Thiago í einangrun

Klúbburinn staðfesti rétt í þessu að næst nýjasti leikmaður félagsins Thiago Alcantara sé kominn í einangrun eftir að hann greindist með Covid-19. Við fengum að sjá Thiago spila seinni hálfleikinn gegn Chelsea rétt eftir að hann gekk til liðs við okkur en hann var síðan ekki í hóp gegn Lincoln í bikarnum né gegn Arsenal í gær og þá fóru sögur á flug sem voru síðan staðfestar í dag.

Samkvæmt lækni félagsins eru einkenni Thiago frekar væg og hann fylgir nú stefnu félagsins í þessum málum og vonandi verður hann kominn á fullt aftur eftir landsleikjahlé og sjáum við hann því í fyrsta lagi aftur á Goodison Park í grannaslagnum 17. október.

Ein athugasemd

  1. Ekki gott, vonandi ekki fleiri sem fylgja á eftir smitaðir af okkar mönnum.

    4

Liverpool – Arsenal 3-1

Gullkastið – Hið raunverulega Liverpool