Eftir heilmiklar viðræður milli Liverpool og Ensku deildarinnar hefur verið tekin ákvörðun um leikdaginn við Aston Villa í 8 liða úrslitum Carabao-bikarsins.
Fyrst var hugað að því að færa Merseyside-slaginn við Everton þann 4.desember til en það var auðvitað ómögulegt með svo stuttum fyrirvara og síðan var skoðað að færa leikinn til 8.janúar þegar fyrri leikur undanúrslita keppninnar átti að fara fram. Það hefði þá þýtt það að sigurlið þess leiks hefði leikið alla miðvikudaga janúarmánuðar (undanúrslitin semsagt enn 2 leikir í vetur).
Hvorugt hugnaðist Liverpool og því er lausnin sú að þriðjudaginn 17.desember leika Aston Villa og Liverpool á Villa park í 8 liða úrslitum Carabao keppninnar og miðvikudaginn 18.desember leikur Liverpool undanúrslitaleik í heimsmeistarakeppni félagsliða í Qatar.
Sannarlega forvitnileg staða og morgunljóst að margir ungliðar fá risaleik á Villa park og spurning verður hvort einhverjir reynslumenn verða geymdir heima til að aðstoða þá og fljúga þá til Qatar og mögulega vera með í úrslitum…sjáum til.
Þetta auðvitað sýnir mjög skýrt þá stöðu sem Liverpool FC er í sem besta félag Evrópu og með leikmannahóp sem vill vinna allar keppnir. Svo sannarlega ekki alveg skilgreiningin á lúxusvandamáli en málið allavega klárt, verður t.d. í fyrsta sinn í sögu okkar á kop.is þar sem upphitun, leikþráður og skýrsla verður í loftinu sama daginn.
Mikið væri gaman ef ungliðarnir tækju svo þennan leik bara!
Sælir félagar
Þetta er nottla glórulaus staða og segir meira um enska sambandið en mörg orð. Lið eins og Liverpool og fleiri sem eru í öllum keppnum og eru að vinna leiki fá ekkert svigrúm. Skipulagshæfileikar enska sambandsins eru svo lélegir að það á líklega engar hliðstæður nema ef vera skildi á Íslandi. Enginn sveigjanleiki og engir möguleika til hliðrunar. Þetta er auðvitað bara bull. Tveir leikir á tveimur dögum í tveimur heimsálfum. Líklega heimsmet í bulli.
Það er nú þannig
YNWA
Þetta er nátturlega glórulaust og Enska sambandið hlýtur að gera sér grein fyrir því að lfc mun aldei senda sitt sterkasta lið.
Sendum bara ungu strákana í þennan Villa leik, ef við dettum út þá er það bara þannig, sigu,r verða þeir algjörar hetjur.
Snillingurinn sem kom með titilinn heim í Frostaskjólið eftir mörg mögur ár hefði farið létt með að spila báða leikina og skora 6 mörk í þeim.
Blessuð sé minning Atla.
Ég myndi vilja að deildarbikarinn yrði í framtíðinni spilaður í landsleikjahléunum. Þá yrðu öll stærri liðin að spila ungliðunum og maður þyrfti þá ekki að vera Liverpoollaus í tvær vikur með reglulegu millibili.