Tottenham rak besta stjóra í nútímasögu félagsins og borgar samtals um 27m til að losna við hann og fá Mourinho í staðin. Daniel Levy og Mourinho eru semsagt að fara vinna saman og ætti að sjónvarpa öllum þeirra fundum beint, Amazone Prime gæti séð um upptökurnar. Síðasti leikur Liverpool var svo auðvitað gegn Man City og við erum langt í frá búnir að gleyma þeirri gleði. Næsta verk er svo Palace um helgina.
Stjórnandi: Einar Matthías
Viðmælendur:SSteinn og Maggi
MP3: Þáttur 263
Kop.is á Facebook og Twitter – Endilega fylgið okkur þar líka.
Takk fyrir þetta strákar. Skemmtilegt eins og venjulega og líka gaman að fara yfir stöðuna hjá öðrum liðum. Þið minntust á að ekkert lið sem hefði verið með þessa stigasöfnun á þessum tímapunkti í deildinni hefði ekki orðið meistari. Minni ykkur á MU tímabilið 85-86 þegar þeir voru með 34 stig eftir 12 leiki en urðu ekki meistarar um vorið. Svo ekkert er í hendi og ekkert komið enda bara nóvember og langt til vors. Þó ég sé almennt frekar bjartsýnn þá eru einhver smá áhyggjuefni að hrjá mig…
… meiðsli Robertson, Matip og Salah. Fleiri eitthvað tæpir etv VvD og Henderson
… svakalegt leikjaprógramm framundan, 12 leikir á 37 dögum ef ég les það rétt
… nú reynir á breiddina
… nokkuð ljóst að Ox, Lallana, Origi og Milner spila marga leiki í næstu törn. Hef svosem ekki áhyggjur af því.
… nú reynir á Klopp og skipulagið. Ef sigur vinnst gegn Napólí á hiklaust að lofa eins mörgum ekki byrjunarliðsmönnum og mögulegt er að spila Saltzburg leikinn
… ef staðan í deildinni verður jafn góð um áramót (þ.e. 8 stiga forskot í það minnsta) þá verð ég kátur
Sannast sagna þó mér sé ekkert illa við Tottenham, þá hef ég afar takmarkaðar áhyggjur af þeirra gengi fyrir, eða nú með Móra. Mínar áhyggjur ef áhyggjur skal kalla beinast fyrst og síðast að okkar liði, að menn séu klárir í bátana þegar kemur að einhverju mest krefjandi verkefni sem Liverpool hefur staðið frammi fyrir, sem krefst óhemju skiplagningar, jafnvel fórna, þó ég voni að það komi ekki til. Persónulega vil ég vinna þennan helv. heimsmeistaratitil þó vitað sé að liðið okkar sé það besta í heimi, og þarf enga keppni til að skera úr um það. CP er næst, er sammála 0-2, ekkert auðvelt en solid.
YNWA
Verðum án Salah og Robertson virðist manni heyra þannig þetta verður meira en erfitt en hef trú á að Milner og Origi leysi þetta svo er spurning um að fá OX inn og færa Winjaldum bara framar eftir þessa marka súpu um daginn ? : )
Sælir félagar
Takk fyrir skemmtilegan þátt. Móri og T´ham geta orðið leiðinlegir andstæðingar því Móri er sérfræðingur í að léggja rútum. Það er annars merkilegt að svo virðist sem hann fái miklu meiri peninga en Pochettino og hlýtur að vera gremjulegt fyrir hann. Hvað það varðar að Poch fari til MU held ég að verði ekki. OGS er búinn að vinna einhverja leiki uppá síðkastið svo við getum verið rólegir. Þegar svo MU fer að skíta uppá bak í erfiðari leikjum verður Poch gengin þeim úr greipum.
Það er nú þannig
YNWA