Núna kl. 14 hófst æfingaleikur á Anfield þar sem Neil Critchley kemur í sína fyrstu heimsókn eftir að hafa kvatt U23 og tekið við Blackpool.
Vissulega eru allnokkrir af okkar mönnum úti í heimi að sinna landsliðsverkefnum: van Dijk og Wijnaldum með Hollandi, Gomez, Trent og Brewster með Englandi (bæði aðal og U21), Robbo með Skotlandi etc. En það tókst þó að púsla í lið:
Hoever – Matip – Koumetio – Milner
Fabinho – Keita
Salah – Minamino – Mané
Firmino
Bekkur: Adrian, Karius, Jones, Origi, Elliott, Phillips, Clarkson, van der Berg.
Henderson er semsagt ekki kominn í næga æfingu eftir meiðslin til að komast í hóp, og Ox verður frá sjálfsagt út september ef ekki lengur.
Leikurinn er sýndur á LFC TV Go, og mögulega á einhverjum mislöglegum streymisveitum sömuleiðis.
Þessi fyrrihálfleikur er líklega það allra versta sem ég hef séð frá Liverpool síðan að Klopp tók við.
Ok fáum á okkur 2 klaufamörk og allt það, en framávið er einhver mesta andlausa drulla sem þessi framlína hefur boðið uppá. Maður hefur nú bara allt í einu talsverðar áhyggjur af þeim þarna frammi. Og það er eitt að gefa ekki allt í þessa æfingaleiki en að geta ekki klárað eitt færi, einn á móti markverði í þessum 4 leikjum sem við höfum spilað er bara algjörlega glatað. Vona að þeir fari að hysja upp um sig
7-2
Já. Þeir hafa verið látnir lesa kommentið mitt í hálfleik.
haha
þetta reddaðist um leið og van den Berg kom inná