Minni á Podcast Kop.is hér fyrir neðan
Við fórum úr þriggja mánaða pásu frá Liverpool í leik á þriggja daga fresti. Annað kvöld er það fyrsti leikurinn á Anfield síðan fyrir Covid og eru það Crystal Palace sem koma í heimsókn. Það verður vægast sagt súrrealískt að sjá okkar heittelskaða heimavöll tóman. En svogestirnir gleymi ekki hvar þeir eru voru stuðningsmannahópar fengnir til að hjálpa til að strengja upp fánana frægu:
Andstæðingarnir – Crystal Palace
Þegar ég sá að ég átti upphitun fyrir Palace fattaði ég tvennt. Þetta er fjórða Palace upphitun mín á rétt rúmlega einu og hálfu ári og ég er hreinlega að verða búin með brandara um þjálfarann. En allavega, hér er óvinsælasti þjálfari í sögu Liverpool sem er að gera fína hluti með Crystal Palace.
Annars er lítið nýtt að segja um Palace. Þeir eru á 42 stigum, í níunda sæti sem þeir hljóta bara að vera sáttir með. Ef bannið á City helst og áttunda sæti veitir Evrópu eru þeir í dauðafæri við að komast í Evrópukeppni í fyrsta sinn í sögu sinni. Þeir eru reyndar ekki nema fjórum stigum frá fimmta sæti sem gæti veitt Meistaradeildarsæti. Maður veltir fyrir sér hversu mikið þjálfarateymi liðanna í sjötta til tíunda pæli í því.
Þeir hafa fengið á sig 32 mörk í deildinni, sem er bara nokkuð fínt, einu marki meira en United en vandamálið hjá Palace mönnum hefur verið að skora, ekki nema 28 mörk í 30 leikjum er vægast sagt slæmt. Það hafa tvö lið skorað jafn mörg mörk, Newcastle og Watford og aðeins eitt skorað færri, Norwich í neðsta sæti deildarinnar.
Vert að minnast á að þeir unnu þrjá síðustu leiki fyrir Covid og svo fyrsta eftir stoppið, eru bara á fínasta skriði. Hodgson kann sannarlega að búa til varnarmúr og eru þeir ekki búnir að fá á sig mark fjóra leiki í röð. Ég sá góðan hlut af leiknum gegn Bournemouth. þó það gefi kannski ekki réttustu myndina af gæðum. Eftir að Palace komust í 2-0 lokuðu þeir honum einfaldlega. Það verður hrikalega erfitt að skapa færi á móti þeim og ef þeir komast einhvern veginn yfir verða þeir illviðráðanlegir.
Síðustu leikir liðanna virðast á pappír hafa verið léttir, Liverpool búið að vinna Palace fimm sinnum í röð. Þeir hafa þó aldrei verið auðveldir, sérstaklega ekki á Anfield. Síðasti heimaleikur gegn Palace var 4-3 rugl þar sem hvort liðið sem er gat stolið sigri undir lokin, þar á undan unnu Liverpool 1-0 þar sem Mane skoraði á 73. mín og þar á undan náðu Palace að vinna á Anfield þrisvar í röð. Ljóst að Palace menn munu hræðast völlinn minna en flestir.
Okkar menn
Eftir slæma frammistöðu vilja menn oftast komast út á völl sem fyrst. Leikurinn gegn Everton var sögulega leiðinlegur, þar sem Everton lágu til baka og drógu bitlausar tennurnar úr sóknarleik okkar manna. Ég ætla ekki að drulla yfir einn né neinn fyrir sú frammistöðu, það var bara sorglega augljóst að menn voru ekki búnir að keppa í nokkra mánuði. Það er líka staðreynd að eftir pásur hefur Liverpool lið Klopp alltaf þurft einn tvo leiki til að gíra sig almennilega í gang þannig að ég ætla ekki að stressa mig á þessu.
Okkar menn fá tækifærið til að kvitta fyrir þetta á morgun. Spurningarnar með byrjunarliðið eru nokkrar. Salah og Robbo ættu að vera leikfærir en spurning hvort teknir verða sénsa með þá í byrjunarliðið. Matip og Milner eru ekki orðnir góðir og þá er aftasta línan orðin ansi þunnskipuð. Chamberlain var ekki að gera sjálfum sér neinar greiða með frammistöðu sinni á hægri kantinum, gaurinn á að vera á miðjunni ef hann spilar. Minamino hins vegar var virkilega flottur og vil að hann fá sénsinn aftur, ef Salah er á annað borð ekki að fara að byrja.
Held að þetta verði svona:
Ég er engan veginn viss með þessa miðju, gæti vel verið að Keita verði inn í staðinn fyrir Hendo eða Gini. Það er hins vegar viku pása í næsta leik svo menn hafa nægan tíma til að jafna sig eftir að spila tvisvar á stuttum tíma.
Spá
Hef miklar áhyggjur af því að þetta muni vera eins og Everton leikurinn. Annað liðið verst á 10 mönnum og reynir að nýta þessar þrjár skyndisóknir sem þeir fá. Ég er hins vega vongóður um núna munu okkar menn finna þessi fáu töfrabrögð sem þarf til að skora. 2-0 fyrir Liverpool, Bobby nær loksins að skora á Anfield og svo kemur Salah inn á og klárar dæmið.
Flott upphitun.
Spái að Andy byrji í vinstri bak en hann átti víst að hafa grátbeðið Klopp um að fá að byrja Everton leikinn en Klopp var ekki tilbúinn að taka einhverja áhættur.
Andy/Gomez/Winjaldum/Ox/Salah inn fyrir Milner/Matip/Keita/Fabinho/Minamino.
Þetta verður hörkuleikur en við þurftum heldur betur að hafa fyrir síðasta leik gegn Palace og oftar en ekki eru þetta miklir dramaleikir með mörk undir lokinn.
YNWA – Spái 1-0 sigri hjá okkar mönnum þar sem Firmino skorar loksins á Anfield en þá er engin til að sjá það 🙂
Það eru komin rúmlega 3 ár síðan Liverpool tapaði síðast á Anfield í deildinni, þann 23. apríl 2017 nánar tiltekið. Það var einmitt á móti Palace. Hef alveg nettar áhyggjur að þeir verði líka liðið sem bindur enda á þetta tímabil. En svo á hinn bóginn þá ætti maður að vera kominn á þann stað að treysta Klopp og félögum til að halda áfram að ná góðum úrslitum á Anfield, hvort sem það eru áhorfendur á pöllunum eða ekki.
Þurfum að brjóta ísinn og skora mark og helst tvö til þrjú á þetta þétta lið sem Palace er. Það er ekkert nýtt að maður er með magakveisu fyrir þessa leiki og ekki minnkar sú kveisa þegar maður sér formið á okkar liði í síðustu leikjum. Held samt (og vona svo innilega) að við munum ná að rífa okkur í gang og keyra yfir þá! Menn hljóta að vera hungraðir í að lyfta þeim stóra og það sem fyrst.
YNWA!
Sæl og stressuð.
Finn það á mér að lokaspretturinn verður þyngri en margur hafði ætlað. City á ógnarskriði og okkar menn með þessa pásutimburmenn sem alltaf virðast koma. Skil ekki alveg af hverju, en þetta er víst reglan.
Óttast að leikurinn endi sem annað jafnteflið í röð og þá er skylda að sigra í einum þessara leikja sem eftir eru til að innheimta bikarinn. Sá leikur verður ekki gegn City.
Bara ekki Lovren, please
Tap allan daginn 1-2 fyrir Palace því miður.