Liðið gegn Crystal Palace

Liðið sem byrjar gegn Crystal Palace hefur verið opinberað og er liðið nokkuð sterkt.

Alisson

TAA – Lovren – VVD – Robertson

Wijnaldum – Fabinho – Henderson

Chamberlain – Firmino – Mane

Bekkur: Adrian, Gomez, Milner, Salah, Keita, Lallana, Origi

Salah er á bekknum en óvíst var með þátttöku hans og Robertson í dag en sá síðarnefndi byrjar. Chamberlain tekur stöðu Salah í framlínunni.

Sterkt lið og ansi þéttur bekkur.

18 Comments

  1. Flott lið og sterkur bekkur….vonandi höldum við hreinu í þessum leik…

  2. Bjargað af VAR lélegur fyrri hálfleikur það eru engin fleiri orð um það.

    3
  3. Þetta er ekki alveg að ganga hjá okkur í dag.
    Palace er með 11 manna varnarmúr sem er mjög aftarlega og höfum við varla fengið færi gegn þeim. Á meðan að þeir hafa fengið nokkur færi og meiri segja skorað mark sem VAR dæmdi reyndar réttilega af.

    Trent hefur verið ömurlegur fyrstu 45 mín og hefur maður þurft að athuga nokkrum sinnum hvort að hann sé ekki alveg örugglega í Liverpool búning því að hann hefur átt nokkrar frábærar sendingar á Palace kalla.
    Við höfum nánast ekkert skapað sem þýðir að sóknarlínan og miðjan okkar hefur verið í vandræðum í þessum leik.

    Góðu fréttirnar eru samt þær að það er bara 0-0 þrátt fyrir þessa lélegu framistöðu en spurning um hvort að Klopp þurfi ekki að hressa aðeins upp á þetta og henda inn fljótlega Salah og jafnvel Keita.

    YNWA

    4
  4. Bjargað af VAR! Okkur var ekkert bjargað, hrindingin í teignum var töluvert kröftugri en sú sem skapaði fyrirgjöfina. Niðurstaða ……réttlætinu fullnægt en engin björgun. En svo væri bara flott að reyna að klára þennan leik sem er bara ekki létt verk.
    YNWA

    7
  5. Úff taugatrekkjandi leikur. Alltaf þynnka hjá Liverpool eftir landsleikjahlé. Mikilvæg 3 stig ?

    2
  6. Sælir félagar

    Tek þessi 3 stig fegins hendi. Þrátt fyrir misjafnar frammistöður þá endaði þetta eins og til var sáð.
    Það er nú þannig

    YNWA

    1
  7. Erfitt i dag. Byrjuðum vel fyrstu 8 mínúturnar en skelfilegir eftir það ut fyrri hálfleikinn og heppnir að vera ekki undir, Arnold sló i gegn i liði palace fyrstu 20 mínúturnar, eitt horn a fyrsta varnarmann, svo sending til baka i horn og toppaði það með sendingu a leikmann palace og ur varð frabær fyrirgjöf palace og dauða færi rett framhja stönginni okkar.

    Maður vissi að okkar menn fengju ræðuna i hálfleik sem varð raunin, mane klikkar dauðafæri en skorar minutu seinna geggjað mark, Firmino klikkar eftir það betra dauðafæri. Rétt eftir að það gerist segi eg a mínu snappi að palace muni alltaf skora og við vinnum 1-2. Þetta rættist.

    Geggjaður sigur eina ferðina enn. Hjartað a litið eftir. Sem betur fer verð eg á anfield a næstu 2 deildarleikjum til að breyta þessu rugli. Er að fars i 11 sinn til Liverpool, recordid mitt eru 10 sigrar og eitt jafntefli sem var 0-0 í síðustu ferð gegn man utd.

    Engar ahyggjur næstu 2 deildarleikir fara þannig
    Liverpool – Brighton 5-0
    Liverpool – Everton 3-0

    Eg se um þetta engar áhyggjur.

    Ps Who is fucking Everton haha Norwich heima haha
    Annars bara afram Liverpool og ja sammala Magga, tölum bara nuna við alla þannig að við vinnum deildina, eg ætla þangað. Liðið er of gott til að klúðra þessu 🙂

    Kikið a snappið mitt sem heitir bara ENSKIBOLTINN.. þar sjáiði allt það helsta ur leiknum okkar i dag og mig að deyja ur stressi að reyna horfa a leikinn og snappa það helsta a sama tima 🙂

    1

Upphitun fyrir Crystal Palace – Núna byrjar ballið!

Crystal Palace 1-2 Liverpool