Það sem hann sagði…

10 Comments

  1. Jæja búið að fresta EM svo hægt sé að klára deildirnar í sumar.

    YNWA.

    2
  2. Nú keppast hinir svokölluðu sérfræðingar í Englandi um að segja að það sé ekki sanngjarnt að “afhenda” Liverpool titilinn ef ekkert verður meira spilað í EPL. Þeir vilja bara að tímabilið falli niður og byrji svo með sömu liðum í sumar aftur. Þá fara liðin sem eru í 6 efstu sætum í næst efstu deild í mál og svo framvegis. Ég held að það sé ekki hægt annað en að klára þetta tímabil, hvenær svo sem það verður hægt. Þessir dagar án fótbolta og alls annars eru alveg ótrúlega skrítnir. Heilsa fólks á samt að vera í fyrsta sæti.

    1
  3. Það á að vera forgangsmál að klára þetta tímabil. Jafnvel þótt að það þurfi að gera breytingar á næsta tímabili og klára núverandi tímabil í ágúst-október.

    Að fresta núna yrði gríðarlega ósanngjarnt gagnvart til dæmis:
    Liverpool
    PSG
    Leicester
    Sheffield Utd
    Wolves
    Man Utd (ekki að mér sé ekki skítsama en City er alltaf að fara í meistaradeild á næsta tímabili og 5. sætið gefur ekki neitt nema UEFA)
    Leeds
    WBA
    Liðum í umspilssæti í enski neðrideildunum
    Coventry og öðrum liðum í efstu sætum í neðri deildunum
    Barcelona og Real
    Lazio og Juve

    Þetta yrði þó mjög gleðilegar fréttir fyrir:
    Man City
    Chelsea (eru á hraðleið niður í 5-7 sæti)
    Everton (upp á helvítis banterinn)
    Norwich
    West Ham
    Bournemouth
    Watford
    Fleiri botnlið í evrópskum deildum

    Ég ætla að heyra í UEFA og FIFA á morgun og græja þetta fyrir okkur

    YNWA

    5
  4. Auðvitað á að klára deildina. Þetta snýst líka um skrilljónir í sjónvarpstekjur.

    Manni sýnist samt að deildin hefjist ekkert strax. Kannski í sumar, vonandi!

  5. UEFA ætla að fara í mál við deildirnar, svo það gæti enn verið að leiktíðin verði gerð ógild. Tildæmis var Íslandsmótið í körfubolta blásið af og engir Íslandsmeistarar í ár!

    1
    • Afhverju ætti UEFA að fara í mál við deildirnar?
      UEFA frestaði EM 2020 alveg sjálft en eina sem þeir fóru fram á var að fá styrk frá knattspyrnusamböndum evrópu útaf tekjumissir uppá sem sterkt 50+ knattspyrnusambönd ættu að geta greitt.

      1

Engin fótbolti í hálft ár?

Gullkastið: Covid-19