Annað kvöld mun Jurgen Klopp og lærisveinar hans halda til London þar sem þeir munu heimsækja Chelsea lið Frank Lampard í sextán liða úrslitum FA bikarsins og freistar þess að komast í átta liða úrslit keppninnar í fyrsta skiptið síðan árið 2015 en þá datt liðið út í undanúrslitum gegn Aston Villa.
Það ætti líklega ekki að hafa farið framhjá neinum en Liverpool tapaði deildarleik gegn Watford um síðastliðna helgi. Nei annars, Liverpool skíttapaði gegn Watford um helgina og hefur nú tapað tveimur leikjum á fremur skömmum tíma og því mikilvægt að liðið svari þessu með sigri annað kvöld. Liverpool á enn góðan séns á því að geta unnið þrjá bikara í viðbót á leiktíðinni og er Chelsea næsta hindrun sem komast þarf í gegnum til að geta vonandi unnið fyrsta FA bikarinn síðan 2006 og fyrsta úrslitaleikinn í þessari keppni síðan 2012.
Næsta vika eða svo er gífurlega mikilvæg fyrir Liverpool, þá mun það skýrast hvort Liverpool haldi áfram í bikarnum og í Meistaradeildinni og þar á milli er leikur sem gæti komið liðinu enn nær Englandsmeistaratitlinum. Ég ætla því að giska á að Klopp muni stilla upp frekar sterku liði gegn Chelsea en þó með smá breytingum.
Klopp hefur sagt að Harvey Elliott verði ekki með annað kvöld þar sem hann ferðaðist með u19 ára liðinu til Portúgal þar sem þeir eru að fara að mæta Benfica í Meistaradeild yngri liða en þeir Neco Williams, Ki-Jana Hoever og Curtis Jones voru allir eftir í Liverpool og verða líklega í hópnum annað kvöld ásamt Pedro Chirivella býst ég við.
Ég ætla að giska á að liðið verði eitthvað á þessa leið:
Williams – Gomez – Matip – Milner
Jones – Fabinho – Lallana
Minamino – Origi – Mane
Það gæti kannski verið enn sterkara en þetta og ég reikna með að það verði þá líka sterkur bekkur. Salah, Wijnaldum, Chamberlain, Firmino, Lovren, Chirivella/Robertson/TAA og Kelleher á bekknum eða eitthvað á þá leið. Keita verður ekki klár í leikinn en Gomez og Milner eru það og við fögnum því að fá þá aftur í hópinn. Það verður forvitnilegt að sjá hvernig hann stillir upp liðinu því ég gæti vel trúað að leikmenn eins og Salah, Mane, Van Dijk, Trent og fleiri þarna séu mjög spenntir fyrir því að vinna þennan bikar og iða í skinninu fyrir því að snúa blaðinu við eftir dapurt tap síðustu helgi.
Ég held að það sé að minnsta kosti bókað mál að Adrian byrji þennan leik og þá líklega Matip, Milner og örugglega Lallana. Þá er bara spurning hvort að Milner verði á miðjunni eða í bakverðinum fyrir Robertson, hvort að Matip byrji með Gomez eða Van Dijk og þar fram eftir götunum.
Það er “úrslitaleikur” annað kvöld, svo eitthvað sem ætti að teljast fremur auðveldur og hálf partinn stikkfrí leikur gegn Bournemouth um næstu helgi og svo “úrslitaleikur” gegn Atletico Madrid í næstu viku. Það verður því kannski þannig að Bournemouth verði leikurinn þar sem meira verði róterað og Klopp stilli upp sínu sterkasta gegn Chelsea og Atletico. Ég myndi þó alls ekki útiloka það að það verði svo gott sem sama byrjunarlið í þessum þremur leikjum bara til að koma þessum hópi leikmanna í betri rhythma en þeir hafa verið í síðan þeir komu úr pásunni.
Sjáum hvað setur með lið Liverpool, það er erfitt að spá fyrir um hvað Klopp hyggist gera þarna en held að það sé nokkuð líklegt að Chelsea muni stilla upp eins nálægt sínu sterkasta liði og hægt er en Chelsea eru svo gott sem dottnir út úr Meistaradeildinni eftir stórt tap gegn Bayern Munchen í fyrri leik liðana svo FA bikarinn er þeirra eini séns á titli í vetur. Þeir gerðu jafntefli gegn Bournemouth um síðastliðina helgi svo þeir eru alls ekki í nægilega góðri stöðu í baráttunni um 4.sætið og sluppu fyrir horn því Tottenham og Man Utd töpuðu bæði stigum í sömu umferð en þessi tvö lið ásamt Sheffield United og Wolves eru að anda niður hálsmálið á þeim, þeir kannski geta þá heldur ekki tekið mikla sénsa með deildina og þeir eiga Everton í næstu umferð.
Ég vil sjá Liverpool komast áfram og sjá Klopp stilla upp nógu sterku liði til að vinna þennan leik. “Invincibles” er nú úr sögunni svo nú er ég frekur og vill sjá stigamet og þrennuna, til þess þarf að slá Chelsea út annað kvöld. Vonandi gerum við það!
Menn voru nú margir að tala um Watford leikinn sem nánast gefins 3 stig svo að vanmeta Bournmouth held ég að við gerum ekki og verðum við með okkar sterkasta í þeim leik.
Það verður róterað mikið á morgun og líklega ekki margir svokallaðir fasta menn í liðinu.
Samála liðinu sem er stillt upp en kæmi ekki á óvart ef Mane væri líka á bekknum með Jones ofar og á Chirivella á miðsvæðinu.
Èg verð nú að segja að það sé furðulegt að við getum ekki stillt upp sterku liði alla þessa þrjà leiki (Chelsea, Bmouth og Atl Mad), enda nýbúnir að vera í fríi sem gerði ekkert nema skemma fyrir okkar mönnum.
Ég vildi sjá svipaða uppstillingu og þú settir upp hér að ofan en það lið er meira en tilbúið að vinna Chelsea, sama hvað þeir bera fram á borð fyrir okkur. Það er td jákvætt að hvíla Salah og Firmino þar sem þeir tveir hafa mér fundist vera allt of misjafnir í nokkuð langan tíma. Sama hvað menn segja að þà finnst mér okkar veikleiki vera sóknin þar sem við veikjumst mjög við að skipta útaf einum af þríeykinu.
En förum áfram í FA bikarnum.
Sælir félagar
Það þarf meira en þetta lið sem ÓLafur Haukur stillir upp hér til að vinna Chelsea liðið. Ég vil fá okkar sterkasta lið til að vinna þennan leik og reka af sér sliðruorðið sem þeir fengu fyrir síðasta leik gegn Watford. Það hefur sýnt sig að það er liðinu ekki til framdráttar að hvíla menn hvað þá meirihluta liðsins. Það er líka nógur tími fram að laugardagsleiknum og þá þurfa þessir snilllingar okkar að vinna Bournmouth. Það ætti að hafast á heimavelli.
Það er nú þannig
YNWA
Verð bara vel pirraður ef Klopp ætlar að gera enn eina tilraunina til að reyna nánast að detta út úr þessari keppni og stilla upp nánast varaliði. Það eina sem hefur farið í taugarnar á mér við Klopp síðan hann tók við er hvað honum virðist sama um bikarkeppninnar. Samþykki að leyfa varaliðinu í deildarbikarinn en vill alltaf reyna að vinna elstu og virtustu bikarkeppni heims sem er FA bikarinn.
Ættum vel að geta stillt upp okkar besta liði í öllum næstu 3 leikjum en ef það ætti einhversstaðar að hvíla og rotera eitthvað myndi ég gera það á laugardaginn. Eigum alltaf að klára Bournemouth heima þótt Lallana og félagar nokkrir myndu spila þann leik og þótt við gerðum jafntefli þar eða stórslys yrði niðurstaðan þá erum við samt alltaf að fara vinna þessa deild.
Er samt skithræddur um að liðið á morgun Verði blanda af B og C liðinu og allir okkar bestu leikmenn eða 11 bestu allavega Verði hvildir.
Þetta lið vinnur ekki celski á útivelli !
Við megum ekki detta út úr FA cup núna, það yrði of mikill biti þar sem við erum ný bunir að skíttapa á móti næst neðsta liði.
Ég sé enga ástæðu annað en að nota aðalliðið í fa cup. allt í lagi, að nota adrian í markinu en enga
nýliiða uppstillinu osfrv.
Fulla ferð áfram.
Þennan leik á að taka alvarlega. Öll hin liðin gera það og því ekki okkar liði. Sammála þeim ræðumönnum sem eru ekki ánægðir með lítinn áhuga Klopp á ensku bikarkeppnunum. Skil í raun ekki hvernig hann kemst upp með þetta innan félagsins, en ok látum það liggja milli hluta með deildarbikarinn. Ég sem stuðningsmaður langar meira í FA bikarinn núna í ár heldur en í sigur í CL.
Ef þessu varaliði verður stillt upp þá verður róðurinn þungur og ég tala nú ekki um ef þetta verður eini sénsinn fyrir Chelsea að fá eitthvað út úr tímabilinu. Þeir leggja allt undir, eru á heimavelli og stilla sko ekki upp neinu b liði. Á venjulegum degi segi ég 1-2 tap en til allrar guðslukku eru ekki allir dagar venjulegir.
Flottur punktur að minna á að vetrafríið er tekið til að hafa kraft í restin á tímabilinu en ekki bara fyrstu leikina á eftir. Það á að hafa áhrif á langþreyttu bæði líkamlega og andlega. Svo auðvita að minka líkur á meiðslum.