Það er ekki hægt að koma því nægjanlega vel til skila hér á landi hversu mikill rígur er á milli Liverpool og Everton í Liverpool borg. Þessi tapleikur Everton í gærkvöldi er mögulega sá versti í nágrannaslag gegn Liverpool frá upphafi og það er svo sannarlega af nægu að taka. Van Wilder stjóri Sheffield United sló metið í flokki andstæðinga þegar kemur að því að hrósa Liverpool liðinu eftir fyrsta leik Liverpool á nýju ári á meðan Wolves voru bölvaður VARÚlfar (afsakið).
Tottenham og Jose um næstu helgi.
ATH: Þessi þáttur var tekin upp á meðan það var verið að kveðja jólin á Selfossi, í Breiðholti og Grafarvogi og það fer ekkert á milli mála á köflum í þættinum þó að langmest af látunum hafi nú verið sett á mutu í eftirvinnslu þáttarins.
Stjórnandi: Einar Matthías
Viðmælendur: SSteinn og Maggi
MP3: Þáttur 271
Kop.is á Facebook og Twitter – Endilega fylgið okkur þar líka.
Menn að opna öllara og flugeldar í bakgrunni, veisla á mánudagskvöldi. Vonandi enginn fjólublár reykur samt! 🙂
Fór inn á manu síðuna í gær, hlustaði á það sem þeir kalla djöflavarpið, eftir ca10 mín. hlustun hætti ég að hlusta var orðinn smeykur um að verða meðvirkur, í alvöru, þvílíkt vonleisi sem hrjáir þá, reyndar eðli málsins vegna. Trúi samt ekki að á Hicks-Gillett tímabilinu hafi snillingarnir okkar verið svona svartsýnir og vonlausir. Svo í morgun hlustar maður á Gullkastið, alveg frábært með morgunkaffinu og dagurinn brosir við manni, veislan heldur áfram. Nýjar stjörnur koma fram af lifrustiginu sem eru vel treystandi til þess að leysa af stórstjörnur í besta liði heims.
YNWA
Lífið er Wunderbar þessi misserin og ekki skemmir fyrir að chitty eru að spila sitt sterkasta lið á móti manhjúd í kvöld í deildarbikarnum. Kannski líta þeir á að þetta sé eina von þeirra á einhverjum titili þetta árið. Er annars engin breidd hjá þeim? Engir ungliðahreyfing í gangi?
Maður hlustar stundum á Goldbridge United podcast á youtube. Hann er ekki helsti aðdáandi Jesse Lingard og hann er inná núna og United er að tapa.
Þegar það rignir þá er hellirigning haha.
Sælir félagar
Takk fyrir góðan þátt og pælingar. Annars bara góður
Það er nú þannig
YNWA