Liðið gegn Leicester

Gleðileg jól kæra samfélag!

Þá er komið aftur að ensku úrvalsdeildinni eftir rúmlega viku pásu hjá okkar mönnum. Eftir algjörlega frábæra viku þá mæta ríkjandi Evrópu- og Heimsmeistarar á King Power leikvöllinn og sækja þar Leicester heim og freista þess að auka forskot okkar á heimamenn í 13 stig og Man City í 14 stig (a.m.k þar til á morgun) – verkefnið verður þó ekki auðvelt!

Klopp stillir þessu svona upp í dag:

Ein breyting frá byrjunarliðinu í Qatar, Gini kemur inn í stað Ox sem er meiddur. Í fjarveru Fabinho og Matip þá er þetta okkar sterkasta lið.

Þrjú stig væru risa risa statement, koma svo!

YNWA

30 Comments

  1. Helstu pennar Echo völdu Milner í byrjunarliðið en Klopp valdi Keita….gott að vera með Milner til vara i nokkrar aðrar stöður ef einhver meiðist sem sést vel á þunnum varamannabekk…risa risa leikur fyrir bæði lið…

    2
  2. Flott byrjunarlið og spennandi að sjá hvort að Keita haldi áfram að bæta sig.
    Hörku hörku leikur framundan og með sigri þá er þetta farið að líta ansi vel út hjá okkur og ef við töpum þá er það alls ekki heimsendir þó að það sé ansi langt síðan það gerðist seinast þá er það í minningunni ömurlegt.
    1 stig í kvöld og þá er ég sáttur en vonandi tökum við öll stigin.

    4
  3. Þessar fyrirgjafir hjá Trent, Jesús! Frábærlega slaufað hjá Bobby líka…

    7
  4. Þvílíkt lið sem við eigum. Unun að sjá þá spila á köflum. Vonandi náum við að landa sigri í þessum leik og tryggjum okkur örugga foristu í deildinni. Furðulegt að getað náð 13 stiga forskoti á næsta lið í deildinni og eiga leik til góða.

    4
  5. Menn verða að halda áfram á fullum þunga í seinni hálfleik.
    Leicester verða erfiðir í seinni hálfleik og við verðum að keyra yfir þá strax. Færa nýtingin í þessum leik er frekar döpur en við erum yfir.

    3
  6. Miðverðir: Gomez er með Vardy í rassvasanum í fyrri hálfleik allavega. Tók hann á sprettinum á 20.min og Vardy er allra heitasti framherjinn í dag. Joseph er minn maður #nojinx

    4
  7. Þvílíkar mínútur hjá okkar mönnum. Algjörir yfirburðir.

    En þurfum að koma boltanum í netið.

    4
  8. Algjörir yfirburðir okkar manna, en hættuleg staða. Gomez frábær

    3
  9. Þvílíkt spil og snyrtilega klárað hjá Bobby! Þetta er rúst hjá okkar mönnum!

    3
  10. Trent Alexander Arnold er besti leikmaður í heimi, a.m.k. í sínum aldursflokki.

    10
  11. Trent er eins og blanda af Xabi Alonso, Dani Alves (þá sem leikstjórnandi úr hægri bakvarðarstöðunni) og David Beckham. M.a.s. Captain Fanastic var ekki með svona góðan fót (sérstaklega sendingarnar) á þessum aldri. Generational talent!

    8

Leicester annað kvöld

Leicester – Liverpool 0-4