Þá er komið að næsta verkefni. Eftir algjörlega frábæra viku þar sem við tryggðum okkur efsta sæti riðilsins í CL og þar með sæti í 16 liða úrslitum, svo gott sem (staðfest) við komu Minamino, framlengingu Milners til 2022 og síðast en alls ekki síst framlengingu á samningi Klopp út leiktíðina 2023/2024 þá væri helvíti gott að enda vikuna með þremur stigum gegn Watford og auka forskot okkar á Leicester í 11 stig og Man City í 17 stig (a.m.k tímabundið) áður en liðið tekur sér tæpar tvær vikur í pásu frá EPL.
Klopp stillir þessu svona upp í dag:
Þrjár breytingar, Gomez kemur inn í stað Lovren, Shaqiri kemur inn á miðjuna og Milner í vinstri bak á meðan á Robertson fær hvíld. Þrjú stig í dag takk, koma svo!
YNWA
Klopp ætlar sér greinilega að sækja og skora MÖRK í þessum leik!
Er samningur Klopp ekki út tímabilið 23/24?
Ekkert að þessari uppstillingu, nýundirskrifaður Milner á meðal vor í stað Robertson. Annars er þessi vika búin að vera lygini líkust og enda hana á 4-0 sigri áður en farið er í hitann í Dubai til að ná í titilinn sem okkur vantar í safnið.
YNWA
Nú er maður búinn að sjá örfáa leiki þar sem liverpool hefur byrjað að tefja þegar þeir leiða leikinn og dómarinn hefur alltaf byrjað að segja þeim að halda áfram um leið og svo sér maður watford taka um eina mínútu eða meira í hvert einasta atriði og ekkert heyrist frá dómara frekar þreytt að litlu liðin mega tefja nánast eins og þeir vilja
Snilld salah nú er bara að halda áfram og keyra yfir þá
Flott mark hjá Salah
Lélegar fyrstu 45. Watford hafa fengið 5 dauðafæri en þetta er lið sem hefur ekkert getað skorað í vetur.
Þetta er ekki alveg nógu gott hjá okkur. Firmino varla með, Trent í miklum vandræðum varnarlega, Hendo/Gini hjálpa lítið sóknarlega og Milner er engin ógn sóknarlega. Þurfum að gera betur.
Vonandi verðum við betri i sennihalfleik
Kræst!
Er Jon Moss á VARsjánni?
Spurning eða kaldhæðni ? Hvort sem það er þá er svarið já Jon Moss er VAR dómari í þessum leik.
https://www.premierleague.com/news/1525536
Þetta var spurning. En svarið kom ekki á óvart.
Þetta VAR drasl er hlægilegt
Hvað meinarðu? Mane var rangstæður, þurfti ekki einu sinni VAR til að sjá það.
Dettu Salah
Var handarkrikinn aftur að þvælast fyrir í þessum teikningum hjá þessum snillingum í VARherberberginu?
Hvaða helvítis bull er þetta var algerlega hörmulegt hvernig þetta er í þessum leik endalaust tog og allt fellur með watford í öllum var ákvörðunum
Stórhættulegt þegar staðan er bara 1-0. Þetta VAR er bjánalegt.
Henderson smá snerting, aukaspyrna og spjald. Salah hreinlega haldið í teignum….það er bara í lagi. Nú er ég alveg hættur að skilja.
Dómararnir orðnir ansi aumingjagóðir…..:-(
Snilld 2-0 salah salah
GEGGJAÐ MARK hjá Salah !
Origi maður leiksins….
Salah geggjaður 10 hjá mér í dag átti að skora fleiri
Þetta var hörkuleikur. Watford er allt annað lið með foringjann sinn Deeney og Barcelona vængmaðurinn hjá þeim stórhættulegur. En Liverpool eru bara ógeðslega góðir punktur. Takk Salah.