Fórum á skrifstofu .net til að taka upp Innkastið sem fjallaði um veislu helgarinnar. Það er því ekki hefðbundið Gullkast í þessari viku en umræðuefnið er auðvitað það sama. Frábær sex stiga helgi.
Stjórnandi: Magnús Már Einarsson (Fótbolti.net)
Viðmælendur:Einar Matthías, SSteinn og Maggi
MP3: Þáttur 262
Kop.is á Facebook og Twitter – Endilega fylgið okkur þar líka.
Sæl og blessuð.
Hlusta á spekingana og hef seinni hálfleikinn rúllandi á skjánum – þegjandi og hljóðlausan, en hann er jafngóður fyrir vikið.
Markið sem Mané skorar eftir sendingu frá Hendo er ekkert minna en MASTERCLASS í fótbolta. Hvað eru þetta margar snertingar? Yfirvegunin algjör – spilað lengi vel inni í eigin teig og stórstjörnurnar fölbláu hlaupa úr sér lungun meðan Virgill, Lovren, Robbo, TAA leika honum á milli sín. Svo allt í einu færist boltinn fram þeir komast ekki nálægt honum. Það er ekki fyrr en Salah karlinn fær hann sem eitthvað höktir og bláliðar ná að hreinsa í innkast. Þá heldur sýningin áfram þangað til fyrirliðinn fær boltann og gefur þessa undrasendingu fyrir!
Stórbrotið!
Minn maður Gomez að svara fyrir sig.
https://www.theguardian.com/football/2019/nov/11/england-drop-raheem-sterling-montenegro-match
Sögusagnir ganga um hálstak í mötuneytinu og Sterling fær ekki að vera með í næsta landsleik…
Er litla naðran að missa sig. Ég segi bara eins snillingurinn Brendan Rodgers sagði við strumpinn á sínum tima ,,steady”.
Þeim hlýtur að hafa lent ansi einhliða saman fyrst bara annar er útilokaður frá leiknum. Ánægður með okkar mann ef það er rétt skilið að hann hafi verið sá passívi í þessu máli.
Liverpool Echo endurbirtir þetta af Daily Mail:
“The City winger is understood to have reacted aggressively after being greeted warmly by Gomez in the players’ canteen at St George’s Park in front of the rest of the squad, with the Liverpool defender stunned by Sterling’s outburst.
Sterling was sat down in the canteen when Gomez arrived and leant over from behind to shake his hand, leading to him to attempt to grab his team-mate by the neck. The rest of the England players initially thought Sterling was joking, but it soon became clear that he had lost control and the pair were separated.
The incident was particularly surprising to the other Liverpool players present as Sterling and Gomez had made the peace following the game at Anfield with an embrace following the final whistle. The cause of Sterling’s eruption was unclear, although England sources were speculating on Monday night that he may have reacted badly to being widely lampooned on social media for coming off second-best physically in the initial confrontation with Gomez”
Hlustaði á Innkastið fyrri partinn í gær þar sem allt kom fram sem máli skiptir hjá snillunum okkar varðandi leikinn við manc ofl., því stórsniðugt að skella Innkastinu inn sem Gullkasti. Sterling hafði allt á hornum sér í leiknum, fyrir utan Gomes, þá tók hann ljótt faut á Van Dijk ofl. ofl. og heldur áfram daginn eftir með landsliðinu. Hvað skyldi vera að angra greyjið hmmm?
YNWA
Getur einhver bent mér á Sky Sports umræðuna í heild sinni á netinu? Finn ekkert nema stutt brot hér og þar en væri til í að sjá það í heild sinni, ef mögulegt.
Núna verið að tala um að menn hafi miklar áhyggjur af ökklameiðslum Salah og núna Robertson hafi meiðst líka vonandi ekkert alvarlegt!
https://www.reddit.com/r/footballhighlights/comments/dudjgi/liverpool_vs_manchester_city_premier_league/
City víst búið að senda formlega kvörtun vegna dónara í leiknum á móti Liverpool.. hversu sorglegt er það?? Alltsvo þvílíkur væll, Liverpool vann, að mínu mati fair and square. Vonandi dregur þetta ekki tennurnar úr þessum fáu góðu dómurum sem þó eru eftir á englandi.
Nei vonandi bara öfug áhrif frekar City á ekkert gott skilið þeir eru með þessum orðum að efast um hæfni dómara og þeirra í VAR herberginu. Bara öfundsjúkir stuðningsmenn City og annara liða sem halda að þeir hefðu átt að fá eitthvað frá dómara leiksins.
Liverpool var með yfirburði og fór illa með City í þessum leik kominn tími til að menn sætti sig við það og grjóthaldi kjafti.
Annars er ég bara góður : D
YNWA !
Þetta er náttúrulega bara svindl! Sem dyggur hlustandi bæði Innkastsins og Gullkastsins finnst mér bara svindl að fá ekki tveggja tíma þátt fyrst þeir voru sameinaðir!
Annars var þetta bara frábær þáttur!
Sammála síðasta ræðumanni