Liverpool rúllaði til West Ham og hittu fyrir gamlan “vin”, David Moyes…skoðum hvernig það gekk.
Gangur leiksins
Það kom nú engum á óvart að sjá David Moyes stilla upp 5-4-1 eða bara eiginlega 5-5-0 frá byrjun. West Ham gerði einfaldlega enga tilraun til að sækja þó Haller hafi vissulega farið yfir miðju í einhver skipti.
Okkar menn fóru þó líka hægt af stað, pressan var ekki áköf, allavega ekki miðað við Klopp sem var snakbrjálaður fyrst um sinn. Einhver hálffæri duttu inn en á 35.mínútu áttum við langa sendingu inn að endanlínu þar sem Firmino átti galna móttöku, sneri inn í teiginn og sendi á Origi sem var að detta í dauðafæri en var felldur og úr varð vítaspyrna. Jon Moss blessaður þurfti að bíða eftir VAR herberginu sem að lokum fann bara ekkert til að slá vítið niður. Salah fór á punktinn og klíndi boltann niður í hornið. Eftir þetta gerðist ekkert í hálfleiknum og 0-1 í feykirólegum fótboltaleik.
Seinni varð mun fjörugri, Lanzini klúðraði fínu skotfæri af vítapunkti snemma og Fabianski varði stórkostlega frá Firmino. Svo fékk West Ham horn sem var frábært því þá fóru alveg 6 þeirra fram fyrir miðju, auðvitað skölluðu okkar menn frá, Hendo framlengdi á Salah sem stakk innfyrir á Ox sem stóð af sér tæklingu og sendi boltann örugglega undir Fabianski, alveg 17,32 sekúndum eftir að skallað var frá (tímamæling í sjónvarpinu – staðreynd). Stuttu seinna þurfti Alisson að verja frá Snodgrass eftir slaka sendingu Gini og sýndi enn á ný hversu geggjaður hann er, fullkomin einbeiting í leik sem hann beinlínis horfði á í 48 mínútur!
West Ham komu aðeins fram á völlinn og reyndu að pressa en náðu litlum árangri og á móti opnuðust svæði fyrir okkur að vinna í, á 68.mínútu tóku þeir svo Lanzini útaf en hann var lang hættulegastur þeirra, á sama tíma var Origi skipt útaf og að sögn bresku þulanna hélt hann um lærið, sjáum hvað verður þar. Fabinho kom inná og á 71.mínútu var hann nálægt því að gefa mark þegar arfaslök sending hans rataði í fætur Rice sem æddi inn í teiginn og negldi á markið en aftur var Allison klár og varði út í teig þar sem Trent tók hann innanfótar í okkar eigin stöng og út…meistaraheppni!?
Á 78.mínútu ákvað Klopp að skipta Trent útaf og setja Hendo í bakvörðinn, frekar held ég að spila Keita í gang heldur en að bregðast við frammistöðu bakvarðarins sem hefur átt betri daga, 30 sekúndum síðar átti Salah svo skot í stöng eftir flottan undirbúning Ox. Allison átti enn eina flotta vörslu á 85.mínútu og strax þar á eftir var Ox skipt útaf og Curtis Jones kom inná. Það sem eftir lifði þá var frekar lítið í gangi og við sigldum þessu örugglega í hús.
Bestu menn Liverpool
Leikur sem að mestu var spilaður í þriðja gír og dugði til. Hafsentaparið gerði allt rétt, Hendo og Gini flottir inni á miðju en Fab átti enn ryðgaða frammistöðu eftir að hann kom inn. Origi fiskaði víti sem Salah kláraði eftir stórkostlega hreyfingu Bobby og sending Salah á Ox var frábær. Mikið af fínum frammistöðum.
Þegar kemur að því að velja úrvalsframmistöðurnar þá fannst mér bestur útileikmannanna Alex Ox Chamberlain og svo gladdist ég að sjálfsögðu yfir fullkominni frammistöðu hanskatröllsins Allison!
Umræðan
Hvað þarf að gera til að stoppa Liverpool? West Ham virtust alveg í 35 mín ná að halda aftur af sóknarmönnum okkar en geggjuð framkvæmd Firmino sló þá niður og um leið og þeir fóru að sækja í seinni þá bara settum við á þá mark.
Að því sögðu þá var ekki hágæðaframmistaða á ferð, meira svona gert það sem þarf í þessari törn, bakverðirnir báðir langt frá sínu besta og ákafinn lítill. Á móti þá var líka fínt að sjá að leikstjórn er algerlega orðið á okkar valdi, menn stýrðu þessu öllu í raun og leikurinn varð jafn einfaldur og við spáðum í podcastinu í vikunni.
Með þessum leik höfum við nú leikið 41 leik án taps og þar með komnir einir í annað sæti yfir lengstu runu án taps. Mögnuð lið Nottingham Forest og Chelsea áttu 40 leik…nú eru bara 8 leikir eftir í efsta sætið.
Við jöfnuðum líka met sem staðið hefur lengið hjá félaginu þegar við unnum fimmta leikinn í röð í London, jöfnun árangurs frá 1986.
Þessi lið mætast aftur eftir 26 daga og þá verður hópur kop.is-fólks á Anfield, við getum svo sannarlega farið að hlakka til þess!
Staðreynd dagsins
Ef Man. City vinna alla leiki sem þeir eiga eftir ná þeir 93 stigum. Við þurfum því að vinna 8 af síðustu 14 og titillinn er okkar. En…ef við vinnum næstu 7 hins vegar þá dugar okkur eitt stig á Etihad í leik númer 8 til að taka titilinn þann dag…
Næsta verkefni
Áfram er það deildin og nú Soton, ef sá leikur fer á réttan veg verður Liverpool með 22ja stiga forskot á Man. City þegar þeir hefja leik.
Þetta var algjör fagmenska.
Stjórna leiknum allan tíma, ekkert stress í gangi þótt að við værum ekki að galopna þá í fyrirhálfleik. Komum inn marki úr víti og svo í síðari þá er þetta eins og langur reitarbolti þar sem við fáum slatta af færum á meðan að Alisson tekur tvær flottar vörslur og Trent reynir að gera þetta spennandi en tókst ekki.
Alisson mjög öruggur í markinu, Dijk eins og kóngur aftast, Henderson með drifkraftinn á miðjuni, Firmino alltaf til í boltan og skapa og Salah átti flottan leik.
19 stiga forskot, 14 leikir eftir en maður á aldrei að fagna þangað til að sú feita syngur en hún er mætt á svæðið og líka í þessum flotta Liverpool heimsmeistarabol 🙂
YNWA
Sjálfsagt skrifa einhverjir um leiðinlegan leik en þvílíkir yfirburðir, hreyfingar, yfirvegun og þolinmæði.
Við erum svo bestir að það jarðar við svindl.
Mér finnst það skemmtilegt.
YNWA
Leiðinlegir leikir fylgja yfirburðaliðum. Naut þó hverrar mínútu.
Hammer to fall
Harvey Elliott með ruglað mark í kvöld gegn Wolves í u-23 !
En já leikurinn gegn westham þetta var aldrei spurning þeir voru á autopilot og sýndu fagmennsku það þarf ekki að ræða þetta mikið fannst allir vera góðir sérstaklega Salah og Alisson.
Allt undir kontról í kvöld og enn ein þrjú stigin komin í hús! Við erum algjört skrímsli! Risastórt skrímsli sem allir hræðast og enginn ræður við.
19 stiga forskot á cithý! Segi það og skrifa, níííítjáááán stig…
Ef að liðinn í 5 og 6 sæti (MUTD og Tottenham) settu öll sín stig î púkk þá myndu þau samt ekki ná LFC ?
Og ef Man City fengi að eiga öll stigin sem Norwich hafa safnað þá myndi það ekki heldur duga til.
Algerlega sturlað!
Þetta er sko algjörlega sturlað og ég sé fyrir mér pep gardínudrjóla vera á krísufundi hjá olíusjeikunum þar sem hann er að reyna að útskýra þennan mun…
Og ekki má gleyma félagsmeti sem var slegið í kvöld þar sem Liverpool er búið að vinna öll hin liðin í deildinni.
Ekki skemmtilegasti leikurinn á að horfa en þrjú stig og hreint búr. Ekki hægt að biðja um mikið meira.
Nú vill maður bara sjá stigin sallast inn eitt af öðru, sama hvernig það er gert og sjá bikarinn fara loft 9. maí nk.
19 stiga forusta!!! Hvað segja talnanördarnir hérna, er þetta ekki eitthvað heimsmet eftir 24 umferðir í efstu deild, a.m.k. í topp 10 deildum í Evrópu?
Ótrúlegt lið sem við eigum, engin sérstök spilamennska í kvöld og margir leikmenn ansi sloppí á köflum. Sammála að Salah er maður leiksins, síðan Allison og Hendo. Hamrarnir fara niður, alveg handónýtur heimavöllur sem þeir eiga og engin stemmning.
WGWTL 🙂
The premier ship is coming to town…..
Fljótlega verður hægt að leggja þann brandara til hliðar.
Alisson var mergjaður og Salah er betri gott púrtvín á köldum degi í febrúar.
Hvað við erum öll heppin að lifa Klopp-tímann hjá Liverpool! Maðurinn er ekki á öðru plani sem þjálfari, hann er í öðru sólkerfi!
Fékk að heyra að það væri svo mikið hype í kringum Liverpool og Liverpool aðdáendur væru orðnir óþolandi……..well, bíðið bara, ef allt fer á besta veg þá “you aint seen nothing yet!”
Ekkert smá hvað markmaðurinn okkar er góður var besti maður leiksins að mínu mati meira segja Trent nær ekki að skora framhjá honum í þessu líka dauða færi.
YNWA.
Ótrúlegt að hugsa til þess að mjög mörg lið leggja upp með að verða á meðal þeirra fjögurra efstu og komast þar með í meistaradeildina að ári. Og það alveg réttilega. Við ( Liverpool) erum þrjátíu já 30 stigum ofan við 4. sætið og rétt um 2/3 búnir af mótinu. Þvílíkur árangur ? Mikið rosalega verður gaman í vor, minnir mann á gamla góða tíma þegar LFC voru kóngarnir bæð innanland og í evrópu ár eftir ár.
Ég veit ekki af hverju það kemur spurningarmerki þegar maður setur inn brokarl. En það skiptir engu máli brosið fer sko ekki af mér.
Sælir félagar
Sætur vinnusigur gegn einhverjum þéttast pakkaða strætó sögunnar. Þrátt fyrir bað vera tveimur mörkum undir er ekki hægt að segja að WH menn hafi reynt mikið. Hugsuðu aðeins um að lágmarka skaðann og fá á sem fæst mörk. Það heppnaðist (með talsverðri heppni) en Liverpool sigldi þessu heim án fyrirhafnar.
Mér fannst flestir spila í 2 gír en er ekki sammála annars ágætri skýrslu um AOC. Mér fannst hann aldrei í zinki við leikinn nema í markinu sem hann skoraði. Sem var fínt og ekki ástæða til að vanþakka það. Hann var samt æði oft bara að þvælast um völlinn án þessa að vita í þennan heim né annan. Skánaði mikið eftir markið en fór fljólega útaf eftir það. Hann hefur einhverveginn verið utanveltu í undanförnum leikjum en ég er viss um að hann á eftir að hressast.
Fabinho er ennþá haugryðgaður og sjálfsagt eru Matip og Lovren á svipuðum slóðum og þurfa bikarleikinn til að hreinsa sig. Keita fannst mér koma vel inn og gaman að sjá Jones sprikla svolítið. Ég er helsáttur við leikinn og niðurstöðuna þó ekki hafi verið un neina flugeldasýningu að ræða.
Það er nú þannig
YNWA
Alveg sammála með Ox. Fannst hann seinn í flestum hreyfingum, kannski ekki kominn í fulla æfingu? Eins og hann þyrfti að reyna voða mikið á sig til að halda í við andstæðinginn.
Uxinn var alveg lost í fyrrihálfleik og var sífellt að tapa boltanum. Kom sterkari inn í þann seinni. Hefur verið mjög slappur eftir síðustu meiðsli. Ég hlakka til að fá Keita aftur inn í liðið.
Engu að síður gott mark hjá honum sem á einhvern stórundarlegan hátt færir honum nafnbótina “maður leiksins” hjá skýrsluhöf.
Það væri óskandi að Keïta næði loksins góðu rönni það sem eftir lifir leiktíðar. Hann er stórskemmtilegur leikmaður og allt öðruvísi en allir aðrir miðjumenn liðsins.
Djofull er maður klikkaður, alltaf vitað það en er að sjá núna hversu klikkaður maður er. Ég er án djoks núna að pæla í því að loksins þegar titillinn kemur að kannski verði fagnaðarlætin minni en ef við hefðum unnið þetta í síðasta leik í maí. Ég vill helst klára þetta í dag en það er eitthvað smá turn off að klára þetta í desember eins og við erum að gera eftir 30 ára bið. Ég sagði við félaga minn í dag sem nefndi þetta við mig og ég fór að pæla í þessu að eg héldi nú að þótt þetta sé komið að þá myndi maður samt brotna saman og gráta út í eitt þegar þetta kæmi endanlega í hús og hann sagði já sennilega er það rétt hjá þér. En já þegar maður Er farin að pæla í þessu segir kannski mikið um hvað maður er klikkaður hahaha.
Annars hef ef aldrei á ævinni keypt flugelda eftir ég varð 13 ára sirka en konan mín vann um áramótin stærsta pakkann frá björgunarsveitinni og ég var snoggur þá að taka allt það stærsta úr pakkanum og tók það frá og því verður skotið upp daginn sem við tryggjum þetta endanlega, lögreglan má mæta heim til mín þá og setja mig í járn en það mun engu breyta ég fer þá HÁGRÁTANDI AF GLEÐI Í KLEFANN ÞEIRRA 🙂
Það kæmi mér ekki á óvart að núna myndu FA tala um að breyta deildinni aftur til baka í það að lið fái 2 stig fyrir að vinna. Við erum búnir að eyðileggja PL!
Já þetta er mögnuð staða að vera með 19 stiga forskot í lok janúar.
Maður spyr sig hvort þetta hafi áhrif á leikjafræðina hjá öðrum liðum. Mér finnst mjög líklegt að Guardiola átti sig alveg á stöðunni, og viti að þó hann geti farið taplaus með liðið í gegnum rest, að þá sé afar ólíklegt að Liverpool sé að fara að tapa 7 leikjum (tapa 6 og gera 1 jafntefli, tapa 5 og gera 2 jafntefli, tapa 4 og gera 4 jafntefli o.s.frv.) og muni því fókusera 100% á Meistaradeildina, og svo væntanlega á bikarkeppnirnar. Það verður líka gaman að sjá hvað Guardiola gerir í vor. Er hann orðinn saddur hjá City? Ef hann sér fram á að Liverpool sé ekkert að fara að veikjast og að hann geti ekki keypt styrkingu á móti, mun hann þá horfa á aðrar áskoranir í öðrum löndum? Ég yrði a.m.k. ekki hissa.
Eins er spurning hvort hin liðin horfi öðruvísi á það að þurfa að spila við Liverpool, vitandi það að það þarf líklega einstaka frammistöðu til að geta unnið þann leik, sérstaklega á Anfield. Ekki það að ég er samt smeykur við næsta leik við Saints á Anfield… Í öllu falli er ekki ólíklegt að við sjáum meira af uppleggjum eins og Moyes kom með í gærkvöldi, þ.e. að reyna að lágmarka skaðann.
Þetta var bara mjög góð og örugg frammistaða gegn huglausasta liði sem Liverpool hefur mætt á þessu tímabili. Moyes lagði upp með að pakka í vörn frá fyrstu sekúndu og ég man ekki eftir neinum leik sem kalla má flugeldasýningu gegn slíkum andstæðingi. Þetta var ýkt útgáfa af uppleggi Tony Pulis.
Mjög sannfærandi 2-0 sigur í London án of mikillar fyrirhafnar og Liverpool taplaust í janúar, vonda mánuðinum!
Salah gerir tilkall til að vera maður leiksins með marki og stoðsendingu, Bobby var mjög góður einnig og lagði grunninn að fyrsta markinu. Tríóið aftast á vellinum var einnig frábært en maður leiksins að mínu mati var fyrirliðinn. Eins og Henderson er að spila núna held ég að hann taki við sprotanum hjá einhverri sinfóníunni strax eftir af ferlinum líkur.
“Gott jafntefli” hefur alltaf verið aðal-leikaðferð Moyes. Þess vegna skildi ég allsekki þegar Ferguson valdi hann eftirmann sinn hjá MU, því maðurinn spilar helst ekki til sigurs ef hann kemst hjá því…
Vegna þess að hann er Skoti og náði að halda miðlungsliði everton oftar en ekki fyrir ofan miðju deildarinnar. Frábær ráðning hjá þeim og byrjunin á góðu niðurfalli þessa klúbbs.
Sælir félagar
Ég er sammála E.Matthíasi að það eru menn eins og Salah, Firmino og einnig Alisson sem geta gert kröfu til titilsins “maður leiksins” ásamt Hendo. Líklega mundi ég velja Salah sem skorar eitt og á stoðsendinguna sem gefur seinna markið eftir að hafa unnið boltann af harðfylgi við miðjubogann.
Satt er það líka að fyrirliðinn á svo sannarlega skilið útnefninguna í hverjum leiknum eftir annan. En ég ætla velja Mo Salah fyrir þennan leik því mér fannst sjást í þann Salah sem við höfum svolítið saknað á þessu tímabili.
Það er nú þannig
YNWA
Það eru til alls kyns villtir draumar, draumar, en að lifa það sem er lygini líkast það er dulítið spookie. Loksins þegar Liverpool vinnur deildina, þá rústa þeir deildini í tætlur, reyndar er tímabilið ekki búið, eiginlega sturlað að tala eins og allt sé í höfn í enda janúar, en 19 stiga munur á næsta lið er kannski enn sturlaðra. En svona er raunveruleikinn lygini líkastur. Svo er þáttur Klopps í vegferð þessa liðs annað umfjöllunarefni, og sér kapituli út af fyrir sig.
YNWA
Fowler blessi þennan stórkostlega þjálfara sem við eigum!