Nú rétt í þessu staðfesti opinbera heimasíða LFCað Ki-Jana Hoever hefði verið seldur til Wolves. Kaupverðið er sagt vera 9 milljónir punda sem geti farið upp í 13,5 milljónir ef honum og Úlfunum gengur vel.
Hann birti þessa mynd á Instagram rétt áðan:
Hoever kom til LFC fyrir tveimur árum og hefur á þeim tíma leikið 4 leiki með liðinu og skorað 1 mark. Upphaflega var hann keyptur sem hafsent en hefur lengst af tímans hjá LFC leikið sem hægri bakvörður. Hann virðist hafa tapað samkeppninni fyrir Neco Williams um aðalliðssæti og það er í raun mjög eðlilegt að leikmaður eins og hann vilji fara að spila reglulega, það að hann er seldur en ekki lánaður kannski kemur á óvart og ekki er talað um neina endurkaupsklásúlu í pakkanum svo við óskum honum góðs gengis. Leikaðferð Úlfanna með þrjá hafsent og sóknarbakverði held ég að hæfi honum einstaklega vel.
Óskum Hoever alls góðs nema í leikjum á móti okkur!
Samkvæmt öðrum fréttum er Diogo Jota að klára læknisskoðun og annað smálegt og formlegrar staðfestingar á kaupum á honum að vænta síðar í dag. Þá hendum við inn pistli um hans feril og innkomu í lið Liverpool, hann kemur um leið og (staðfest) kemur frá Liverpool FC.
Frábært!