Nýliðar Leeds United eru komnir aftur í Úrvalsdeildina eftir 16 ára fjarveru og þá er hvergi erfiðara að byrja en á Anfield gegn nýkrýndum Englandsmeisturum Liverpool. Tveir snilldar þjálfarar munu etja kappi í Klopp og Bielsa og við vonumst að sjálfsögu eftir kyngimögnuðum skemmtilegheitum í upphafsleik Rauða hersins á leiktíðinni 2020-2021.
Byrjunarliðin
Liðsvali hefur verið skilað inn og heimamenn stilla upp á eftirfarandi hátt á Anfield í dag:
Liverpool FC: Alisson; Alexander-Arnold, Gomez, Van Dijk, Robertson; Henderson, Wijnaldum, Keita; Salah, Mane, Firmino
Bekkurinn: Adrian, Matip, Milner, Fabinho, Jones, Minamino, Origi
Fyrirliðinn Henderson hefur náð að jafna sig nægilega vel til að byrja leikinn og fyrir vikið víkur Fabinho og fer á bekkinn með Gini og Naby á miðjunni. Annað er eftir bókinni með endurkomu TAA í vörnina.
Bielsa stillir strákunum frá Jórvíkurskíri svona upp:
Leeds: Meslier; Ayling, Koch, Struijk, Dallas; Phillips, Klich, Hernandez; Harrison, Costa, Bamford
Bekkurinn: Casilla, Casey, Alioski, Poveda, Shackleton, Roberts, Rodrigo
Blaðamannafundur
Meistari Jurgen var í miklu stuði á blaðamannifundi gærdagsins og tæklaði vangaveltur um framtíð Gini og hugsanlega innkomu Thiago ásamt því að svara öðrum spurningum um titilvörnina, aðferðir Bielsa o.fl. Fínasta áhorf fram að leik.
Ekki er verra að dusta rykið af spænskukunnáttunni og horfa á meistara Bielsa tjá sig fyrir leikinn:
Upphitunarlagið
Í tilefni þess að Leeds verða í beinni á Anfield þá er fátt meira við hæfi en að hita upp með lagi af bestu tónleikaplötu allra tíma með The Who – Live at Leeds. Við vonum svo sannarlega að ryþminn í spilamennsku Rauða hersins verði jafn þéttur og skinntrumbusláttur Keith Moon og tilþrifin jafn leiftrandi í framlínunni og vindmyllugítarsveifla Pete Townshend. Hækka í botn!!!
Leikurinn hefst klukkan 16:30 og minnum við að sjálfsögðu á heimavöll okkar, Sport & Grill í Smáralind. Boltatilboð yfir leikjum og um að gera að hafa samband uppá að panta borð.
Come on you REDS! Allez! Allez! Allez!
YNWA!
Við minnum á #kopis á Twitter og umræðuna í athugasemdum hér að neðan og á Facebook.
Spyr mig hvort ástæða þess að Henderson komi inn fyrir Fabinho stafi af örlitlum leikstílsbreytingum. Þá á ég við að Klopp vilji fá meira sóknarþenkjandi miðjumann inn í byrjunarliðið á kostnað okkar besta varnartengiliðs.
Fenginn reynsla af fyrstu leikjum leiktíðar þá verður þetta líklega harkleikur sem vonandi endar með sigri Liverpool.
Fabinho á bekknum kemur smá á óvart en það er gott að sjá fyrirliðina kláran og að sjá Keita fá traustið.
Þetta verður fjörugur leikur og 0-0 er ekki að fara að gerast.
Spái 2-1 Mane og Firmino með mörkin okkar. Firmino getur ekki hætt að skora á Anfield 😉
YNWA
Sælir
Eru acestream linkar hættir? hvert eru menn að fara núna?
Gomez byrjar leikinn skelfilega…..
Langt síðan maður sá Liverpool svona pressað útum allan völl leeds bara búnir að vera virkilega góðir og get nú sett stórt spurningamerki við Arnold í fyrsta markinu hann spilar manninn rettstædan með því að hlaupa með honum hann var fyrir innan línuna alveg eins og Van dijk í sókninni á undan og gomez er búinn að vera shaky
Hvað er í gangi með vörnina hjá okkur alveg hlægileg mistök
Þetta mark!!!!! Salah!!!
Þetta minnir mann bara á handbolta leik ?
Rosalegur leikur hvað er í gangi
Bara að varnarleikur Liverpool verði betri í seinni hálfleik.
Ber blendnar tilfinningar til þessa hálfleiks. Sóknarlega er Liverpool eins og það á að sér að vera en varnarlega hefur liðið verið út á þekju. Krosstréið sjálft. Van Dijk hefur gerst sekur um mistök sem kostuðu mark og stundum virðist sem liðið er að vanmeta stórhættulegar skyndisóknir Leeds.
Mín von er sú að varnarleikurinn batni í síðari hálfleik. Ég spyr mig hvort það væri hyggilegt að fá Fabinho inná til að vernda vörnina.
Annars sést vel í gæði liðsins okkar og ég trúi því að við vinnum þennan leik ef við náum að skrúfa fyrir lekann í vörninni.
Ekki merkileg Liverpool framistaða.
Náum ekki að stjórna leiknum. Varnarlínan okkar skelfileg og miðjan oft að selja sig aftur og aftur.
Leeds er að keyra á þetta og við erum að ná að sækja hratt á það og stundum í yfirtölu en varnarlega er mikið óöryggi. Það væri nánast betra að leggjast aðeins aftur, draga úr hraðanum og keyra svo hratt á þá.
Fyrir hlutlausa er þetta auðvita bara skemmtun uppá 10.
Fyrir Liverpool aðdáanda er þetta skemmtun uppá 5 – kostir og gallir
Fyrir Klopp er þetta engin skemmtun og þarf margt að laga.
Fab inná fyrir Keita plíííssss
Hvaða bull er þetta vörnin er eins og helvítis gata sigti akkúrat ekkert sem er gert rétt alveg hreint hræðilegt
?
3-4
Jahérna það er ekki annað hægt en að taka ofan fyrir Leeds en varnarleikur okkar manna er skelfilegur.
3-3
En ef einhver er búinn að vera algerlega skugginn af sjálfum sér þá er það firminho alveg hræðilegt hvað hann er búinn að missa boltann oft og slarf sendingar menn eru bara ekki mættir sýnist manni
Jæja ætli við höldum þessu 4 mörk og öll í sambandi við föst leikatriði er það ekki?
Jæja!
Þvílíkur leikur !
Þetta hafðist en vörnin þarf nú að mæta í næsta leik og miðjan þarf að verja vörnina betur
Það væri svo gott að vera með sóknamann sem þarf ekki 20 dauðafæri til að skora eitt mark. Annars var TAA og Gomes ömurlegir í dag og Matip má vera inná fyrir Gomes í næsta leik. Sigur er sigur en þeir verða ekki margir ef þeir ætla að gefa 3 mörk í hverjum leik.