Mörkin
1-0 Mohamed Salah (víti) 4.mín
1-1 Jack Harrison 12.mín
2-1 Virgil van Dijk 20.mín
2-2 Patrick Bamford 30.mín
3-2 Mohamed Salah 33.mín
3-3 Mateusz Klich 66.mín
4-3 Mohamed Salah (víti) 88.mín
Leikurinn
Uppsafnaður 16 ára spenningur fyrir deildarleik milli stórveldanna Liverpool og Leeds United átti svo sannarlega inneign fyrir sér því að frá fyrstu mínútu þá einsettu bæði lið sér að bæta hraustlega upp fyrir glataða tíma.
Anfieldingar hófu sinn sóknarleik á ógnarhraða sem nýliðarnir áttu erfitt með að ráða við og á fyrstu mínútunum voru sóknarfæri heimamanna mýmörg. Eitthvað þurfti undan að láta og strax á 4.mínútu leiksins var réttilega dæmd vítaspyrna er skot Salah sem var á leið í vinkilinn var stoppuð af útréttri hönd Koch í teignum
Egyptinn einstaki steig upp á ótraðkaðan vítapunktinn og skilaði skylduhlutverki vítaskyttunnar með massífu markskoti á mitt markið og markvörðurinn ofurseldur í vitavonlaus björgunarbaráttu.
Stikkprufan af yfirspilandi byrjun heimamanna gaf góð fyrirheit um þægilega kennslustund Englandsmeistaranna á hvítklæddum nýbrautskráðum neðrideildarmeisturum úr Jórvíkurskíri. Önnur veðurbrigði voru þó í kortunum því að örstuttri haustlægð síðar voru leikar jafnir. Harrison-nafnið hefur venjulega verið kennt við fjóreykið úr Bítlaborginni en að þessu sinni sýndi sameftirnafni gítarmeistarans snilldartakta með glæsilegu skotriffi í vinstra hornið niðri. Jafnt 1-1 eftir 12.mínútur.
Heimamenn hristu áfallið skjótlega af sér og sóttu stíft enda mikið um opnanir í varnarleik Leeds. Ekki þurfti fagurfræðileg fótboltalegheit til að koma rauðliðum aftur í forskot og eftir háfleyga hornspyrnu hamraði Hollendingurinn hávaxni úr hávörninni boltann á markið og Rauði herinn kominn í 2-1.
Adam Lallana var þó ekki lengi í paradís því að tíu mínútum síðar gerði markaskorarinn og hinn ávallt óskeikuli Virgil varnarmistök sem gaf Bamford dauðafæri á silfurfati sem hann gernýtti grimmilega. 2-2 og allt í upplausn.
Það var þó ljóst að þetta yrði ekki venjulegur laugardagsleikur þegar að þremur mínútum síðar endaði boltinn hjá Salah í teignum sem hamraði knöttinn í hægra hornið nær til að koma meisturunum aftur. Klikkað kaos en staðan 3-2 fyrir heimamenn.
3-2 í hálfleik
Liverpool byrjaði seinni hálfleikinn með krafti og með von um að dauðrota gestina glaðbeittu en náðarskotið náðist ekki og leikurinn galopinn fyrir vikið. Það átti eftir að koma á daginn að þrátt fyrir réttilega afdæmt mark að þá náðu Jórvíkur-piltar sínu jöfnunarmarki á 66.mínútu. Klich klikkaði ekki á klikkuðu færi sem honum bauðst og kláraði framhjá besta markverði í heimi.
Hrollur fór um tóma stúkuna á Anfield með tilheyrandi eftirskjálftum á öldurkrám víða um heim. Rauði herinn setti allan sinn ofurkraft í leiftursókn á vesturvígstöðvunum og héldu að forskotið væri endurreist á 79.mínútu er Virgil hamraði boltann með ristarspyrnu í netið eftir hornspyrnu. Undarlegt tvist hjá Óliver dómara varð til þess að markið fékk ekki að standa og Púlurum neitað um sína réttmætu skál af markasúpu.
Enn héldu heimamenn að hamra járnið í von um að meistaralukka síðasta tímabils myndi falla með þeim. Viti menn þá gáfu fótboltaguðirnir grið og stuttu fyrir leikslok þá var Fabinho sparkaður niður í teignum með réttlátum vítaspyrnudóm í kjölfarið. Upp steig Múhameð á fjallið og skoraði með guðlegu valdi í netið.
4-3 heimasigur fyrir Liverpool
Bestu menn
Fáir leikmanna dagsins í dag geta gert kröfu til þess að frammistaða þeirra sé hafin yfir meðalkröfur hjá Englandsmeisturum og almennum meisturum þótt víðar væri leitað. Að einni einstakri egypskri undanþágu þó þar sem að faróinn frábæri Mohamed Salah fór hamförum í dag með hattgöldrum miklum. Ekki er langt síðan að velgengni Liverpool var beintengd við stemmningu og stuð egypska kóngsins en Rauði herinn lifði með þeirri lukku í dag.
Meistari Salah vann þessa viðureign í kvöld og kristaltær kóngur leiksins!
Vondur dagur
Það mætti alveg tína til nokkra leikmenn sem slöguðu langt fyrir neðan meðaltalið en að mati skýrsluhöfundar þá var stóra skissan falin í liðsvali okkar heittelskað meistara Klopp. Innkoma Henderson sem var í engu leikformi á kostnað Fabinho ásamt sóknaráherslu í Keita endaði í aflöguðu gatasigti á miðjunni.
Vissulega var sóknarleikurinn virðingarverður en varnarleikur liðsins í heild leið fyrir vikið. Jafnvel mætti horfa í það hvort að Bielsa hafi útskákað Klopp í taflborði þjálfarafræðanna en á endanum hafi öflugri taflmenn bjargað okkur fyrir horn og víti. Eins leitt og það er að veita skussaverðlaun leiksins þá enda þau hjá snillingnum með derhúfuna og gleraugun. Entschuldigung Jurgen!
Viðtalið
Englandsmeistari Klopp mætti í viðtal eftir leikinn og hafði þetta að segja:
Tölfræðin
Í síðustu 17 keppnisleikjum þá hefur Liverpool haldið hreinu í eingöngu 3 skipti. Varnarkletturinn sem byggt var á til að vinna Evrópu- og Englandameistaratitilinn virðist vera ansi viðkvæmur þessi misserin og vonandi er hægt að skerpa á þeim málum í næstu leikjum.
Umræðan
Það þarf að gefa Leeds sérstakt hrós fyrir að mæta fullir af hugrekki og að bugast aldrei við fjölmörg Liverpool-mörk. Bielsa og hans lið gengu hraustlega í skrokk á deildarmeisturunum, sýndu þeim hóflega virðingu og létu í ljós skína að þeir eru mættir aftur sem alvöru fótboltalið í deild úrvals enskra. Að nýliðar í deildinni standi jafn hraustlega í spyrnufæturna gegn sjálfum meisturunum er frábært að sjá og gefur þeim góða von inn í veturinn enda fornfrægt lið sem á sjálfsagðan tilverurétt í í Úrvalsdeildinni.
Af Púlurum ætti það að vera að frétta að við getum verið ánægðir með sigurinn, stigin og meistaraheppnina að klára dæmið í kvöld. En það hefur margt verið í ólagi frá því um miðjan febrúar er deildin var svo gott sem unnin. Síðan þá leka mörk í gegnum vörnina í dropatali af óásættanlegri tíðni og leikmenn þurfa að girða sig hraustlega í brók ef ekki á illa að fara.
Gleymum því ekki að við erum sigurvegarar í epískum 4-3 sigri sem Liverpool sérhæfir sig í. 3 stig í hús og svo eru 37 leikir eftir í átt að deildartitli nr.20.
Rétt í rauðlokin er rétt að óska Tobba tónlistarsnillingi og erki-Púlara til hamingju með að fá Liverpool-sigur í afmælisgjöf. Til hamingju elsku vinur!
Hvað er hægt að segja þetta var virkilega spennandi leikur.
Salah með þrennu já takk.
Varnarleikurinn var ryðgaður og við eigum ekki að leka svona boltum.
3 stig er það sem skiptir mestu máli en Leeds eiga eftir að valda öðrum liðum vandræðum á þessu tímabili.
YNWA
Salah maður leiksins
Þessi leikur var óþarflega tvísýnn. Leeds á allan heiður fyrir að spila sinn bolta en svo virðist sem okkar menn hafi ekki verið nægjanlega undirbúnir spilastíl þeirra. Leeds býr klárlega yfir miklum gæðum og ætti að ná langt í vetur en það væri ekki vegna fáranlega mikið magn af varnarklúðri tókst þeim að gera þennan leik að sannkölluðu augnayndi fyrir hlutlausa áhorfendur.
Liverpool er ansi oft að koma sér í þessa stöðu. Gera það sem þarf til að vinna leikinn. Ef það vantar upp á sigur í lokinn er sett í pressugírinn uns sigumarkið er komið í hús. Mér finnst allt of taugatrekkjandi að horfa á svona leiki og finnst eins og með litlum tilfærslum getur þetta lið mjög auðveldlega unnið lið eins og Leeds 4-0 en ekki með þessum hætti.
Mér finnst varnarleikurinn mjög brothættur og er ekki í nokkrum vafa um að hann verði betri í næsta leik því núna er liðið komið saman og það er hægt að fara yfir öll þau mistök sem voru gerð.
Næstu tveir leikir eru miklir prófsteinar fyrir félagið, Chelsea og Arsenal og eftir þær viðreignir er hægt að gera sér einhverjar hugmyndir um hvernig liðinu vegnar í vetur.
Sammála það verða alvöru leikir og munu klárlega sýna hvernig við erum að koma undan eða með vetri ?
Það voru sjaldséð mistök VVD í öðru markinu ég veit varla hvað á samt að segja um mark 1 eða 3 hjá Leeds þeir einfaldlega voru þetta góðir algjörlega frábært lið og munu klárlega láta finna fyrir sér ef þeir spila svona.
Er ánægður að okkar menn héldu haus og kláruðu þetta þrátt fyrir brothættan varnarleik.
YNWA!
3 stig eina sem skiptir máli en framistaðan var ekki merkileg varnarlega og skrítið að segja þetta kannski líka sóknarlega því að við fengum að ég held 20 tækifæri þar sem við sóttum á fáliða vörn Leeds jafn margir eða jafnvel í yfirtölu án þess að taka réttar ákvarðanir eða klára dæmið.
Alison 6 – Átti ekkert mark en hefði kannski einhverntíman geta varið mark 1 eða 2.
Trent 5 – Átti einfaldlega dapran dag og þá sérstaklega varnarlega
Gomez 5 – var ekki góður í dag.
Dijk 6 – skoraði flott mark en gaf svo annað. Ekki góður leikur hjá honum.
Andy 7 – Okkar besti varnamaður og var mjög drúgur í sóknarhlaupunum sínum.
Hendo 5- Hljóp mikið og það var barátta en virkaði ekki alveg kominn í stand kannski af því að hann er ekki kominn í stand.
Winjaldum 6 – Sama og Hendo nema virkaði í betra standi.
Keita 5 – Var gjörsamlega týndur í fyrirhálfleik og var svo tekin útaf í þeim síðari.
Mane 8 – Ógnandi allan leikinn og hefði getað átt að setja mark.
Firmino 7 – Átti nokkra fína spretti og eins og Mane hefði líklega átt að skora mark.
Salah 9 – Maður leiksins 3 mörk og eitt í algjörum heimsklassa. Skrítna er að hann hefði getað skorað fleiri .
Fabinho 7 – Var mjög solid og fannst manni koma meiri stöðuleiki á miðsvæðið (Leeds ekki að skapa eins mikið)
Jones 6 – Átti bara fína inná komu
Matip – gaman að sjá hann spila og ef Gomez heldur áfram með svona framistöður þá fer hann að detta í byrjunarliðið.
Heilt yfir auðvita frábær skemmtun. Liðið fékk samt á sig 3 mörk. Eitt glæsilegt , Dijk að gefa eitt og svo klaufalegt þriðjamark sem kom út frá okkar eigin innkasti.
Varnarlínan var léleg, miðjan að hlaupa út um allt en náði samt ekki að loka á Leeds í fyrirhálfleik sem virkuðu mjög hættulegir.
Leeds spilaði þannig fótbolta að ef við unnum boltan þá voru þeir fáir tilbaka og við fengum slatta af tækifærum til að gera eitthvað skemmtileg og hefðum við oft nýtt þau færi betur en samt alltaf stórhættulegir.
Skít með þetta 3 stig í hús og hægt að læra af svona leik.
YNWA
Margt gott þarna en ansi raunsnarlegt að gefa Firmino 7 fyrir þessa frammistöðu.
Þessi fína innkoma Curtis Jones hefði samt geta kostað okkur. Hann hættir að elta manninn sem jafnaði 3-3 og brýtur svo asnalega af sér sem verður til að mark seinna mark VVD fær ekki að standa.
VVD er auðvita galopinn af því að Jones var dæmdur brotlegur.
Það var svo mikið af þessu innkastmarki að mér finnst mjög ódýrt að taka Jones út.
Ég var að pæla í 6 eða 7 á Firmino en hann var bara svo oft að linka vel við Mane/Salah og búa til hættulegar stöður fyrir þá báða að ég skellti á hann 7. Þótt að það er auðveldlega hægt að setja eitthvað neðar.
Annars er svona einkunargjöf bara til gamans gerð og eiginlega gerð til að búa til umræður 🙂
3 stig í hús er það sem stendur uppúr í þessum leik.
Sammála um Firmino Sig. Ein. ótrúlega skapandi leikmaður og sýndi það í þessum leik þó Mané og Salah hefi ekki nýtt það sem skildi 🙂
Ég get vart beðið eftir niðurstöðu frá þér hvort Firminho fái 6 eða 7. Spennan er yfirþyrmandi.
7 og spennufall 🙂
Með sama áframhaldi mun Salah skora 114 mörk á tímabilinu. Ég hef fulla trú á því. ?
Til í það ??
Já og þar af 76 úr vítum!!!
Meistarasigur á sprækum nýliðum. Bætum vörnina og höfum þetta þægilegra, takk! Þrjú stig og ég er ánægður ?
Rosalegur leikur þetta Leeds lið er bara þrusu gott margir ryðgaðir hjá okkur en að sjá kant mennina okkar spila svona mikið á hvorn annan var unnun en góð stig að lokum 🙂
Rosalega finnst mér skrýtið að Brewster skuli ekki fá pláss á bekknum.
Hefði verið flott að geta hent honum inmá seinustu 15 mín eða svo, en 3 stig í hús og geggjað að sjá Salah koma svona öflugan í byrjun.
Sælir félagar
Þetta Leeds lið á eftir að hala inn stigum ef þeir spila svona alla leiki. Brjálæðislega spennandi og skemmtilegur leikur og okkar menn þurftu svo sannarlega að hafa fyrir stigunum þremur. Ég á ekki von á svona erfiðum leik gegn bláa olíuliðinu enda er það fullt af stjörnum sem allar vilja vera beztar og það verður bara fyndið. Ég lýsi bara aðdáun minni á Leeds og meistararnir sýndu líka að þeir eru meistarar að verðleikum.
Vörnin var ekki alveg í sínu bezta formi en Mo Salah er þyngdar sinnar virði í gulli sem er líklega uppá 28 milljarða ís króna. Mané ekki alveg í zinki en það kemur allt. miðjan góð og niðurstaðan góð. Mo Salah minn maður leiksins og svo er bara að slátra olíuliðinu í næsta leik.
Það er nú þannig
YNWA
Þetta er einfaldlega ekki sama skemmtunin án áhorfenda.
Ímyndið ykkur lætin ef leikurinn hefði verið fyrir troðfullum Anfield!
Að því sögðu, áfram Salah!
#YNWA
Flottur seiglusigur. Þetta er Liverpool í hnotskurn. Salah var frábær í þessum leik. Ánægjulegt að sjá það þar sem hann var mjög slakur í æfingaleikjunum. Trent, Gomes og Keita slakir og spurning um að gefa Matip tækifæri næst á kostnað Gomes. Leeds liðið virkilega flott og verður spennandi að fylgjast með því.
Góður sigur á móti flottu Leeds liði sem spilar eins og Liverpool. Kraftmikin sóknarbolta með hápressu. Þetta var eins og að spila á móti ellefu Mini-Me.
Tæpt var það en hafðist í frábærum leik.
Það góða við þetta Leeds lið er að þeir eru alveg líklegir til að hirða einhverja punkta af okkar helstu keppinautum. Mjög gott að hafa náð þremur stigum á móti þeim í dag.
Sæl og blessuð.
Nýtt tímabil og glænýtt leikplan. Gleymum þessum hreinu lökum/skýrslum. Nú er það bara brasilíska leiðin – skora aðeins meira en andstæðingurinn og allt fer vel!
Frábært að lúðra inn fjórum mörkum en – ok þau komu öll úr föstum leikatriðum. Skotin skiptu tugum og dauðafærin en ekkert af þeim rataði rétta leið.
Fer ekki að koma tími á ærlega níu í liðið? Mabbaraspyr.
Hann nafni þinn er á lausu núna.
Ég get ekki tekið undir það að það hafi verið meistaraheppni sem skóp þennan sigur eins og kemur fram í leikskýrslunni, heldur hreinn og klár gæðamunur á liðunum. Hitt er að það var sofandaháttur sem hélt Leeds inn í leiknum.
Annars stór fín leikskýrsla.
Skýrsluhöfundur er algerlega sammála um blæbrigðin milli þess sem kalla mætti meistaraheppni eða meistarahæfni! Gæðin skiluðu sér til 3 stiga.
Beardsley
YNWA
Fínt að sjá Curtis Jones koma inná…Thiago who?
Skýrsluhöfundur er svo háfleygur í riti að það er farið að torvelda lestur
Bara gaman að því #16. Færa aðeins í stílinn og leyfa einnig myndlíkingum að njóta sín. Annars frábær sigur hjá okkar mönnum gegn spækum Leedsurum, sem má segja við Welcome to the club.
YNWA
Geggjaður leikur. Margir leikmenn Liverpool riðgaðir og þá sérstaklega vörnin en það sem bjargaði okkur er að Mo Salak var algjörlega rústfrír.
Ég held að Winaldum fari og Tiago komi ásamt Sarr. Sarr var ekki í Watford í síðasta leik. Ég held að við fáum einnig White sem spilaði sem lánsmaður fyrir Leeds á síðustu leiktíð.
Éf spáspilin mín segja rétt þá verð ég hæðstánægður.
Þetta var drullu flottur sigur þ..e að klára leikinn og 3 stig. Leeds að koma upp og það langar öllum að vera firsta liðið sem vinnur á Annfield.
Klopp burstar riðið úr þessum strákum, tökum Chelske á úti velli og við erum Ekki að fara að tapa 3 leiknum í röð fyrir Asnenal.
9 stig eftir 3 leiki takk fyrir
Mikil seigla og þolinmæði í þessu liði okkar. Þetta var ekki gott fyrir hjartað en fer vel af stað. Mér líst ljómandi vel á veturinn. Takk fyrir frábæra leikskýrslu!
Smá þráðrán, Ef LFC voru slakir á móti Leeds hvað er þá Chelsea á móti mjög óverðskuldað yfir þegar þetta er skrifað og hægri bakvörðurinn hjá Brighton vá ekkert smá flottur strákur þar á ferð.
YNWA.
Þessi þulur þarna hjá símanum að tala um að Kai Havertz sé að eiga fínan leik algerlega týndur í leiknum! arfa slakur leikur hjá honum vona að hann byrji á móti LFC og haldi uppteknum hætti.
YNWA.