Gullkastið – Síðasta Meistaradeildarsætið

Mesta spennan á þessu tímabili er baráttan um fjórða sætið, það eru sex lið í hörku baráttu um þetta rándýra sæti og kaldhæðni örlaganna er að Arsenal er ekki eitt af þeim. Sætið þeirra! Það hefur líka meira en nóg gengið á hjá þessum liðum í vetur og til að spá í spilin með okkur fengum við United manninn Kristján Gylfa Guðmundsson en hann er jafnframt æðsti Fylkismaður landsins.

Stjórnandi: Einar Matthías
Viðmælendur: Maggi og Kristján Gylfi Guðmundsson (United maður)

MP3: Þáttur 276

7 Comments

  1. Sælir félagar

    Takk fyrir bráðskemmtilegan þátt og gaman að heyra í MU manni sem getur talað um fótbolta af raunsæi og viti. Hitt er annað að vonleysið skein af honum í öllum málum er varða MU og segir ef til vill alla söguna um stöðu þess fræga liðs. Mér fannst að niðurstaða umræðunnar hvað meistaradeildina varðar vera raunsæ og eðlileg og ég er henni sammála. Hver staða MU verður er erfiðara að segja um en 7. til 8. sæti yrði líklega banabiti Sólskerjamóra og þá verður eitthvað að fara að gerazt hjá því liði. Menn voru sammála um algert stefnuleysi á öllum sviðum hjá MU og er svo sem ekkert nýtt.

    Hvað okkar lið varðar er bara tóm hamingja. Spurningarnar snúast um hvenær titillinn verður formlega í höfn, hverjir af ungliðunum fá að spreyta sig og lítið annað. Hefði viljað heyra meira um hvort og þá hverjir muni verða keyptir, hverjir verði seldir og hverjir koma upp í sumar úr unglingadeildinni. Nú er Liverpool að semja við Neco Williams og hann er talinn mjög líklegur upp en fleiri eru farnir að banka á dyrnar. Er nokkuð að marka þennan Coutinho orðróm o.s. frv.

    Það er nú þannig

    YNWA

    1
  2. Takk fyrir góðan þátt. Kurteis og hlédrægur hann Krissi af manjú-stuðningsmanni að vera 🙂

  3. 4.sæti Chelsea – Frank hættir þessu væli og fer að sparka aðeins í strákana. Þetta er það lið sem maður hefur fundist spila best af þessum liðum í meistaradeildarsætist baráttunni.
    5.sæti Tottenham – Móri lætur þá ná flottum úrslitum inn á milli en þeir hafa samt ekki verið sanfærandi
    6.sæti Man utd – Þetta er ekki alveg að ganga eftir hjá Óla sem er bara hið besta mál.
    7.sæti Arsenal – Arteta kemur með góðan endaspret
    8. Wolves – Verða í baráttuni allt til loka en ná ekki ofar.
    9. Everton – Verða sáttir með að vera í top 10.
    10. Sheff United – Held að blaðran springi ekki heldur einfaldlega að þeir ná ekki að kreysta fram eins mörg góð úrslit en þetta er samt sem áður frábært tímabil hjá þeim.

    3
  4. Ég er nokkuð viss um að Chelsea taki 4. sætið.
    Þeir vinna okkur á Anfield 10. maí eða hvenær það verður þegar við fáum bikarinn enda verðum við löngu búnir að tryggja titilinn.
    Sólskjer verður settur af í sumar og Pochettino ráðinn því miður.
    Everton endar ekki í top 10.
    YNWA

      • Ég er ekki spámannlega vaxinn ?
        300 Spartacus stríðsmenn færu á hnén stæðu þeir frammi fyrir sviðinu okkar á Anfield á síðasta heimaleik leiktíðarinnar og bikarinn á stallinum.
        Já þessi orð kalla á spennitreyju.
        YNWA

Sumarglugginn – Hvað getur Liverpool gert?

Söfnun fyrir Dagbjart