Liverpool heimsóttu Shrewsbury núna síðdegis, og þrátt fyrir að heimamenn hafi skorað 3 mörk en okkar menn aðeins eitt, þá lauk leiknum með jafntefli.
Mörkin
0-1 Jones (15. mín)
0-2 Love (sjálfsmark) (46. mín)
1-2 Cummings (65. mín)
2-2 Cummings (75. mín)
Gangur leiksins
Það var mjög svipað lið sem mætti inn á vellinn eins og það sem vann Everton í síðustu umferð, nema að Lallana virðist ekki vera búinn að ná sér og því var Fabinho á miðjunni. Eins voru Matip og Lovren í miðvörðunum. Maður hefði haldið að í öllum tilfellum værum við að tala um “upgrade” í þessum stöðum, en annað átti eftir að koma á daginn.
Fyrri hálfleikur var svosem ekkert mjög óvæntur. Fyrsta markið kom á 15. mínútu þegar Chirivella fékk boltann á miðjunni eftir innkast og krafs á miðjunni í framhaldi af því, hann spottaði köttJones í opnu svæði nálægt teig Shrewsbury, átti hnitmiðaða sendingu í auða svæðið sem Jones hljóp í og þaðan skoraði Jones nokkuð örugglega. Shrewsbury fengu reyndar alveg 3 fín færi í fyrri hálfleik, í tveim tilfellum varði Adrian og í einu var skotið framhjá. Staðan 0-1 í hálfleik, ekkert panik í gangi yfir stöðunni, en það voru greinileg merki um að sumir væru frekar ryðgaðir, þá sérstaklega Fabinho sem átti full margar misheppnaðar sendingar og var almennt ekki kominn í gang. Maður vonaði að þetta væru bara byrjunarörðugleikar.
Síðari hálfleikur byrjaði svo á versta máta fyrir Shrewsbury. Þeir tóku miðju, boltinn barst til okkar manna sem fóru í sókn, Neco Williams fékk boltann hægra megin við teiginn og gaf fyrir. Í raun var ekki nokkur hætta í gangi, Curtis Jones kom aðvífandi og hefði sjálfsagt getað ógnað markinu ef ekki væri fyrir Donald Love, fyrrum leikmann Manchester United, sem var þarna fyrir og ætlaði að hreinsa. Nema að í staðinn smurði hann boltanum af miklu öryggi í neðra hornið á markinu, gjörsamlega óverjandi fyrir markvörðinn.
Nú hefði maður haldið að Liverpool myndi bara sigla þessu í höfn.
But noooooooo.
Það var eins og að ryðið sem var að hrjá Fabinho hefði bara smitast yfir á fleiri. Matip og Lovren voru ekki að sýna neitt svipað og þeir sýndu í haust við hliðina á VVD, og Shrewsbury voru bara miklu líklegri til að skora. Sem þeir og gerðu. Fyrra markið kom úr víti sem hefði aldrei átt að vera dæmt því Larouci tók sóknarmann Shrewsbury niður rétt fyrir utan teig. Síðara markið kom 10 mínútum síðar eftir langt útspark frá heimamönnum, boltinn sigldi framhjá bæði Matip og Lovren, og þar var Cummings í opnu færi og skoraði af öryggi. Klopp henti Ox inná fyrir Harvey Elliott sem hafði verið lítt áberandi fram að því, og eftir seinna markið kom Salah inn fyrir Matip og svo Firmino fyrir Minamino. Það dugði ekki til, og undir lokin fékk Cummings meira að segja tækifæri til að skora sigurmarkið en það gekk ekki.
Lokaniðurstaða 2-2, svo liðin munu eigast við að nýju á Anfield. Klopp hefur nú þegar gefið það út að FA hafi í sumar tekið skýrt fram að liðin skyldu virða vetrarfríið, þ.e. ekki bóka neina vináttuleiki eða neitt slíkt, og því muni engir aðalliðsleikmenn taka þátt í síðari leiknum. Það verður meira að segja Neil Crichtley sem stýrir liðinu.
Bestu/verstu menn
Það má segja að flestir þeir sem hefðu átt að stíga upp sem aðalliðsmenn hafi klikkað. Fabinho kannski fyrst og fremst, en ekki síður Lovren, Origi og Matip. Elliott gerði ekki mikið af mistökum, en virkaði hálf ósýnilegur. Larouci var villtur og hefur spilað betur, án þess þó að vera verstur. Minamino er enn að læra inn á liðið og leikstílinn. Bestu menn voru líklega þeir Adrian, Williams, Chirivella og Jones.
Umræðan eftir leik
Þessi leikur sýnir svo ekki verður um villst að það má alls alls alls ekki taka fótinn af eldsneytisgjöfinni og slaka á þó maður haldi að þetta sé komið í höfn. Sem á t.d. við um stöðuna í deildinni. 16 stiga munur? Nei þetta er ekki búið. Liðið þarf að einbeita sér að næsta leik, og vinna hann. Taka svo þarnæsta leik og einbeita sér að honum, en ekki fyrr en þeim fyrri er lokið.
Hvort þetta hafi verið hugarfarið sem klikkaði, þ.e. að leikmenn hafi haldið að þetta væri búið í stöðunni 0-2, er svosem ekki gott að segja, en það er a.m.k. vel mögulegt. Eitthvað sem Klopp þarf að taka fyrir.
Eins og kom fram hér að ofan þá má reikna með að allt aðalliðið fái frí í seinni leiknum, sem fer væntanlega fram á þriðjudag/miðvikudag/fimmtudag eftir viku. Klopp ætlar sjálfur að taka frí. Hvort þetta þýði að leikmenn sem eru að koma inn úr meiðslum og hefðu gott af spilatíma verði líka í frí á eftir að koma í ljós, en ef maður þekkir Klopp rétt þá væri það alveg séns. Henda bara U23 og U18 liðinu út í djúpu og láta guttana sjá um þetta.
Næsti leikur er hins vegar í deildinni gegn West Ham og fer fram í Lundúnum. Það verður ekkert í boði að glutra málunum niður þar eins og í kvöld.
Verður spilaður í deildar fríinu í febrúar
Klopp hlýtur að vera brjálaður, núna kemur leikur inni miðju vetrarfriji og þá gæti ég trúað að Klopp hvili allann 20 manna aðalliðshopinn og bikarinn búin hjá okkur í ár en ég vona að svo verði ekki
Þvílík skita þessi leikur hjá okkur, Lovren, Matip, Fabinho eiga að skammast sín fyrir frammistöðuna. Besta lið í heimi með 3. deildar frammistöðu, Chirvelli sennilega bestur hjá okkur í kvöld, en auðvitað vinnum við þetta lið 4-0 á Anfield, en menn verða að virða andstæðinginn, alltaf . Lovren á aldrei að fá fyrirliðabandið aftur
Hefðum unnið þetta ef Robertson hefði verið með.
Skýrslan komin inn. Skil samt vel ef fólk er ekki í stuði til að ræða þennan leik akkúrat núna.
Ef klopp stendur við sitt og sendir unglingaliðið í seinni leikinn er hann að sýna bikarkeppnum á englandi algjöra óvirðingu sem mér þykir ekki okkar klúbb sæmandi.
Sendi út varalið í þennan leik og ætlar svo í fýlu og senda unglingaliðið i aukaleikin .
Sá stóri auðvitað mikilvægastur en þetta þykir mér ekki okkar stórklúbb sæmandi bara alls ekki.
Viltu frekar að hann neyti leikmönnum sínum um þetta vikufrí sem allir aðrir eru að fá ? finnst þetta bara gott hjá honum forgangur og leikmenn hans ganga fyrir þetta snýst ekki um að fara í fýlu hann ætlar einfaldlega ekki að spila með aðaliðið í seinni leiknum.
Vissulega munum við vinna leikinn örugglega með aðaliðinu en á sama tíma neitar hann þá sínum mönnum um kærkomið frí og við eigum enn eftir að spila 15 leiki í PL og leiki í meistaradeild.
Fyrir mér snýst þetta um forgangröðun og FA bikarinn er ekki ofarlega á þeim lista hjá Klopp.
Við skulum nú ekki fara tala eins og sum skriðdýrin sem eru mætt á twitter til að spúa hatri á Klopp og Liverpool eftir þessar fréttir.
100% samála Klopp.
On the replay falling during the club’s Premier League winter break…
Look, our situation is the following: we have known that for a couple of weeks it is like this. Actually, we knew it a bit longer because it was always clear when we came through into the next round it would be like this. In April 2019, we got a letter from the Premier League where they asked us to respect the winter break, not to organise international friendlies and not to organise competitive games in respect of it. I have said to the boys already, two weeks ago, that we will have a winter break, so it means we will not be there – it will be the kids who play that game because they cannot deal with us like nobody cares about it. I know it is not very popular, but that’s the way I see it and, how I said, the Premier League asked us to respect the winter break and that’s what we do it. If then the FA do not respect it then we cannot change. But we will not be there.
Hann setur leikmenn sína í forgang en úrvlandsdeildinn var búinn að biðja menn um að virða hvíldartíman en FA skella svo leikjum á þann tíma. Það getur vel verið að þetta kosti það að við dettum úr keppni en ef það þýðir að við fáum ferskari fætur tilbaka úr þessari hvíld og minni líkur á meiðslum þá er það bara allt í góðu.
Það væri helvíti fúlt að neita leikmönnum um þetta frí sem margir eru búnir að horfa á sem smá fjölskyldutími.
Sælir félagar
Gott fyrir Shrewsbury að fá þennan fjáröflunarleik á Anfield. Ég er 100% sammála Klopp um framhaldið. Þeir leikmenn sem hafa sett okkur í þá stöðu að vera 16 – 19 stigum fyrir ofan M City eiga fríið skilið hvað sem FA bikarnum líður. Enska knattspyrnusambandið er svo auðvitað sjálfu sér líkt í heimsku og ósamkvæmni en það skiptir ekki máli. Liverpool og Klopp fara sínu fram eins og bezt er fyrir liðið og sigla þeim stóra í höfn í vor.
Það er nú þannig
YNWA
Ég er mjög langt frá því að fara vorkenna mönnum á besta aldri með tugi eða hundruði milljóna á mánuði fyrir það að sleppa lofuðu fríi til að spila auðveldan fótboltaleik á heimavelli í einhverri virtustu og skemmtilegustu bikarkeppni í heimi… Menn fá ekki það frí sem þeim var lofað í vinnu, annað eins hefur nú gerst hjá flestum vinnandi mönnum.
Væri skandall að detta úr leik gegn þessu liði.
Það má líka taka fram að aukaleikurinn er 4 eða 5 feb og næsti deildarleikur er held ég 10 dögum seinna eða 15 feb og því hefði vel verið hægt að láta almennilegt lið spila seinni leikinn, gefa svo öllum 7 eða 8 daga frí og mæta svo á æfingu 2 eða 3 dögum fyrir leikinn þarna 15 feb, bara pæling.
Annars meikar engan sens að FA biðja lið að virða vetrarfrijið og bóka enga leiki eða neitt en gera það svo sjálfir. HVAÐA OGEÐSLEGA SKITA ER ÞAÐ ? ER GERSAMLEGA BRJÁLAÐUR OG ÞA UTI FA en ekki Klopp eða Liverpool
Meistaradeildin 18. febrúar erþaðekki.
Frábært hjá Klopp að standa við sín prinsipp. Við eigum goðan séns á að komast áfram með yngri liðunum okkar. Ég er mjög hlynntur því að nota þessar bikarkeppnir fyrir unglingana og að fókusinn sé á EPL og CL. Mjög sáttur ?
Ef einhver efast um andlega þreytu innan veggja LFC þá væri skynsamlegt að horfa á Shrewsbury leikinn aftur, sem og leikina gegn Wolves og Tottenham. Það eru ekki bara leikmennirnir heldur allir starfsmenn og sérstaklega þjálfarar sem þurfa frí.
Og ef einhver heldur að ofurháar tekjur breyti einhverju um andlegt álag, streytu, og líkamlega þreytu þá dæma þeir sig sjálfir sem tala þannig. Mane var einmitt að meiðast — hann hefur varla fengið frí viku síðan fyrir um 18 mánuðum síðan. Klopp hefur elst um svona 10 ár síðan hann tók við fyrir 5 árum. Engin íþrótt í heiminum hefur eins mikið álag og atvinnufótbolti á hæstu levelum. Það er talað um hvað liðið hefur spilað mikið — en næstu allir byrjunarleikmenn LFC hafa farið og ferðast langar leiðir með landsliðum og tekið þátt í erfiðum verkefnum þar. Og ekki gleyma að Euros eru í sumar. Nokkrum dögum eftir Istanbul.
Það er engin vanvirðing við FA Cup að fara í fríið sem allir komu sér saman um. Það er hins vegar gríðarlega vanviðingslegt að geta ekki skipulagt fótboltamót þegar leikmenn eru ekki í fríi.
Og já, Liverpool mun sennilega ekki vinna þennan leik og það myndi vekja Þórðargleði um allan heim. Unglingarnir okkar munu eiga erfitt með að spila gegn hávöxnu og sterku liði fullorðinna karlmanna, jafnvel þó að þeir séu betri í fótbolta. En kannski munu einhverjir aðalliðsvarnarmenn sem hafa spilað lítið undanfarna mánuði (Matip og Lovren sérstaklega) bjóða sig fram til að spila. Og kannski nokkrir fleiri. Og það mun hjálpa að spila á heimavell sem er þokkalega stór og vel við haldið.
In Klopp we trust. All others we ignore.
Sá ekki leikinn, einungis helstu atriðin úr honum. Heimamenn voru flottir á þeirra mælikvarða, við erum að tala um 3ju deildar lið og neðarlega í þeirri deild. Eigum eiginlega að skammast okkar, þá helst fyrir algjört vanmat. Shrewsbury eiga skilið alvöru leik á Anfield lyftir budduni hjá þeim upp á annað plan, trúi ekki öðru en einhverjir af þessum ,,nýskriðnir úr meiðslum,, bjóði sig fram með okkar yngri, og stuðningsmenn flykkjist á leikinn og gefi þeim alvöru Anfield stemmingu sem leikmenn gleymi Shrewsbury aldrei.
YNWA
Kom öfugt út úr mér, átti að vera, sem leikmenn Shrewsbury gleymi aldrei:)
YNWA
Já … fyrir mér er það nokkuð augljóst að þessir sem spiluðu þennan leik voru að gera það með einhverjum “hálfum hug”. Það reyndi mjög lítið á markmann srjúsbury og miklu meira á Adrian, sem var líklega einn besti maðurinn okkar. Hinir í liðinu okkar þurfa greinilega á leikæfingu að halda og ættu að sjá sóma sinn í því að biðja um að spila næsta leik á Anfield til að bjarga andlitinu sínu, sérstakleg Matip og Lovren.
Það var allt önnur ást heldur en þegar spilað var við Neverton á Anfield, og já þessir gaurar þurfa virkilega að taka sig saman, til að vera verðugir í liðið okkar.
Þannig að þú minn kæri Klopp stilltir þessu svona upp og þá verður þú að taka þeim afleiðingum !
strawsbury town eða hvað þeir heita lenda núna á liði sem er á pari við þá, verður eitthvað.
fínt að eltast við fa cup ef við værum í stöðu til þess.. mane frá framm í mars.. við getum ekki tekið séns á fleyri leikjum, mér finnst þetta rökrétt og gott hjá klopp að segja að hann sé líka farinn í frí.. áhorf og áhugi á þessum leik fór niður í nánast ekkert, peningarnir sem strewsbury town fær úr þessu lækka gríðarlega við þetta.
Við erum í dauðafæri að vinna okkar fyrsta deildartitil í u.þ.b. 30 ár og við erum ríkjandi meistarar í Meistaradeild Evrópu.
Við erum búnir að fara í gegnum fáránlega leikjatörn í desember og janúar og í raun gríðarlega heppnir að liðið hafi haldið sjó og standard miðað við meiðsli á leikmönnum.
Það er öllum nákvæmlega skítsama um að unglingaliðið hafi tapað fyrir Aston Villa í deildarbikarnum í desember. Við jukum í staðinn möguleika okkar að verða heimsmeistarar félagsliða og Klopp lagði allt í sölurnar til að vinna þann titil. Það var risatitill sem við höfðum aldrei unnið áður og rúmlega það.
Það væri fáránlegt og í raun algjör forheimska að gefa ekki aðalliðinu frí í vetrarfríi sem Klopp og Liverpool hafa verið að kalla eftir. Sérstaklega þegar Úrvalsdeildin sjálf hefur verið að kalla eftir því að lið virði fríið.
Það væri einnig ennþá vitlausara að spila á leikmönnum sem eru búnir að ganga í gegnum desember- og janúartörnina gjörsamlega búna á því andlega og líkamlega og ræna af þeim fríi sem þeim var lofað fyrir löngu síðan.
Menn virðast gleyma því að við höfum verið að nýta alla þá breydd sem við höfum haft í hópnum í vörn og á miðju. Það var eins gott að bakverðirnir okkar og sóknartríóið hélst heilt heilsu sem og menn eins og Henderson og Van Dijk voru til staðar.
Það eru margir leikir eftir og úrvalsdeildartitillinn er ekki í höfn þó hann sé langt kominn. Þá eru framundan gríðarlega erfiðir leikir í Meistaradeildinni sem við getum hæglega unnið aftur.
Við erum nefnilega besta lið í heimi með alla leikmenn okkar heila og úthvílda á sál og líkama. Ef staðan er ekki þannig þá erum við gott lið sem getur tapað fyrir hverjum sem er og það áttar Klopp sig á.
Anfield og ungu atvinnumennirnir sjá um að vinna Shrewsbury sem er í 16. sæti c deildar á Englandi – ef það dugar ekki skiptir það engu máli þegar við fögnum titlinum þann 18. maí n.k. í Liverpool.
Nákvæmlega engu máli eins og leikurinn gegn Aston Villa í deildarbikarnum skipti nákvæmlega engu máli.
Áfram Liverpool!
Hossi, ég var að segja að liðið sem skeit á sig í strawberry á að fá að spila heimaleikinn þegar hinir eru í fríi. Enginn þeirra og þá meina ég enginn þeirra þarf á einvherju vetrarfríi að halda. Þetta eru allt gaurar sem æfa bara og æfa, og spila lítið.
Jú meðslapésarnir þurfa allir leikæfingu, ekki voru þeir svo glimrandi voru þeir ?
Það lið á að kára á eðlilegum hraða Srjúsbury …
Þetta er fín leikæfing fyrir þá.
Auðvitað vill ég vinna alla titla sem eru í boði en er alveg til í að fórna FA cup EF það hjálpar til að landa þeim tveimur stóru sem við eigum möguleika á að vinna þ.e premier og meistaradeildina, vonandi sitjum við bara ekki uppi með einn bikar í vor fyrir heimsmeistarakeppni félagsliða og klúðrum þeim stærsta sem búið er að bíða eftir svooooo lengi.
Við erum með 16 stiga forskot … það á að duga til að landa “dollunni” í vor. Ef við klúðrum því þá er það ekki vegna leikjaálags á B / Unglingaliðnu sem spilaði þennan leik. Það verða einhverjar aðrar ástæður fyrir því. Þeir hafa gott af alvöru æfingu.
Yrði hoppandi glaður með 0-1 sigur!