Gullkastið – Tökum Willan fyrir verkið

Hlóðum í upphitun fyrir helgina í Hellinum. Lincoln afgreitt með yfirflæði af jákvæðum frammistöðum, áhugaverð byrjun tímabilsins hjá helstu andstæðingum Liverpool og stórleikur gegn Arsenal framundan um helgina.

Stjórnandi: Einar Matthías
Viðmælendur: SSteinn og Maggi

MP3: Þáttur 303

Kop.is er í samstarfi við Sportveituna FM 102,5 en podcöst okkar eru nú flutt þar einnig, sem og á Spotify-reikningi veitunnar sem finna má með því að leita að SportFM á Spotify.

5 Comments

  1. Frábær þáttur. En ein pæling: hvenær ætlar Kristján Atli að koma með comeback í podcastið?

    3
  2. Sælir félagar

    Takk fyrir frábærlega skemmtilegan þátt. Ég spái sama og Maggi í Arsenal leiknum 3 _ 1 fyrir Liverpool. En að öðru. Sá fólk þegar dómarinn vann leikinn fyrir MU áðan. Tók tvær vítaspyrnur af B&HA og lét leikinn halda áfram þangað til hann gat gefið MU leikinn. Nota bene eftir að leikurinn hafði verið flautaður af og leikurinn var aldrei flautaður á aftur. Ógeðslegt. Ég tel að R. Brewster eigi að fara til “harry# Potter. Fínn fótbolti sem B&HA er að spila.

    Það er nú þannig

    YNWA

    3
  3. Oft var uppótatíminn langur ef lið rauðnefjar þurfti að troða inn marki, en man einhver eftir því að það lið hafi skorað eftir að búið var að flauta til leiksloka?

    3
    • “Þetta er ekki búið fyrr en dómarinn flautar leikinn af” er ekki einusinni lengur alveg rétt.

      4
  4. Flottur þáttur, takk fyrir mig! 🙂

    Þessi gjöf til mangúdd segir nú bara allt sem segja þarf um stöðuna hjá liðinu og þrýstingnum sem þeir virðast gera á dómarastéttina. Algjör skandall!

    Hvenær kaupum við Ings aftur? Hann skorar meira heldur en pobba nær að gefa boltann.

    4

One Ping

  1. Pingback:

Lincoln 2-7 Liverpool

Upphitun: Arsenal á Anfield og Suðurlandsins eina von