Fyrsti leikur tímabilsins verður flautaður á eftir rétt tæpan klukkutíma, leikurinn um Samfélagsskjöldinn á Wembley.
Búið er að tilkynna liðið, og það er sem hér segir:
Bekkur: Adrian, Koumetio, Tsimikas, Keita, Grujic, Jones, Minamino, Elliott, Brewster
Það vekur kannski einna helst athygli að Milner byrji, en ef við lítum á bekkinn þá er Klopp örugglega að horfa á að hafa reynsluboltann inná. Það vekur líka athygli hvað er mikið af ungum og óreyndum leikmönnum á bekknum, og í reynd er Keita sá eini sem maður myndi kalla “senior”. Trent virðist ekki vera orðinn leikfær eins og var þó ekki talið ólíklegt, og sama gildir um Origi, Shaqiri og Matip. Eini miðvörðurinn á bekknum er hinn stórefnilegi en reynslulitli Koumetio, og verður afar áhugavert að sjá hvað gerist ef það reynist nauðsynlegt að skipta öðrum hvorum miðverðinum okkar útaf. Vonum bara að til þess þurfi ekki að koma.
Það er bikar í boði í dag, og við vonum því að liðið sýni svolítið betri leik en síðast þegar okkar menn mættu Arsenal.
KOMA SVO!!!
Það getur vel verið að Milner eigi að vera hægra megin og Gini vinstra megin, kemur í ljós. Allavega er líklegt að planið sé að gefa Neco svolitla vörn þar sem það er nú ansi líklegt að Arsenal muni sækja á hans væng.
Shit er hann svo á stöð2sport. Er einhver með link?
Strax búið að skora eitt mark á Neco 🙁
Neco Williams er bara ekki tilbúinn, því miður. Spurning um að splæsa í hægri bakvörð…
Þessi bekkur. Unglingar plús Keita og Minamino.
Origi og Shaqiri meiddir eða á útleið?
Er reyndar að gleyma Hendo og Chamberlain en voðalega finnst mér þetta soft bekkur.
Fer 3-1 Fyrir Arsenal ef þessi Neco Williams verður enþá inn getur ekki rassgat þessi krakkabjáni.
Æi vertu úti ef þú þarft að tala svona um leikmennina okkar.
Neco átti ekki þetta mark svo að það sé alveg á hreinu. Hann er að fá mann í sig og það er tvöfaldað á hann og átti Gini að vera mættur að aðstoða aðeins fyrr.
Sama gerðist síðar í leiknum en þá var Gini mættur og þá þurfti hann að senda boltan.
Við stjórnum leiknum en þeir skora og þetta er svipað og deildarleikurinn um daginn.
Spái að við sigrum þennan leik
YNWA
Málið er einfalt. Það þarf að taka upp veskið og styrkja hópinn og auka breiddina
Thiago klára það takk !
Steini, það þarf nú að splæsa í fleiri í þetta lið en nýjan hægri bakvörð, en Klopp bara rígheldur í veskið.
Það hringja ákveðnar bjöllur núna. það verður að styrkja þennan hóp. Sjáið Sala og Bobbý. þeir hafa ekki sést í leiknum.
Klopp að klúðra þessu. Tapa samfelagsskildinum 2 ár í röð er spes.
Þetta er ekki alveg búið
Djöfull er þetta fucking leiðinlegur leikur.
Minamino ! koma svo!
Hvaða hálfviti stillir smakrökkum á vita punktinn framm yfir mane og Co?
Þvílíkt rugl hjá Klopp að láta ískaldan Brewster taka víti.
Mikið er ég sár að hlausta á þessar neikvæðu athugasemdir um Liverpool strax í upphafi nýs tímabils. Liverpool vann alla stærstu titla sem voru í boði á síðustu leiktíð og á leiktíðinni þar á undan með “moneyboll aðferðinni”. Margir góðir spámenn í fjölfmiðla bransanum halda að Premier League og Meistaradeildin vinnist einungis með því að kaupa nýja stjörnu leikmenn og þá helst þekkt nöfn sem slúðurblöðin hafa kynnt til leiks sem komandi stórstjörnur. Ég er því ekki sammála , Barcelona, Man. City og PSG eru dæmi félög sem gera endurtekin mistök með ráðningum á nýjum þjálfurum og kaupum á stórstjörnum sem hefur hingað til ekki skilað neinum stórum titlum á undan förnum árum . Klopp hefur margsinnis á undanförnum árum sannað með sinni snjöllu innkaupastefnu og stjórnun hvernig á að byggja sigurlið. Hann býr til stjörnur. Hann kaupir ekki stjörnur. Hvenær ætla vissir áhangendur Liverpool að skilja það. Þið neikvæðu Liverpool stuðningsmenn ættu að fara í smá naflaskoðun og frekar hvetja og styðja liðið ykkar en að reyna að brjóta það niður.