Uppfært – Liverpool gerir tilboð í Lewis

Uppfært: James Pearce segir að Liverpool hafi gert 10m tilboð í Jamal Lewis með klásúlum um endursöluverð o.þ.h. Það er ólíklegt að Liverpool sé að gera tilboð án þess að þetta sé eitthvað komið af stað bak við tjöldin.


Helstu blaðamenn með tengsl við Liverpool hafa undanfarið fjallað um áhuga á Jamal Lewis vinstri bakverði Norwich og landsliðsmanni N-Írlands. Hann kæmi þá inn sem back-up fyrir Robertson en getur leysti fleiri stöður. Þessar fréttir koma ekkert sérstaklega á óvart og þegar skoðað hefur verið mögulega kosti í þessa stöðu og þetta hlutverk í hópnum hefur oft verið horft til Lewis. Hann er fæddur í Luton er uppalin leikmaður þó hann spili fyrir N-Írland, heimaland móður hans.

Það er víst nokkuð langt á milli Liverpool og Norwich í verðmati á honum en úr því þetta er komið í Pearce og félaga er líklegt að eitthvað sé á bak við þetta slúður.

Eitthvað var einnig verið að orða Liverpool við Sarr frá Watford en það er ekki eins áreiðanlegt slúður og þetta með Lewis.

Annars var Man City að styrkja vörnina hjá sér með varnarmanni sem féll með Bournemouth, Natan Ake.

7 Comments

  1. Ég vona að þessi leikmaður sé meira en backup, þá á ég við leikmaður sem styrkir hópinn og getur veit Robertson hressilega samkeppni um vinnstri bakvarðarstöðuna. Þó ég hafi ekkert nema gott um James Milner að segja, þá er hann miðjumaður að upplagi og það fór viss ógn úr liðinu þegar Robertson var lítillega meiddur (sem hefur verið sjaldan) eða það þurfti að hvíla,

    Geri ráð fyrir því að Michael Edwards og njósnarateymi hans sjái eitthvað svipað við hann og Robertson á sínum tíma. Tölfræðin er honum í vil og því vilja þer fá hann.

    Ég stið allt sem Klopp og Edward gera í leikmannakaupum enda hefur komið á daginn að flest þeirra haf verið alveg upp á 10.

    5
  2. Manni lýst ágætlega á þennan leikmann sem backup player. Klárlega leikmaður sem getur veitt Robertson samkeppni og það gerir leikmannahópinn betri.
    Eins og Brynjar segir hérna að ofan þá er bilið og ógnin að fara úr Robertson niður í Milner mjög mikil.

    Liðin munu þrátta um verð og hvernig það skal greitt, en ég reikna með að hann verði orðinn leikmaður Liverpool í byrjun næstu viku.

    4
  3. Manni lýst ágætlega á þennan leikmann sem backup player. Klárlega leikmaður sem getur veitt Robertson samkeppni og það gerir leikmannahópinn betri.
    Eins og Brynjar segir hérna að ofan þá er bilið og ógnin að fara úr Robertson niður í Milner mjög mikil.

    Liðin munu þrátta um verð og hvernig það skal greitt, en ég reikna með að hann verði orðinn leikmaður Liverpool í byrjun næstu viku.

    3
  4. Sarr er líka mjög spennandi, fór illa með okkur í tapleiknum gegn Watford í vetur.
    Ef Klopp og Edwards vilja þessa leikmenn, vil ég þá líka.

    5
  5. Mér líst mjög vel á Lewis sem backup fyrir Robbo. Hann stóð sig mjög vel í þeim leikjum sem ég sá hann spila, skoraði m.a. eftirminnilegt mark gegn Leicester.

    4
  6. Ein lauflétt spurning.
    Er Liverpool í alvöru , eins og kemur fram í öllum íþróttafréttum í dag, fátækasta félagslið heims og það eftir að hafa safnað hæðsta verðlaunafé sem sögur fara af á 1 ári , gert stærsta treyjusamning í sögunni og eru í plús í nett spending síðasliðin 3 ár. auk þess að vera með lægri launapakka en flestir….eða er Edwards og félagar einfaldlega búnir að hræra svo gjörsamlega í hausnum á öllum og þetta sé yfirvarp til að fá betri díla og mbappe og sancho koma á sitthvorar 20 m í sumar? Skil ekkert hvað er að gerast og hvernig í ósköpunum Liverpool ætti að vera í nokkrum einustu vandræðum með peninga á þessari stundu og afhverju nokkur einasta manneskja ætti að trúa því að svo sé.?

    19
  7. Sammála Gústa. Ég held það séu ekki ýkjur að halda því fram að ef hvaða klúbbur sem er í heiminum mætti velja sér ein kaup fyrir liðið sitt þá væri það að fá Jurgen Klopp. Ef að FSG ætla ekki að bakka þennan gull að knattspyrnustjóra með þeim leikmönnum sem hann vill fá þá veit ég ekki hvað. Það er ekki eins og hann sé að reyna að kaupa Messi á 500 milljón pund eða eitthvað álíka rugl heldur eru þetta bargain dílar á leikmönnum frá Norwich og Watford og 29 ára Thiago Alcantara á undir30 mills. Sama má segja um release klasúluna hjá Timo Werner á sínum tíma, algert rugl að klára það ekki.

    5

Staðan á liðunum eftir mót

Næsta tímabil hjá kvennaliðinu