Byrjunarliðið gegn Brighton á Anfield

Sólstrandagæjarnir frá strandbænum Brighton eru mættir í Bítlaborgina til að takast á við ósigraðan Rauða herinn. Því miður verður meistari Fabinho fjarri góðu gamni út árið en fyrir vikið þá fá aðrir tækifæri til að láta ljós sitt skína.

Jürgen Klopp hafði ýmislegt um leik liðanna að segja á blaðamannafundi gærdagsins og um að gera að drepa tímann fram að leik með því að hlusta á snillinginn:

Byrjunarlið beggja liða hafa verið opinberuð og Liverpool hefur leik með eftirfarandi leikmenn inná:

Liverpool: Alisson, Alexander-Arnold, Lovren, Van Dijk, Robertson, Wijnaldum, Henderson, Oxlade-Chamberlain, Mane, Salah, Firmino.

Bekkurinn: Adrian, Milner, Keita, Gomez, Lallana, Shaqiri, Origi.

Þrjár breytingar frá leiknum gegn Napoli og inn koma Oxlade-Chamberlain, Alexander-Arnold og Wijnaldum.

Graham Potter hefur einnig stillt upp sínum mönnum og uppstillingin er eftirfarandi:

Upphitunarlag dagsins er í sömu dýrategund og gestaliðið kennir sig við. Mávager frá 9.áratugnum og yrkisefnið er mjólkursýrupróf James Milner.

Leikurinn hefst klukkan 15:00 og minnum við að sjálfsögðu á heimavöll okkar, Sport & Grill í Smáralind. Boltatilboð yfir leikjum og um að gera að hafa samband uppá að panta borð.

Come on you REDS! Allez! Allez! Allez!

YNWA!

Við minnum á #kopis á Twitter og umræðuna í athugasemdum hér að neðan og á Facebook.

24 Comments

  1. Shelvey að jafna fyrir Newcastle gegn Citi undir lok venjulegs leiktíma 🙂

    Nú er bara að klára Brighton og setja meira bil á milli okkar or þeirra sem elta!

    9
  2. List vel á þetta lið. Hlakka til að sjá Alex O-C á miðjunni.

    En svona í óspurðum fréttum þá er ég að fara að setja upp höfuðfat einungis til að geta tekið það ofan fyrir Shelvey, djöfull var hann magnaður. Vel spilandi, vinnandi boltann ítrekað af Sterling þegar hann leitaði inn á völlinn og jafna með þessu líka gulli af marki. Fyrst hann komst ekki í liðið hjá Liverpool þá er fínt að hafa hann bara í þessu.

    9
  3. GET IN!!!!!!

    Shittý eru sprungnir… Það er bara þannig og nú er það okkar að láta kné fylgja kviði.

    4
    • City klaufar að klára þetta ekki áðan en ég er á því að þeir séu ekki sprungnir og því mjög mikilvægt að ná í 3 stig, því að á einhverjum tímapunkti munu þeir taka langa sigurgöngu og er eins gott að við séum með smá forskot þá

      YNWA

      4
  4. Og þetta er ástæðan fyrir því að Trenr á allllllltaf að vera inna frábær skalli hja VVD kóngurinn!

    5
  5. og ég sem seldi Van Dijk í Fantasy ;(

    En helsáttur að öðru leiti.

    1
  6. Bara fínt ef menn gætu bara lokað leiknum snemma í seinni. Óþarfi að gefa eitthvað skotleyfi á okkur. En annars bara frábært ?
    YNWA

    2
  7. Sæl og blessuð.

    Verum jarðbundin og hógvær.

    Takist okkur að vinna þennan leik, náum við 40 stigum og erum þar með utan fallhættu.

    Ekki amalegur árangur það, eftir 14 leiki!

    5
  8. Hvaða djöfulsins hörmung er þessi andskotans dómari að blása í flautuna þegar markvörður er að stilla upp vegg nýkominn inná andskotans hörmung hjá þessu fífli

    1
  9. Atkinson er endanlega að stimpla sig sem algjöran trúð af dómara – þvílíkur haugur.

    5
  10. Það vill til að Adrian hefur staðið sig vel þegar á hefur þurft að halda.
    YNWA

    1
  11. Harry Wilson kem inná á 63.mínútu og setti tvö mörk á Tottenham. Er þetta gæi sem að við getur verið squad player á næsta ári í Liverpool

    4

Brighton á morgun

Liverpool 2-1 Brighton