Liverpool 2 – Bournemouth 1

0-1 Callum Wilson (9. mín)

1-1 Mo Salah (25. mín)

2-1 Sadio Mane (33. mín)

Það var erfið byrjun hjá okkar mönnum í dag því eftir aðeins níu mínútna leik kom langur bolti upp völlinn í átt að Gomez og Callum Wilson og sá síðarnefndi ýtti við Gomez sem varð til þess að Wilson náði boltanum og sendi hann út á hægri vænginn, tók svo hlaupið inn á markteig og fékk þar boltann aftur og kom honum í netið. Liverpool því 1-0 undir sem var ekki byrjunin sem okkur vantaði miðað við síðustu leiki. Það má færa rök fyrir því að Wilson hafi brotið á Gomez í einvígi þeirra en ekkert dæmt og markið stóð. Eftir að hafa lent undir lögðust Bournemouth menn aftarlega á völlinn en voru þó hættulegir þegar þeir komu á ferðinni upp völlinn. Nathan Ake var nálægt því að tvöfalda forrustuna eftir hornspyrnu þegar hann átti góðan skalla sem Adrian sló yfir markið. Bournemouth héldu þó forrustunni ekki lengi því eftir 25. mínútna leik missti Jack Simpson, sem var nýkominn á völlin vegna meiðsla, boltann á hættulegum stað og Sadio Mane kom á ferðinni inn á teig reyndi að koma boltanum yfir á Salah, en sendingin ekki nægilega góð svo Salah þurfti að koma aðeins tilbaka til að sækja boltan en það fór ekki verr en svo að Salah snéri svo að marki og lagði boltan laglega í nærhornið. Stuttu síðar sáum við pressuna aftur virka vel þegar Bournemouth menn ætluðu að sækja hratt en Van Dijk vann boltann á miðsvæðinu, ein snögg sending upp völlinn og Mane var kominn einn á móti Ramsdale í markinu og skoraði.

Í seinni hálfleik voru Bournemouth menn ótrúlega tæpir á því að jafna leikinn þegar Ryan Fraser fékk boltann og Adrian kom út á móti honum en Fraser vippaði boltanum yfir hann en fyrirliði dagsins James Milner kom á ferðinni og náði að renna tá í boltann áður enn hann fór yfir línuna. Mané átti skot í þverslánna og Firmino komst í gott færi undir lok leiks en fór illa með það. Sigur í hús en frammistaðan ekkert til að hrópa húrra fyrir.

Bestu menn Liverpool

Mané átti mark og stoðsendingu og var nálægt því að bæta við öðru marki og því erfitt að nefna hann ekki hér en það verður samt einnig að benda á að þeir fremstu þrír voru ekki að ná nægilega vel saman í dag. Salah gerði mjög vel í markinu sínu en Mane setti hann í frekar slæma stöðu sem hann vann vel úr. Milner átti stundum erfitt í bakverðinum en endaði á að bjarga stigi í dag. Van Dijk sem hefur ekki verið á sínum ótrúlega standard undanfarna leiki var líka fínn í dag skilaði stoðsendingu og var frekar öruggur í sínum aðgerðum.

Verstu menn Liverpool

Fabinho er ekki enn kominn í gang nú eru komnir óþæginlega margir leikir síðan hann kom tilbaka úr meiðslum og við þurfum að fara frá meira frá honum. Trent var að koma sér í góð svæði í dag en átti erfitt með að skila boltanum nægilega vel frá sér. Firmino átti ekki góðan dag og á enn erfitt með að skora á heimavelli.

Umræðupunktar

  • Liverpool vantar nú þrjá sigra til að tryggja titilinn!
  • Menn vildu flautuna þegar Gomez er ýtt frá boltanum í marki Bournemouth og ekkert gerir VAR, þarf að endurhugsa þennan clear and obvious hluta reglanna?
  • Atletico Madrid á miðvikudaginn, sigur í dag var góður undirbúningur en við þurfum klárlega að gera enn betur þá en núna í dag.

Tæpur sigur en þrjú stig í hús og það er það sem skiptir máli. Styttist í titilinn, þann fyrsta í þrjátíu ár þannig þrátt fyrir nokkra veikleika er gleði í dag.

24 Comments

  1. Sælir félagar

    Góður en óþarflega tæpur sigur okkar manna á heimavelli og enn eitt metið fallið. Glórulaus dómgæsla í marki Bornmouth þegar hrint er aftan á Gomes en hann átti samt að gera betur og koma boltanum í burtu. Dæmt var á svipað en ekki eins augljóst brot nokkru seinna í leiknum svo samræmið hjá slökum dómara leiksins var lítiðEnn ein misök hans og vonandi er hann búinn með þann kvóta. Þrjú stig í hús og ef M. City tapar stigum á morgun þá vantar ekki nema tvo sigurleiki í titilinn. Liðið virðist vera að komast í leikform aftur þó, eins og ég sagði hér að ofan, að sigurinn hafi verið óþarflega tæpur.

    Það er nú þannig

    YNWA

    5
  2. Hress sigur! Milner er genuine draft. Semja við Lallana í gær. Shjit hvað þetta var tæpur leikur. Lallana í byrjunarliðið.

    1
  3. Er ég sá eini sem er búinn að fá nóg af því hversu lítið Firmino skorar? Var að skoða tölfræði og þar kemur í ljós að hann er búinn að skjóta 60 sinnum (3. sæti í deildinni yfir flest skot) og skora 8 á meðan okkar gamli sóknarmaður Ings er með 49 skot og 15 mörk.

    4
  4. Sigur, flott mál.
    Stutt og laggott, svona framistaða í vörn og sókn á móti A. Madrid dugar ekki .
    Vonandi hristum við af okkur þetta stress slen og dettum í gír.
    YNWA.

    2
  5. Góður sigur auðvitað, en of tæpur og já Svenni, þú ert ekki sá eini sem finnst Firmino skora of lítið, en frábær leikmaður hann Firmino þar fyrir utan. Elska líka Milner.

    3
  6. Eftir þennan leik á Leicester ekki lengur fræðilega möguleika á titlinum.

    1
  7. Þetta er pínu sama sagan hjá okkur og mér finnst þessi saga nokkuð góð.
    1. Við erum betri en andstæðingurinn en maður hefur samt séð liðið spila miklu betur.
    2. Liðið endar með 3 stig eftir leikinn og nálgast Englandsmeistaratitil
    = Ég væri til í að þessi saga væri lesin fyrir mann hverja helgi( og endirinn væri að liðið verður meistarar)

    4
  8. Algjörlega frábært að landa sigri í dag! Við erum ryðgaðir en sigrum samt. Formið kemur, er viss um það.

    5
  9. Nú finnst mér komið að því að enska úrvalsdeildin taki dómaramálin föstum tökum. Fyrst og fremst vantar allt samræmi í dóma, bæði milli leikja og innan leiks, eins og var t.d. augljóst hjá Tierney í dag. Það er búið að segja svo margt um VAR að ég hef engu við að bæta en deildin verður að eignast alvöru atvinnu-dómara. Þeir þurfa að vera á sama leveli og leikmenn: vera í frábæru líkamlegu formi og með topp andlega getu. Fyrirmyndirnar eru til, og sjást í alþjóðlegum keppnum eins og meistaradeildinni.

    Þannig er nú það!

    5
  10. Þetta var leikur M&M ( Mané og Milner fyrir trega ) Djöfulsins snillllld… liðið okkar er að vakna aftur, tökum þetta AM og rúllum því upp með dýrvitlausa áhorfendur.

    YNWA.

    4
    • Sæll Kaldi

      Ég hefði haft M-in 3. Eitt fyrir Mo (Salah), eitt fyrir Mané og eitt fyrir Milner. Markið hjá Mo var algert lykilatriði/augnablik í þessum leik og hann kláraði verulega slaka stoðsendingu Mané virkilega vel. Látum alla njóta sannmælis. Annars bara góður 🙂

      Það er nú þannig

      YNWA

      5
  11. Gaman þegar menn mæta í vinnuna á mánudegi.
    Ekkert það skemmtilegasta en farið ofan í bölvaðan skurðinn og mokað.

    Stórt skref áfram á þessum tímapunkti.

    Bónusleikurinn á miðvikudaginn verður rosalegur og það er ekkert í kortunum að klára hann ekki.

    En munið … deildin maður deildin. Alfa og omega tímabilsins.
    Þökkum fyrir daginn.
    YNWA

    4
    • Það er alveg ótrúlegt að sumir hér inni eru greinilega miklu betri þjálfarar en Klopp. Ég meina hver myndi ekki vera þakklátur ef að Sigkarl myndi stjórna liðinu því þá myndum við aldrei tapa leik eða bíddu nei. Hættið þessu bulli og gleðjist yfir árangrinum sama hvað. Við erum bestir þó svo það sé stundum erfitt 😉

      4
  12. Leikurinn á miðvikudaginn er enginn bónus leikur. Liverpool hefur titil að verja og þetta gríðarlega mikilvægur leikur

    3
  13. Ég vona að Adrian finni sig betur í næsta leik, hann gaf skelfilegt mark í seinasta leik og var tæpur í dag.
    Liðið þarf svo að finna mojoið aftur eftir erfiða leiki undanfarið, góðu fréttirnar eru að Cpt. Henderson kemur inn í næsta leik.

  14. Fyrir utan ein sérstaklega slæm mistök varnarlega þar sem Fraser kemst í gegn var þetta bara mjög góður sigur og öruggur af hálfu okkar manna. Það er ansi hart að kenna Gomez um markið enda sér (nánast) hvert mannsbarn að það er brotið á honum í aðdragandanum. Dómarastéttin á að þurfa svara fyrir svona mistök eftir leiki og útskýra hvað í fjandanum var í gangi því að VAR á að útrýma svona fáránlegum mistökum. Enn á ný er nauðsynlegt að henda sér niður og ýkja allar snertingar. Það fæst nákvæmlega ekki neitt aukalega fyrir fair play og okkar menn þurfa að fara læra það, helst fyrir miðvikudaginn þegar mestu svindlarar knattspyrninnar í dag mæta á Anfield.

    Mjög gott að koma til baka og ná í öll stigin, þetta eru núna 109 stig af síðustu 114 mögulegum sem er eitthvað sem við sjáum líklega aldrei aftur. Rúmlega 48% af sigrum Liverpool í vetur hafa verið með eins marks mun og nánast öllum lýst sem óöruggum eða ósannfærandi vegna þess að menn hengja sig á eitthvað eitt færi sem andstæðingurinn fékk í leiknum, kannski tvö en horfa lítið sem ekkert til þessara 10-20 færa sem Liverpool sóaði hinumegin. Það er fullkomlega galið að vinna alla þessa jöfnu leiki, miklu öflugra en liðinu er gefið credit fyrir. Eini leikurinn sem liðið var að tapa með einu marki (mjög ósanngjarnt) bjargaðist með jöfnunarmarki undir lokin.

    Alisson, Robertson og Henderson voru allir fjarri góðu gamni í dag og Fabinho er alls ekki komin í leikform ennþá. Það munar heldur betur um minna varnarlega og svosem líka sóknarlega.

    Mjög gott að bæði Salah og Mané hafi skorað í leiknum enda sóknarlínan búin að vera afar léleg undanfarið og fínt hjá Firmino að bíða þá bara með markaskorunina þangað til á miðvikudaginn. Sá þarf aðeins að fara stíga upp en í guðanna bænum ekki bera hann saman við Ings bara á mörkum skoruðum. Ings er reyndar mjög duglegur leikmaður en Liverpool sem heild væri ekki búið að skora jafn mörg mörk með hann frammi í stað Firmino. Eðlilegt samt að vera pirraður á Bobby enda í Benteke formi á Anfield í vetur, búinn að taka 48 skot og er með xG 8 en ekkert mark. Það er alveg galið og mun öfugt við Benteke ekki vara endalaust.

    7
  15. er ekki að verða ár síðan Firmino skoraði síðast á Anfield í deildarleik?

    Nú hefur hann ekki skorað í 9 leikum og menn enn að tala um hve ómissandi hann er sökum vinnuseminar. Timo Werner er eygir væntanlega góða möguleika um að komast í liðið.

    2
  16. Geggjuð tilfinning að fara með sigur af hólmi í þessum leik. Skal viðurkenna það að mér varð hálf flökurt af þessum dómaramistökum í gær og ég hreinlega skil ekki hvernig VAR getur sleppt því að dæma á brotið, umrædda.

    Svo bara hallar maður sér aftur á morgun og vonast til þess að manhúd selji sig dýrt á móti stóra brósa í borgarslagnum.

    27-1-1… Þetta er bara sturlun!

    2
  17. Ég vil vinna deildina og meistaradeildina líka, aftur! Klopp hefur aldrei tapað tvíhöfða með okkur og ég er viss um að við munum spila mun betur á miðvikudagskvöldið.

    Eru einhverjir staðkunnugir Jelling í DK? Verð þar þá og það yrði gaman að hitta hressa púllara yfir leiknum nú eða fara á góðan stað til að sjá herlegheitin.

Byrjunarliðið gegn Bournemouth

#Mbappe2020 – Gengur ekki upp!