Á morgun mun Liverpool heimsækja Harry Wilson laust Bournemouth í 16.umferð Úrvalsdeildarinnar. Það er auðvitað engum blöðum um það að fletta að Liverpool situr á toppi deildarinar með fínt forskot á Leicester og Manchester City eftir glæsilegan 5-2 sigur á Everton síðastliðinn miðvikudag en Bournemouth situr í 14.sæti með 16 stig en þeir töpuðu gegn 10 mönnum Crystal Palace í síðustu umferð.
Leikjaálag Liverpool hefur verið þétt núna og er í þann mund að verða enn þéttara, Klopp kom því pínu á óvart með liðsvali sínu gegn Everton en hann hvíldi Henderson, Salah og Firmino og þess utan voru Alisson, Matip og Fabinho einnig frá. Það skipti þó hreinlega ekki máli og lék liðið frábærlega í leiknum og leikmennirnir sem komu inn stóðu sig frábærlega og þá sérstaklega Divock Origi og Xherdan Shaqiri sem skoruðu báðir.
Það má alveg reikna með að Klopp hrófli eitthvað aftur í byrjunarliðinu í leiknum á morgun og reyni að dreifa álaginu fyrir make or break leikinn gegn RB Salzburg á þriðjudaginn. Salah kom til að mynda ekkert inn á gegn Everton og má alveg búast við að hann komi aftur inn í byrjunarliðið ásamt Firmino og þá spurning hvort að Mane, sem var nær fullkominn í síðasta leik, fái smá pásu. Hugsanlega verður breyting á miðjunni og kæmi mér ekki á óvart ef Henderson, Oxlade-Chamberlain og Keita kæmu allir inn í byrjunarliðið. Mögulega gæti Milner leyst annan bakvörðinn af í byrjunarliðinu eða hugsanlega Gomez inn fyrir Trent.
Klopp sagði á blaðamannafundi að það væru engin ný meiðsli í hópnum sem er mjög jákvætt fyrir þá þéttu törn sem framundan er og hve ánægður hann var með frammistöðu liðsins þrátt fyrir breytingar. Alisson kemur aftur inn í liðið eftir að hafa tekið út leikbann.
Nú er ansi erfitt að spá fyrir hvað Klopp gerir með liðsuppstillingu sína og hvort hann gæti jafnvel hróflað aðeins í leikkerfinu eins og hann virtist hafa gert pínu gegn Everton og stillt upp í eitthvað sem svipaði smá til 4-2-3-1.
Ég ætla að giska á að þetta verði eitthvað í þessa átt og hann gerir sex breytingar (sjö með Alisson) á liðinu en hann gerði fimm fyrir Everton leikinn og hann sagðist hafa staðist þá freistingu að gera sjöttu breytinguna, það gæti kannski verið ögn auðveldara núna þar sem fleiri “fastamenn” væru að koma inn í liðið.
TAA – Lovren – VVD – Milner
Chamberlain – Henderson – Keita
Salah – Firmino – Origi
Bournemouth hafa verið rosalega mikið upp og niður það sem af er liðið af leiktíðinni og verið heilt yfir frekar daufir undanfarið. Einhver meiðsli eru að hrjá hóp þeirra og þeir eins og áður segir án Harry Wilson sem hefur verið öflugur fyrir þá í vetur en hann er ekki gjaldgengur í leikinn þar sem hann er á láni frá Liverpool og við fögnum því.
Á sínum degi geta Bournemouth verið nokkuð öflugir en fyrir utan eitthvað eitt fríkað skipti þá hefur Liverpool undir stjórn Klopp átt ansi auðvelt með Bournemouth og er erfitt að sjá af hverju það ætti að vera einhver breyting þar á í þessum leik. Sýnd veiði en ekki gefin og allt það en styrkleikamunur og stöðugleiki liðana er bara það mikill að Liverpool á að vinna öruggan sigur þarna. Allt annað en örugg og góð þrjú stig væru gífurleg vonbrigði en við þurfum vonandi ekkert að spá í því.
Man City mæta Man Utd á morgun og Leicester heimsækja Aston Villa á sunnudaginn. Það eru helstu og líklega einu úrslitin sem við ættum að þurfa að fylgjast með um helgina.
Leikurinn hefst klukkan 15:00 og minnum við að sjálfsögðu á heimavöll okkar, Sport & Grill í Smáralind. Boltatilboð yfir leikjum og um að gera að hafa samband uppá að panta borð.
Gæti verið bananahýði. Þetta lið er óútreiknanlegt, þó svo að Harry Wilson sé ekki með þá kemur Fraiser inn í staðinn, hann er engin aukvissi. Ég vona að við tökum þetta á morgun, erfiður leikur, og við þyrftum að klára þetta í fyrri hálfleik, og hvíla svo leikmenn í seinni hálfleik. Við þurfum sterka miðju, síðasti leikur lofaði góðu, vonandi fá Salah og Firmino tækifæri aftur.
Ef það er einhvern leikur sem Klopp og Liverpool ættu ekki að taka sem gefnum þá er það Bournemouth.
4 Des 2016 fór Klopp með lærisveina sína á þennan litla völl og var liðið 0-2 yfir í hálfleik og svo 1-3 þegar 15 mín voru eftir. Liverpool tapaði leiknum 4-3 og má segja að Klopp hafi nælt sér í dýrmæta reynslu um ensku deildina í þessum leik.
Þetta er bara einn leikur í einu og þarf einbeitining að vera í lagi og eins og Klopp talaði um þá er hann ekkert að pæla í úrslitum í öðrum leikjum.
YNWA Spái 2-3 sigri í opnum leik en þetta verður ekki auðvelt.
Sammála liðinu.í megindráttum, spurning kannski að byrja með Gomez.
Bmouth ekki að gera neinar rósir undanfarið og okkar menn ættu að taka þetta.
Eigum við ekki að segja að við höldum hreinu, undur og stórmerki, og skorum sigurmarkið á 95. min…Egils Gull til mikillar gleði.
Sælir félagar
Ég spáði annar staðar í þessum leik 0 – 3 sigri okkar manna og held mig við þá spá. Þó engin viti hvernig Bournemouth kemur inn í þennan leik þá er getumunurinn svo mikill á þessum tveimur liðum að leikurinn á ekki að verða nein fyrirstaða. Okkar menn verða að vísu að mæta jafn einbeittir og árásargjarnir og í síðasta leik þá er engin hætta á ferðum. Eina hættan er vanmat og hroki sem hefur alveg sést hjá liðinu en þó ekki á þessari leiktíð að því ég man.
Leikmenn eins og Saq og Origi unnu fyrir byrjunarliðs sæti í síðasta leik og mikið væri nú gaman að sjá Keita fara að koma af krafti inn í liðið. Robertson þarf held ég á hvíld að halda þó hann gefi aldrei neitt eftir inná vellinum. Fyrirgjafir hans hafa ekki verið eins hnitmiðaðar undanfarið eins og þær geta verið svo ég held að hann sé hvíldarþurfi. En hvað veit ég svosem? En að mæta ákveðnir, einbeittir og árásargjarnir er lykillinn að sigri í dag.
Það er nú þannig
YNWA
Sæl og blessuð.
Bournmouth á útivelli er pínu annað dæmi en við erum vön. Völlurinn er miklu minni og hentar vel fyrir svona varnarsinnað lið. Það er bót í máli að Wilson (er hann launbróðir Matthíasar Hatara?) er ekki með – en í þessum leik getur allt gerst. Það er samt ágætt ef rétt er að Salah karlinn sé pirrípú yfir bekkjarsetunni síðast. Nú þarf hann að spjara sig ef Origi á ekki að granítfesta sig í byrjunarliðinu.
Spennandi verður það í öllu falli.
Spái 3-3. Ekki gott.
Verður frekar þægilegur sigur, 0-2 eða í þá áttina, ætli Salah karlinn setji ekki eitt eða tvö…