Á morgun mætast ríkjandi Englandsmeistararnir í Liverpool og bikarmeistararnir í Arsenal í hinum árlega leik um Samfélagsskildi í leik sem öllu jafna er talinn hefja leiktíðina í enska boltanum. Þessi er hins vegar með ansi skrítnu sniði þar sem síðasta leiktíð er bara mjög nýlega búin og sú næsta hefst strax. Í raun mætti segja að þessar tvær leiktíðir renni hálf partinn saman í eina langa og skringilega leiktíð!
Þessi leikur á að vera nokkurn veginn “meistari meistaranna” en hefur öllu jafna ekki haft rosalega mikið vægi sem titill. Oft er þessu bara líkt við glorified æfingaleik og er ég oft ekkert ósammála þeirri pælingu því oft eru öðruvísi reglur með skiptingar og þess háttar ásamt því að leikurinn fer oft fram aðeins of snemma og liðin í leiknum oft enn að slípa sig saman fyrir komandi leiktíð. Aldrei hefur það samt átt eins vel við og í ár.
Liðin hafa aðeins æft í einhverjar tvær eða þrjár vikur svo undirbúningstímabilið er með ansi furðulegu sniði í ár. Ég held til dæmis að Arsenal hafi ekki spilað opinberan æfingaleik en Liverpool spilaði tvo á undanförnum dögum gegn RB Salzburg og Stuttgart. Það má því líklega alveg slengja þessum æfingaleikja stimpli á þennan leik núna – en að því sögðu er titill undir og við viljum að sjálfsögðu vinna alla þessa titla sama hversu flottir og merkilegir þeir kunna að vera!
Henderson og Matip eru enn frá vegna meiðsla ásamt þeim Origi, Wilson, Trent og Shaqiri en flestir þeirra eru nálægt endurkomu og gætu hafið æfingar á fullu eftir helgina. Trent sem var ekki með liðinu í Austurríki gæti hins vegar snúið aftur í hópinn á morgun en kæmi mér pínu á óvart ef hann myndi byrja.
Ég ætla að giska á að Klopp stilli þessu upp einhvern vegin svona sem er mikið í takt við það sem hefur verið boðið upp á í þessum tveimur æfingaleikjum.
Williams – Gomez – VVD – Robertson
Wijnaldum – Fabinho – Keita
Salah – Firmino – Mane
Líklega byrjar Neco Williams í stað Trent þar sem hann hefur æft minna og öðruvísi en hinir. Wijnaldum byrjaði síðasta leik með “sterkasta” liðinu en Jones byrjaði í hans stað í fyrri leiknum. Ég myndi tippa á að Gini byrji þennan leik en mögulega gæti komið smá curveball og Curtis Jones byrji. Annað held ég að verði nokkuð gefið þarna.
Hef ekki glóru hvað Arsenal gerir. Dani Ceballos er farinn aftur til Real Madrid og þeir hafa fengið Willian frá Chelsea og hann kemur líklega inn í liðið þarna. Giskum bara á eitthvað svona:
Holding – Luiz – Tierney
Bellerin – Xhaka – Torreira – Saka
Willian – Aubameyang – Pepe
Byrjum þessa leiktíð á fyrsta titlinum sem er í boði og vonandi verður það þá sá fyrstu af mörgum á leiktíðinni!
Sæl og blessuð.
Það er um að gera að vinna þessa dyntóttu arsenalmenn. M.v. sturluð leikmannakaup annarra liða í deildinni gæti þetta orðið eini titillinn í ár.
Gaman að þetta sé að hefjast aftur.
Auðvitað fara menn í alla leiki til að vinna þá, svo ég tali nú ekki um ef silfurbúnaður í boði.
Hlakka til.
Hvar horfir á leikinn á Akureyri?
Er LFC “útiliðið” í dag? Ætli við fáum að sjá bláu hawaii skyrturnar í fyrsta sinn 😮
Hlakka til að sjá hvaða formi okkar leikmenn eru í þessum leik ég vill vinna þetta!
En á sama tíma er með áhyggjur að Tmiskas verði einu kaupinn okkar sem er vissulega frábær kaup að fá mann á móti Robertson en vildi virkilega sjá klúbbinn klára kaupin á Thiago.
YNWA!
*Tsimikas
Verður áhugavert, giska á að liverpool verði sofandi á vellinum og arsenal taki þetta.
ÿþ<