Það er nokkuð mikið róterað hjá Jurgen Klopp fyrir deildarbikarslaginn við Lincoln City í kvöld, leikmenn sem eru rétt utan byrjunarliðs byrja inn á og nokkrir gætu fengið tækifæri til að sína að þeir hafi hlutverk í liðinu.
N.Williams – R.Williams – VVD – Tsimikas
Grujic – Jones
Shaqiri – Minamino – Elliott
Origi
Bekkur: Kelleher, Fabinho, Keita, Jota, Wilson, TAA, Van Den Berg
Miðvörðurinn Rhys Williams byrjar í miðverðinum við hlið Virgil Van Dijk sem er nokkuð óvænt í byrjunarliðinu. Neco Williams stillir sér upp í hægri bakverðinum og Kostast Tsimikas spilar sinn fyrsta leik fyrir Liverpool í þeim vinstri.
Framtíð þeirra Marko Grujic, Xherdan Shaqiri og Divock Origi er í óvissu en þeir byrja allir inn á í dag. Hinir efnilegu Curtis Jones og Harvey Elliott eru í liðinu ásamt Takumi Minamino.
Diogo Jota er í leikmannahópnum en byrjar á bekknum sem er nokkuð öflugur í kvöld og er Harry Wilson, sem einnig er orðaður við brottför einnig á bekknum en engin Rhian Brewster sem virðist nálægt því að róa á önnur mið á næstu dögum.
Hvað uppstillinguna varðar þá virðist þetta vera hópur sem mun líklega vera í 4-2-3-1 eða einhvers konar 4-4-2 nema ef Minamino eða Shaqiri séu hluti af miðjumönnunum í kvöld.
Sterkt lið leikmanna sem vantar mínútur og tækifæri, þetta ætti að vera rétt rúmlega nógu sterkt til að klára leikinn í kvöld.
Er spenntur að Grujic!
Á einhver link á þennan leik?
http://liveonscore.tv/soccer-streams/england-league-cup/lincoln-city-vs-liverpool/
Ekki slæmt mark hjá Shaqiri
Geggjaður þrumufleygur! Shaq attack – welcome back!
Jones vel gert
Sá á bjarta framtíð fyrir sér hann Curtis Jones, virkilega efnilegur leikmaður.
Núna væri ég til í að sjá Diogo Jota koma inná fyrir Origi
2,5 á 3-0 sigur Liverpool. Sennilega léttasta veðmál fyrr og síðar. Þessi leikur fer 7-0.