaginn og síðan er það stórslagurinn gegn City á sunnudaginn!
hvað er að þessu liði, litla ruglið ??
Maður leiksins er trúin. Geggjað að horfa á þessa drengi. Það eru ekki allir leikir 4-0 og 7 leikmenn að sýna stjörunleik.
Glæsilegur sigur hjá okkar mönnum. Tók tíma og tók á en sanngjörn úrslit. Held því miður að menn hafi aðeins verið komnir fram úr sér og farnir að hugsa um city leikinn en hvað veit ég. Atkinson greiið fær engan aur frá andstæðingum okkar í dag þrátt fyrir að gera allt sem í hans valdi stóð til að láta okkur tapa. Það eina sem er þó alveg kristal tært er að við eigum magnaðan hóp leikmanna sem eiga eftir að skila okkur langt. Nú þarf bara að strjúka Salah aðeins og lappa upp á hann fyrir city leikinn og áfram gakk 🙂
YNWA
Þessir sigrar eru þeir sætustu.
Ekki merkileg framistaða en liðið hélt áfram allan tíman og náðu á lokametrum í 3 stig til að taka með sér heim. Maður sá að það var aldrei uppgjöf enda liðið margoft sýnt að það getur snúið erfiðum stöðum sér í vil.
Um framistöður leikmanna.
Alisson 6 – hafði ekki mikið að gera í þessum leik en það sem hann gerði gerði hann vel. Þurfti tvisvar að vera fljótur að lesa sendingar innfyrir en það er mjög vanmetinn þáttur í hans hlutverki.
Andy 9 – Drifkraftur allan leikinn og skoraði þetta flotta mark. Maður leiksins fyrir mér
Dijk 7 – Solid leikur varnarlega eins og alltaf en liðið var auðvita með boltan meirihlutan af leiknum.
Lovren 6 – Var í smá vandræðum í dag en vann sig vel inn í leikinn en Villa sóttu greinilega viljandi á hann en ekki Dijk.
Trent 8 – Með hættulegar fyrirgjafir og tók vel þátt í sóknarleiknum
Lallana 7 – Gerði lítið rangt í þessum leik sem djúpur miðjumaður fyrir utan að skora ekki úr þessu færi. Vann boltan og skilaði honum vel frá sér. Hann var sá maður á vellinum sem átti flestar sendingar á samherja en hans ókostur er varnarleikurinn en gott fyrir hann að það þurfti ekki mikið af honum.
Henderson 6 – Var að djöflast en kom lítið úr honum sóknarlega
Gini 6 – Sjá Henderson
Salah 5 – Átti ekki góðan leik í dag. Það gekk eiginlega ekkert upp hjá kappanum.
Firmino 5 – Hann var mikið í boltanum en ég hef sjaldan séð hann eiga eins dapran leik.
Mane 6 – Skoraði þetta frábæra sigurmark en heilt yfir var ekki mikið að ganga upp hjá honum.
Ox 6 – Kom með kraft
Origi 5 – sást varla eftir að hafa komið inná
Keita – fékk örfáar mín en
Þetta var stórkostlegur sigur en ekki stórkostleg framistaða en eftir á er manni drullu saman á meðan að stigin 3 koma með.
Næstu helgi er Man City heima og líður manni betur að fara með 6 stiga forskot í þann leik heldur en 3 stig
YNWA – ALDREI HÆTTA AÐ TRÚA
Sæl og blessuð.
Ótrúlegt í alla staði. Dramatíkin verður vart meiri – það stefndi í að erkiféndurnir yrðu aðeins þremur stigum undir okkur þegar við myndum mætast – sem hefði gerbreytt þeim leik. Nú mætum við með huggulega yfirburði og rífandi sjálfstraust.
Það kom vel í ljós hvað fab. er magnaður og raunar sætir furðu að ætla Lallana að fylla hans skarð í þessu lykilhlutverki. Hann ætti að fara á sölulista um leið og við hugum að nýjum kaupum. Hvað varðar uppáhalds-ekkiuppáhaldsleikmanninn okkar – Henderson. Ok. hann er klaufskur á köflum, skapar ekki mikið og er jafnvel vandamál.
En ég gef honum kredit fyrir eitt: Lið sem heldur baráttu sinni og þolgæði allt til hins síðasta, berst áfram af slíkum krafti að þeir ná að skora tvö mörk í blálokin – er með góðan fyrirliða. Og þar er hann greinilega að standa sig!
Þvílíka gæsahúðin sem kom er AR skoraði og tók sprettinn tilbaka og það eina sem kom að hjá honum var að komast aftur af stað með leikinn og klára á fullu gasi.
Ég held að það sé ekkert grín að halda í við þá í þessum ham og það eina sem þeir hugsa og kemur til greina er sigur – takk fyrir mig.
Þetta var rosalegt! ÞEtta lið er svakalegur karakter! Ekki nóg með að A.Villa voru þrususterkir og börðust eins og ljón og áttu alveg skilið stig úr þessum leik en þá var greinilegt að það voru menn á bak við VAR-skjáinn sem vildu ekki að við myndum fá neitt úr þessu.
Shittí næst á Anfield, össs!!!!
Aldrei spurning.
Kloppage Time! Maður gæti vanist því! 😀
Alveg er það merkilegur andskoti hvað þessu liði tekst oft að vinna leiki á elleftu stundu! Ég þorði ekki að trúa á síðustu-15-mínútna tölfræðina í dag – en viti menn – Robbó var ekki búinn að missa trúna. Villa menn pressuðu okkur bara nokkuð þétt og auðvitað er miðjan ekki jafnsterk þegar Fabinho vantar. Eins voru allir skotskór týndir í framlínunni og mjög trúlegt að Mo sé ekki 100% í lagi. En rosalega vona ég að Ox verði bráðum nógu hraustur til að vera fastamaður í byrjunarliði. YNWA!
Klopp o’clock!
Sælir félagar
Það hlýtur að vera martröð að spila á móti Liverpool. Liðið hættir aldrei, pressar pog pressar og pressar og pressar. Það er nákvæmlega sama hver staðan er, hvað klukkunni líður eða hvernig leikmönnum líður pressan er endalaus og uppihaldslaus. AV lék þann leik sem öll lið virðast vera að leika á móti ookkar mönnum. Pakkað í 11 manna vörn og reynt að koma með skyndisóknir. Svo eru það föstu leikatriðin. Þar sakna ég Matip sem var búinn að bæta sig verulega í þeim aðstæðum.
Miðjan var steingeld frammávið og sóknartríóið okkar fann sig ekki í leiknum. Mings tók Salah og át hann en við það hefði átt að losna um Mané og Firmino. En lítið gerðist hjá þeim. Færanýtingin er að mínu viti helsta áhyggjuefni liðsins. Leikir þar sem ekki eru búin til færi á færibandi hefa ekki sést hjá liðinu misserum saman. En færanýtingin maður guðs og lifandi. Hún er skelfileg. Það er vandamál sem þarf að laga og þá höldum við áfram að vinna alla leiki.
Það er nú þannig
YNWA
Afhverju getur Salah ekki staðið sig vel i ensku deildinni. Hræðilegur í seinustu 3 leikjum í PL
Salah er ekki 100% fit, hann æfir varla með liðinu þessa daganna. Er enn að jafna sig eftir tæklinguna þegar hann þurfti að fara út af um daginn.
Sturluð staðreynd..eftir 11 umferðir er Liverpool með fleiri stig en United og Arsenal til samans : D
Ég geri ekki annað en éta sokka á lokamínútunum.
Að fara á útivöll hjá liði sem er með meira en 50% sigurhlutfall heima í vetur, lenda undir en taka öll stigin er frammistaða. Persónulega þá spái ég lítið í hver var lélegur eða í besta falli fæ mig ekki til að skrifa um það. Þá er maður að verða ofdekraður. Við skulum fagna og brosa bræður og systur. Mesta og besta lið nútímans vann í dag enn einn sigurinn! Ekkert lið er óstöðvandi Liverpool mun tapa stigum, vonandi verða þau ekki of mörg.
Er ekki samála um að miðjan hafði verið undir í dag þegar við vorum 74% með boltan og vorum nánast í bullandi sókn allan leikinn.
Við eigum shittí á Anfield næstu helgi, ekki á útivelli. Það verður ROSALEGT!!!!
Verða að vera ósammála því að liðið hafi spilað illa. Aston Villa var í miklum ham og leikmenn hlupu úr sér lungun. Það er gríðarlega erfitt að spila á móti svona liðum þeir hentu sér í allt og hlupu sem óðir væru, gengu nánast berserksgang. Okkar menn fengu lítinn tíma vegna hápressu þeirra en náðu samt að skapa og munaði oft litlu en þannig er þetta stönginn inn eða stöngin út. AV menn voru hinsvegar vegna spilamennskunnar alveg búnir á því og þá koma mistökin og mörkin. Þeir sögðu í MOTD um daginn að lið sem reyndu að spila svona á móti Liverpool héldu það yfirleitt ekki út, eina liðið sem gæti spilað svona heilan leik væri Liverpool og kannski MC. Þetta var flottur sigur í erfiðustu deild í í heimi. Ef þetta hefði verið stöngin inn dagur hefðum við skorað 3-4 mörk í viðbót og fengið víti þegar boltinn fór greinilega í höndina á AV leikmanni í markskoti. En við unnum þrátt fyrir þetta, glæsilegur sigur hjá okkar mönnum.
Það er allmikill fnykur af dómaramálum síðustu Liverpool-leikja.
Jon Moss dæmdi þennan og Martin Atkinson var í VAR-stjórnstöðinni. Gult fyrir dívu hjá Mané – endursýning sannar tramp á rist.
Martin Atkinson dæmdi þann síðasta og Jon Moss var með VARsjána. Mark hjá andstæðingi látið standa þrátt fyrir augljóst brot á Liverpoolmanni í aðdraganda.
Helber tilviljun auðvitað.
Það er skítafýla af þessu.
Steingleymdi miðjuhárinu í handarkrika Firminos sem sjást í SMÁsjánni og gerði hann 110% rangstæðan. Takk fyrir ekki neitt Mr. Atkinson!
Chamberlain á að koma inn í byrjunarliðið fyrir annaðhvort Henderson eða Gini. Henderson er oft á tíðum að opna á skyndisóknir fyrir andstæðinginn og Gini ekki að sýna neitt. Veit þeir eru betri en þeir eru búnir að vera að spila undanfarið en með menn eins og OX, Keita og Lallana á bekknum finnst mér þeir ekki eiga skilið að halda sæti sínu í liðinu. Með Fabinho, Hendo og Gin er miðjan steingeld en hlutirnir breytast þegar það er mixað upp.
Einnig hreinasta kjaftæði að hafa ekki fengið víti á hendina… Til hvers er þetta VAR ef það á ekki að dæma á svona, gat ekki betur séð en boltinn væri á leiðinni á markið.
Næst þegar þið eruð í búið og sjáið vöru sem er útrunnin þá munið þið ó já Atkinson en annars enn og aftur frábært að vinna leikinn það skiptir öllu.
YNWA.
Finnst umræða um lélega frammistöðu vera ósanngjörn, þetta var ekkert besti leikur Liverpool en liðið var miklu betra en andstæðingurinn og hefði með réttri dómgæslu ekki þurft að klára þennan leik svona seint.
Það er rosalega mikið drop Lallana fyrir Fabinho, þarf engan vísindamann til að átta sig á því og satt að segja hélt ég að Liverpool væri vaxið upp úr Henderson – Wijnaldum – Lallana miðju. Lalli stóð sig engu að síður ágætlega, best af þeim þremur fannst mér. Henderson var mjög dapur í fyrri hálfleik og það var eins og stundum áður lítið að frétta sóknarlega frá bæði honum og Wijnaldum.
Liverpool er núna búið að koma til baka í þremur leikjum í röð á einni viku, það er rosalegt. Hrikalega pirrandi að lenda alltaf undir en ljóst þrátt fyrir geggjaða byrjun á tímabilinu að Liverpool á nóg inni.
En það er sturlað pirrandi að horfa á leiki þar sem dómararnir hafa VAR til að hjálpa sér en nota það til að reyna réttlæta ranga dóma, sem er fáránlegt.
– Villa nær að pota inn marki úr föstu leikatriði þar sem rangstöðuvörnin klikkar í einhverju cm spursmáli. Skítur skeður.
– Firmino er ekki rangstæður og útskýringar Premier League á meðan leik stóð hlæilegar. VAR hefði ekki tekið þetta mark af Liverpool hefði línuvörðurinn sleppt því að flagga og treyst á VAR eins og þeim er uppálagt að gera í svona atvikum.
– Engels kemst upp með að halda Salah inni í teig sem stoppar auðvitað en lætur sig ekki detta. Það er ekki einu sinni skoðað í VAR enda löglegur varnarleikur gegn Salah að halda honum. Gerist bókstaflega í hverjum einasta leik.
– Sami varnarmaður ver svo hreinilega skot á markið frá Ox, hendin úti og skotið augljóslega á leið á ramman. Hvernig í fjandanum er þetta ekki a.m.k. skoðað? Það var dæmt mark af Liverpool um daginn þar sem Firmino rétt strauk boltanum í aðdraganda marksins, hvernig í fjandanum er sanngjarnt að þetta sé ekki víti?
– Mané lét sig falla og svosem ekki hægt að mótmæla spjaldi þar, dómarinn sýndi samt í dag og þeir gera það ítrekað að það þarf að láta sig falla til að atvikin séu skoðuð. Það var nota bene augljós snerting í því atviki líka.
Fínt að geta pirrað sig á dómaranum eftir sigurleiki, það er voðalega lítið að VAR per se, útfærsla Englendinga er galin og ljóst að það gengur ekki að hafa bestu vini dómaranna í VAR herberginu. Þeir gera allt til að breyta ekki upphaflegum dómi.
Amen!
100% sammála Einari Matthíasi
Liðið er töluvert sterkara í ár að geta róterað Ox, lallana og Keita til að ná meiri krafti í sóknina. Svo er Origi markheppnari heldur en anskotinn er það þarf virkilega á marki að halda. Þetta gæti ekki verið betra fyrir leikinn við City. Spurning um að stinga deildina af.
Frábær sigur og að mínu mati sanngjarn. Það kemur enn einu sinni á daginn að þessir leikir í deildinni er hver öðrum erfiðari. Langt er til vors og margt eftir að gerast td viðureignirnar við MC. Í fyrra tapaði Liverpool deildinni af því það var undir í viðureignunum við MC. Það má bara ekki gerast í vetur og verður því að tjalda öllu til í þeim leikjum. Staðan núna segir ekki neitt, 1. jan 2019 var Liverpool með 54 stig og MC með 47, munurinn 7 stig en það dugði ekki til sigurs, gleymum því ekki.
Þetta var bara hörku skemmtun, sýnir bara að þetta er ekki búið fyrr en loka flautið gellur. Það væri hollara fyrir marga að geyma sín komment eftir leik. Ég lít stundum á þetta eins og matreiðslu. Það er ekkert að marka útkomuna fyrir en maturinn er tilbúinn.
Við sýnum bara aftur og aftur að Klopp er búinn að koma ákveðnu inn í hausinn á mönnum, “aldrei að hætta fyrr en dómarinn er búinn með loka flautið”
Áfram Liverpool.
Þetta lið er bara algerlega stórkostlegt. Við eigum eftir að tapa stigum en viljinn og dugnaðurinn er svo sannarlega til staðar.
Manni finnst liðið eiga töluvert mikið inni, sem er magnað miðað við stigasöfnunina.
Ég vildi óska þess að margir myndu slaka á í kommentum þegar ekki er allt að falla með okkur. Ég fullyrði að enginn á alltaf stjörnuleik í sínu starfi og þó það sé svekkjandi er ástæðulaust að hrauna yfir menn.
Njótum þessa frábæra tímabils í sögu klúbbsins!
Veit að það er ljótt að tala um dómara og VAR en………voru menn að horfa á everton leikinn. Þar þótti t.d. ástæða að athuga hvort dæma ætti víti á tottenham og var það ransakað í drjúga stund. Í gær áttum við að fá víti eftir greinilega hendi en það var ekki skoðað. Er ekki hissa á því að menn séu hissa á framkvæmdinni við notkun VAR því þar virðist ekki vera farið eftir reglum heldur geðþótta.
YNWA
Af hverju er það ljótt að tala um VAR og dómara? Það er frekar ljótt að gera það ekki.
æ bara óbragðið sem maður fær í munnin…..en svakalega væri gaman ef þessir höfðingjar þyrftu að mæta í sjónvarpið og útskýra sín mál og mismunandi áherslur milli leikja
Menn tala um hendina og það og en ekki það að dómarafíflið gefi Mané gult spjald fyrir það að sé stigið á ristina á honum þar sem hann svo dettur jú með tilþrifum en það sést vel að hann stígur á ristina á honum. Svo þegar hann skorar sigurmarkið þá sparkar eitt helvítið í andlitið á honum eftir að hann skorar það er nátturlega ekki skoðað enda pjúra rautt spjald.
Svo er helvítið hann Pep að koma í fjölmiðla og skvetta olíu á eldinn með bulli um að Mané sé að dífa sér ég er brjálaður yfir þessari fáranlegu umræðu.
https://twitter.com/FootballFunnnys/status/1190977062753984514
á bara ekkert að skoða þetta er þetta bara í lagi af því þetta er Mané ?
hann skoraði þannig að það var ekki litið meira á þetta, hefði hann ekki skorað og farið niður hefði var litið á þetta og örugglega dæmt víti.
RH, hann pep hefur svo mikinn aðgang að olíu að hann getur skvett í allar áttir.
YNWA
Vel mælt : D