Við vissum svosem öll að þetta væri bara tímaspursmál, en núna í morgunsárið staðfesti félagið að Takumi Minamino verður leikmaður félagsins þann 1. janúar næstkomandi þegar glugginn opnast formlega. Þessi fjölhæfi leikmaður verður kærkomin viðbót við framlínu liðsins, og verður gaman að sjá hvernig honum mun ganga að aðlagast félaginu, borginni, og ensku deildinni. Megi það ganga snurðulaust fyrir sig.
Hann fær treyjunúmerið 18, sem hefur verið laust frá því að Alberto Moreno yfirgaf klúbbinn núna í vor.
Breytt: kannski rétt að taka fram að Minamino er með alfyrstu Asíubúunum sem klúbburinn fær til liðs við sig. Yan Dhanda var af indverskum ættum, en með breskt ríkisfang og náði þar að auki aldrei að spila með aðalliðinu. Yossi Benayoun er frá Ísrael sem er tæknilega séð í Asíu. Takumi er klárlega sá fyrsti frá austur-Asíu. Fyrsta viðtalið við hann er á japönsku, en hann talar auk móðurmálsins a.m.k. þýsku og ensku, og jafnvel fleiri, eins og sést á Twittersíðu kappans.
Komdu ævinlega fagnandi Takumi!
Frábær leikmaður og innilega velkominn.
Glæsilegt og en nú verður bara að splæsa í miðvörð. Meiðsli varnarmanna fóru illa með okkur í byrjun ársins. Það má ekki endurtaka sig.
Velkomin Minamino. Kærkomin viðbót og breikkar hópinn. Ef ekki verður verslað meira þá eru þessi gluggi og þeir síðustu að verða hálfgerðir brandarar svona miðað hvað aðrir stórklúbbar eru að gera. Nettóeyðslan síðustu fimm tímabil til dæmis setja Liverpool neðan við miðja deild, mörg hundruð milljónum punda fyrir neðan Manchester liðin og meira að segja langt fyrir neðan Everton. Vissulega hefur verið verslað skynsamlega og varla nokkur komið sem ekki hefur svona nokkurnveginn fittað inn í hópinn, ólíkt verslun sumra annarra liða sem við nefnum ekki hér. Miðað við forsöguna efast ég ekki um að Klopp og hans menn hafa skoðað þennan gaur vel og ekki bara verslað eitthvað. Man eftir hvað ég klóraði mér óskaplega í hausnum þegar Balotelli kom hérna um árið. Það voru svona dæmigerð kaupum bara eitthvað kaup.
Frábært, þessi mun fitta inn í liðið okkar, svipbrygði Klopp gáfu sterklega til kynna í leikjunum tveimur að hann fílaði þennan strák.
YNWA
Y?koso Takumi Minamino
Stafsettið ekki alveg að gera sig (Yokoso)
Frábær viðbót og verður mjög athyglisvert að fylgjast með honum núna er Keita dottinn í gang hjá okkur þetta verður bara betra og betra.
Þýðir þetta að eh fari í sumar það veit maður ekki en eins og er þá er þetta klár styrking fyrir liðið.
Flott kaup !
Frábær leikmaður sem kemur til liðsins fyrir sama og ekki neitt. Mér finnst hann bland af Coutinho og Mane. Snöggur og teknískur. Klárlega með hraðann til að spila í úrvalsdeildinni og með marga aðra eiginleika líka. Er alveg sannfærður að hann muni nýtast okkur vel ef hann nær að aðlagast leikstílinum og þessvegna vinna sér sæti í byrjunarliðinu.
Ég held að það verði ekki keypt meira í þessum glugga. Það verður enginn miðvörður keyptur nema að hann sé á viðunandi verði og hann sé til framtíðar. Klopp mun frekar spila miðjumönnum í stöðu miðvarðar.
Ekki alveg sammála þér Brynjar, ég kaupi rök Magga í síðasta Gullkasti varðandi það að sverma fyrir eðal miðverði á þessum tímapumkti, þegar sést í ljósið í enda gangnana með deildarmeistaratitilinn. Markið sem Haaland skorar gegn okkur er vegna snilldarsendingu frá Mino okkar. Að mínu áliti er hann Kutinn á sterum, fit og með hausinn á réttum stað, tikkar í öll aðalbox sem Kutinn hafði, en kemur á tombóluverði, þannig það eru til nógir aurar fyrir eðal miðvörð, sem er það eina sem okkur vantar enda Matip og Lovren full svagir fyrir meiðslum.
YNWA
Tek ögn undir. Við eigum frábæra miðverði en þeir meiðast nokkuð oft. Þótt Hendo og Milner séu af skrýtnu beini byggðir þá hlýtur að koma að því að þeir þurfi líka að hvíla sig. Hvað gerum við þá? Einn góðan miðvörð, takk, og við tökum deildina. Að því sögðu er nánast orðið stúpid að kommenta hér og ætla sér einhverja innsýn í þetta magnaða lið og hvað má fara betur. Þetta er allt saman yndislegt og ekkert okkar hefur stórar áhyggjur af því að þetta fari illa. YNWA.
Svo það sé á hreinu þá var ég ekkert að lýsa minni skoðun heldur eingöngu að lýsa kaupastefnu FSG og Liverpool. Moneyball. Stefnu sem ég er reyndar algjörlega fylgjandi. Þrátt fyrir allt er það sú stefna sem hefur gert Liverpool að stórveldi.
Liverpool mun aldrei kaupa miðvörð nema til langs tíma og verður hann aldrei keyptur á uppsprengdu verði í janúarglugganum. Þannig vinnur FSG. Klopp hefur marg oft sagt þetta í viðtölum.
Þessi miðvörður þarf þá að vera betri heldur en Lovren, Matip og Gomez eða á svipuðu kvaleberi og á réttum aldri. Getur einhver bent mér á þennan ofur miðvörð ?
Ég er innilega þakklátur fyrir að FSG og Klopp fylgja þessari stefnu en ekki einhverjum hentileikakaupum, sem hafa farið með ansi mörg lið illa fjarhagslega.
Það er aginn í peningamálunum sem gerði Liverpool að því sem það er. FSG er búið að sanna það að þeir kunna að reka klúbba.
Maður hefur lítið heyrt af miðvarðaslúðri hjá klúbbnum. Annaðhvort er Sepp Van Der Berg næsti Baresi eða kannski er eitthvað í pípunum? Van Dijk og Gomez finnst mér reyndar mjög góðir saman en það þarf bara eina flensu núna og þá er Henderson miðvörður. Ég myndi vilja sjá klúbbinn kaupa Koulibaly hjá Napoli, þeir hljóta að eiga nóg af peningum eftir alla velgengnina. Sigla titlinum streitulaust til Liverpool í vor…þar sem hann á heima.
Geggjað… Sjáið bara gaurinn, hann skrifar undir án þess að horfa! Rétt eins og Si-Senjorinn okkar 😀