Gullkastið: WGWTL

Auðvitað var beðið eftir United með lagið sem andstæðingar Liverpool hafa af einhverjum undarlegum ástæðum dreymt um að heyra á Anfield í nokkra mánuði. Þetta gat ekki verið mikið fullkomnari tímasetning en í uppbótartíma gegn United til að gulltryggja sigurinn og svo gott sem afgreiða deildina í leiðinni. Þetta var besta fótboltahelgi á miðju tímabili í sögu enska boltans og það var hrikalega gaman að ræða hana.

Eðlilegt line-up að þessu sinni og upphitun fyrir Pub Quiz í bónus þar sem SSteinn og Maggi mættust.

Stjórnandi: Einar Matthías
Viðmælendur: SSteinn og Maggi

MP3: Þáttur 273

6 Comments

  1. Flott podcast að vanda.
    Auðvitað eigum við stuðningsmenn að syngja um titilinn við þessar aðstæður þó hann sé ekki í húsi – það væri lika hálf undarlegt að syngja “we’re going to win the league” ef við værum BÚNIR að vinna titilinn?

    Up the Reds!

    17
  2. Sælir félagar

    Takk fyrir skemmtilegan þátt og sannarlega er gleði ykkar og annara Liverpool stuðningsmanna mikil. Það er að vonum þegar við styðjum bezta fótboltalið í heimi. Gaman, gaman 🙂

    Það er nú þannig

    YNWA

    3
  3. Flott hjá ykkur að henda þessum ruslpósti sem ég sá fyrr í morgun. Góður þáttur að vanda, þar sem fram kemur að þið séuð opinberlega ,,búnir að pannta rútuna rauðu og þaklausu,, fyrir skrúðgönguna ef þannig má orða það, og um að gera að peppa Reykjavíkurborg upp í því að taka eins og eina æfingu eins og Liverpoolborg gerði síðasta vor vegna Liverpool FC. Eftir allt þá markar Reykjavík upphaf að stórkostlegri velgegni LFC 1965 með leik KR og Liverpool.

    YNWA

    4
  4. Takk fyrir góðan þátt. Hvað er annars að frétta af Clyne? Er hann bara í orlofi?

    1
  5. Algjörlega geggjaður þáttur og þessir tímar eru svo sannarlega skemmtilegir.

  6. Takk fyrir podcast og Óli G takk fyrir leik kvöldsins nú fer maður inn á Rauðudjöfla síðuna til að lesa skemmtilegan bölmóð, þið vitið ekki hvað manni líður vel eða jú ykkur líður eins og mér.

    YNWA.

    1

Liverpool 2-0 Man Utd

Upphitun: Heimsækjum Úlfana