Liðið gegn Everton

Þá er búið að tilkynna liðið sem hefur leik á Anfield núna eftir klukkustund, og óhætt að segja að Klopp hafi ákveðið að rótera talsvert:

Bekkur: Kelleher, Gomez, Keita, Henderson, AOC, Salah, Firmino

Munum að þessi framlína kom nú alveg ágætlega út í sæmilega eftirminnilegum heimaleik á Anfield í vor í undanúrslitum meistaradeildarinnar.

Við skulum reikna með að Lallana fái það hlutverk að spila sexuna, mögulega víxla þeir Gini samt, og útilokum ekki heldur að þetta sé 4-2-3-1. Fremstu þrír munu svo sjálfsagt rótera hressilega eins og venjulega.

KOMA SVO!!!

Leikurinn hefst klukkan 20:15 og minnum við að sjálfsögðu á heimavöll okkar, Sport & Grill í Smáralind. Boltatilboð yfir leikjum og um að gera að hafa samband uppá að panta borð.

31 Comments

  1. Ánægður með Klopp að dreifa álaginu enda veitir ekki af en svo á efri að koma í ljós hvort það bíti okkur í rassinn.

    1
  2. Þetta er mjög óvænt og skrítið að stilla upp þessu liði í nágranaslag við Everton, maður hefði frekar átt von á því að hvíla 2-3 í Bournmouth leiknum með Salzburgar leikinn strax á eftir.

    Klopp hefur samt unnið sér inn traust og vel það og vona ég að hann viti hvað hann er að gera og átti sig á því hversu stórt þetta verkefni er en Everton strákanir voru að fá mikil sjálfstraust þegar þeir sáu þetta byrjunarlið Liverpool.

    1
  3. Úff, nú reynir á breiddina. Vonandi er foringinn að vanmeta andstæðingana.

  4. Dead man walking, Silva…. þulirnir sjá fyrir sér enn ein endalokin…

    2
  5. Einhvern tímann hefði þetta dugað en nú heldur liðið aldrei hreinu svo við verðum að skora meira.

    Óttalegt vesen – þýðir áframhaldandi pressa.

    En geggjað mark og svo átti Mane að gera betur áðan!

    1
  6. Virkilega lélegt hjá okkur að fá á okkur þetta mark í blálokinn. Megum ekki vera of graðir í að sækja og þurfum að læra að lesa í aðstæður.
    Everton liðið var gjörsamlega grafið og þurftum við bara að halda þessu í 4-1 en neibb 4-2 og það gefum þeim smá von.

    2
  7. Gæti farið illa ef ekki verður stoppað í þessi göt í vörninni. Nema við höldum áfram að hrúga inn mörkum.

    2
  8. Ótrúlegt þetta lið okkar búnir að skora 4 mörk en samt er maður stressaður

    1
  9. Þvílíkur leikur mættu samt fá á sig færri mörk en alltaf jafn skemmtilegt að horfa á þetta lið

    1
  10. Shaqiri vinnur enga varnarvinnu og átti sök á öðru markinu. Nú er að stoppa í götin í hálfleik annars gæti ílla farið. Frábær sóknarleikur og Klopp veit sínu viti.

    1
  11. Þvílíkt madness. Jafnvel aðeins of mikill heavy metal fótbolti, ef eitthvað er!

    1
  12. Maður er búin að bíða eftir því að við skorum 4 mörk eða fleirI í einum leik og þegar það gerist að þá fáum við tvö í smettið á móti.
    Það góða er að það er vel hægt að treysta á varamenn og að við getum bætt varnarleikinn.
    Nú er bara að vona að maður lifi seinni hálfleikinn af.

    1
  13. Setjum fimmta á þá og lokum svo þessum leik! Nenni ekki enn einu stresskastinu!

    1
  14. Afhverju er þessi Keane ekki kominn með allavega gult alltaf að brjóta af sér og dúndrar boltanum í burtu líka annars má alveg smella í 1 eða 2 mörk í viðbót

    4
  15. Geggjuð sending hjá Hendo en Mané á að klára þetta!

    YNWA

  16. Mané hefði átt Maður leiksins skuldlaust ef ekki væri fyrir þessar skitur þegar hann er í dauðafæri. Guð minn almáttugur þetta ætti að vera lögbrot að fara svona með þessi dauðadauðafæri.

    2

Upphitun: Grannaslagur á Anfield

Liverpool 5 – 2 Everton