Byrjunarliðið gegn Crystal Palace

Þá er búið að tilkynna liðið gegn Palace í kvöld en Klopp gerir nokkrar breytingar á liði sínu og erum við líklegast að sjá okkar sterkasta byrjunarlið á þessu tímabili að hefja leik í kvöld.

Bekkur:  Adrian, Lovren, Keita, Oxlade-Chamberlain, Minamino, Origi, Jones, Elliott, Williams

Vonandi hörkuleikur framundan þar sem við sjáum vonandi fleiri mörk en í hinum leikjum dagsins, allavega þegar þetta er skrifað.

24 Comments

  1. Fabinho á að fara út úr liðinu, og Hendó í 6. og Keita í stað Hendó í 8.

    1
  2. Sterkt lið en bekkurinn mætti vera sterkari. Hefði viljað sjá Ki-Jana Hoever á bekknum.

    2
  3. Ef það á einhver stream á kantinn þá er viðkomandi að fara taka minnsta kosti 4 rétta í lottóinu. Gini skorar í kvöld.

    1
  4. Frábær fyrirhálfleikur hjá okkur þar sem við hefðum getað verið að vinna þetta stærra.
    Winjaldum hefði átt að skora og Henderson mjög óheppinn að skora ekki.
    Ég er líka á því að við áttum að fá tvær vítaspyrnur.
    Dijk er bara haldið niðri af tveimur leikmönum og svo var þetta alltaf hendi víti þar sem leikmaðurinn er með hendina hátt yfir höfði og langt frá líkamanum.

    Hvað um það við erum 2-0 yfir og þurfum að vera skynsamir í að stjórna leiknum áfram og vera ekki alltaf graðir í að bæta við á kostanað þess að opna vörnina okkar.

    p.s Þetta er okkar sterkasta lið.

    7
  5. Linkur fyrir áhugasama
    http://ovostreams.com/liverpool-vs-crystal-palace.php

    En þvílíkir yfirburðir hjá okkar mönnum, aðeins eitt lið á vellinum og við höfum náð að opna “varnarmúr” Hodgson mjög vel. Býst við að ef við höldum áfram 100% og fáar skiptingar verða þá vinnum skorum við tvö til þrjú mörk í viðbót.

    Hins vegar reikna ég með því að Klopp fari bráðlega að skipta og hann mun nýta allar 5 skiptingarnar og hafa leikinn á móti Man Shitty í huga.

    YNWA

    6
  6. Hæst ánægður með þennan hálfleik. Það sést mjög vel í þessum leik hvað nærvera Salah er mikilvæg. Eins Klopp sagði í viðtali fyrir leik þá byggi hann yfir nátturulegum gæðum sem skapaði rými fyrir aðra leikmenn.

    Varnarleikurinn hefur verið frábær sem virðist byggjast á gagenpressing style og hápressan þegar Liverpool sækir er þannig að Palace þreyttist mun meira en Everton gerði gegn okkar mönnum. Á því liggur stóri munurinn á þessum leikjum. Liverpool er miklu meira að þvinga fram mistök hjá andstæðingnum.

    Svo spyr ég mig hvort heimavöllurinn skipti máli, jafnvel þó það er enginn í stúkunni nema King Kenny ? Í það minnsta er Liverpool stóröruggt með sig og það er þvílíkur léttir að finna það að við erum augljólega núna betra liðið á vellinum og ef við kóperum þennan hálfleik ættum við að vinna þennan leik.

    Ég hafði mestar áhyggjur af því að liðið næði sér ekki í gott leikform en af þessum leik að dæma, er liðið að finna rythman sem skóp sigrana í vetur.

    Vona bara að ég sé ekki að jinxa núna og við tökum síðari háfleik.

    3
  7. FAB yfirburðamaður á vellinum og kórónar það með þessu marki…

    3
  8. Ef Firmino væri með skotfótinn hans Suarez eða Sturridge + plús þessi gæði sem hann hefur nú þegar, þá væri hann lang besti framherji í heimi. Búinn að skapa sér þónokkuð af hálffærum í þessum leik sem ég get vel fyrirgefið að hann klúðri því gæði hans og frammistaða inn á vellinum er þess eðlis að hann bætir það upp.

    3
  9. Meistarataktar hjá okkar mönnum. Frábær leikur og gaman sjá Fabinho spila svona vel.

    1
  10. Framúrskarandi leikur. Veit ekki hvar ég á byrja. Allt byrjunarliðið var í fantaformi eins og það lagði sig og varaskífurnar voru líka mjög góðar. T.d er Minamino topp varaskífa fyrir Firmino og svipaði mjög til hans í þessum leik. Hann er leikmaður sem vill mikið fá boltann í lappinar og er sívinnandi. Með örlítið meira af sjálfstrausti þá er ég sannfærður um að hann geti leyst þónokkuð af til enda þessa tímabils og verið í baráttu um byrjunarliðssæti á næstu leiktíð.

    Önnur varaskífa. Neco Williams, gerði sig líklegan til að skora í leiknum og sýndi gæði í leiknum sem minntu á Trent Alexsander og kannski er værð Liverpool á leikmannamarkaðnum óðum að skýrast. Við erum á góðri leið að skapa okkur svipaða kynslóðahefð og Man Und gerðu með Giggs, Scoles og Neville systrunum.

    Núna er bráðum hægt að spyrja, Man und aðdéndur hvenær þeir unnu síðast titilinn ? Man ekki alveg hvenær það gerðist

    3

Liverpool – Crystal Palace – Upphitun

Liverpool 4 Crystal Palace 0